Bæjarins besta - 28.04.2004, Blaðsíða 16
Bíla-Bergur með nýja Lotusinn á heimaslóðum
Stofnað 14. nóvember 1984 · Sími 456 4560 · Veffang: www.bb.is · Verð kr. 250 m/vsk
www.bb.is – daglegar fréttir á netinu
Tekjuskattur lögaðila á
Vestfjörðum hækkaði nokk-
uð á milli áranna 2002 og
2003. Þetta kemur fram í
svari fjármálaráðherra Geirs
H Haarde á Alþingi við fyr-
irspurn Kristjáns L. Möller
(S). Á sama tíma hefur eign-
arskattur lögaðila og ein-
staklinga á Vestfjörðum lækk-
að nokkuð.
Á árinu 2002 var tekjuskatt-
ur lögaðila á Vestfjörðum 141
milljón króna eða um 1,39%
af tekjuskattsgreiðslum lögað-
ila á landinu. Á árinu 2003
námu tekjuskattsgreiðslurnar
um 233 milljónum króna eða
um 1,68% af tekjuskattgreiðsl-
um lögaðila á landinu.
Á árinu 2002 greiddu ein-
staklingar á Vestfjörðum 46
milljónir króna í eignarskatta
eða um 1,19% af heildargreið-
slum einstaklinga. Árið 2003
námu eignarskattarnir hins-
vegar 26 milljónum króna eða
um 1,24% af heildargreið-
slum.
Lögaðilar á Vestfjörðum
greiddu um 32 milljónir
króna í eignarskatt á árinu
2002 eða um 1,57% af heild-
argreiðslum. Árið 2003
námu skattgreiðslurnar 20
milljónum króna. – hj@bb.is
Eignarskattur lögaðila lækkar
Tekjuskattur lögaðila á Vestfjörðum hækkar
Ársreikningur Bolungarvíkurkaupstaðar og stofnana hans fyrir árið 2003
Betri afkoma en áætlanir gerðu ráð fyrir
Ársreikningur Bolungarvík-
urbæjar og stofnana hans fyrir
árið 2003 var lagður fyrir fyrri
umræðu í bæjarstjórn í síðustu
viku. Rekstarniðurstaðan var
neikvæð á árinu 2003 um 44
milljónir króna en í fjárhags-
áætlun var reiknað með að
reksturinn yrði neikvæður um
rúmar 60 milljónir króna.
Reksturinn er því að skila um
16 milljónum betri niðurstöðu
en áætlanir gerðu ráð fyrir í
upphafi.
Heildartekjur Bolungarvík-
urbæjar og stofnana hans voru
tæpar 393 milljónir króna og
eru því nánast þær sömu og
fjárhagsáætlun gerði ráð fyrir.
Skatttekjur eru nokkru lægri
en áætlað var en framlög jöfn-
unarsjóðs sveitarfélaga og aðr-
ar tekjur voru nokkru hærri en
reiknað var með.
Rekstrargjöld bæjarins og
stofnana hans voru rúmar 380
milljónir króna eða um 7%
lægri en áætlað hafði verið.
Laun og launatengd voru
nokkru hærri en reiknað var
með en annar rekstrarkostn-
aður mun lægri en í áætlun.
Fjármagnsgjöld námu tæpum
29 milljónum króna en í áætl-
un var reiknað með rúmum 15
milljónum króna.
Í árslok 2003 voru skuldir
Bolungarvíkurbæjar og stofn-
ana hans að frádregnum veltu-
fjármunum rúmar 705 millj-
ónir króna og höfðu því aukist
um tæpar 48 milljónir króna á
árinu.
Skatttekjur Bolungarvíkur-
bæjar voru um 50,5% af heild-
artekjum. Framlög jöfnunar-
sjóðs voru um 14,7% af heild-
artekjum og aðrar tekjur um
34,8% af heildartekjum. Laun
og launatengd gjöld námu
55,53% af tekjum, önnur
rekstrargjöld voru 41,34% af
tekjum. Heildarrekstrargjöld
voru því 103,92% af tekjum.
Rekstrarniðurstaðan í heild var
því neikvæð um 11,18% af
tekjum.
Bæjarstjórn Bolungarvíkur-
bæjar samþykkti samhljóða á
fundi sínum að vísa ársreikn-
ingnum til síðari umræðu bæj-
arstjórnar sem væntalega verð-
ur á næsta fundi.
– hj@bb.is Bolungarvík.
Farþegum sem fóru um Ísa-
fjarðarflugvöll á fyrstu þremur
mánuðum ársins hefur fjölgað
um 11,5% miðað við sömu
mánuði í fyrra. Aukningin
nemur tæplega 1.000 manns
en 9.293 fórum um flugvölinn
á tímabilinu. Farþegar í janúar
voru 2.980, í febrúar fóru
3.295 um völlinn og 3.018 í
mars. Þá fjölgaði farþegum
sem fóru um Bíldudalsflugvöll
um 18% á tímabilinu.
Farþegum sem fóru um ís-
lenska áætlunarflugvelli á
fyrstu þremur mánuðum ársins
fjölgaði um 16,7% á milli ára
og hafa ekki verið fleiri síðan
árið 2000. Mest aukning var í
fjölda farþega um Egilsstaða-
flugvöll eða 50,3%. Þeir voru
rúmlega 22 þúsund á fyrstu
þremur mánuðum ársins og
hafa aldrei verið fleiri. Farþeg-
um um Bakka fjölgar um 25%,
16% í Reykjavík, 14,6% í
Vestmannaeyjum og 9% á Ak-
ureyri. – kristinn@bb.is
Farþegum fjölgar
Ísafjarðarflugvöllur
Ísafjarðarflugvöllur.
Bergur Guðnason frá Flateyri, eða Bíla-Bergur eins og hann er víða þekktur, lét drauminn rætast fyrir skömmu og keypti sér
afar fullkominn Lotus Esprit sportbíl. Bergur reyndi bílinn á heimaslóðum á Flateyri og í nágrenni nú um helgina og vakti
smár en afar knár bíllin athygli hvarvetna sem hann fór. Bíllin er afturhjóladrifinn með miðjumótor og kemst á 5,1 sekúndu
upp í 100 km hraða. Vélin 160 hestöfl þykir feykinóg enda bílinn mjög léttur, einungis 710 kíló. Þetta er 88. bíllinn sem Bergur
eignast og var hann sóttur til Þýskaland. Bíllinn kostaði 9 milljónir króna. Ljósmynd: Páll Önundarson.