Bæjarins besta


Bæjarins besta - 28.04.2004, Side 3

Bæjarins besta - 28.04.2004, Side 3
MIÐVIKUDAGUR 28. APRÍL 2004 3 Rækjuveiðar og –vinnsla í Súðavík Frosti hf. tekur við frá mánaðamótum Ómar Már Jónsson, sveit- arstjóri Súðavíkurhrepps, segir stefnt að því að Frosti hf., nýstofnað félag í eigu Hraðfrystihússins - Gunn- varar hf. og Súðavíkur- hrepps, taki til starfa í næsta mánuði. „Þetta er ferli sem tekur töluvert langan tíma en stefnan er að um næstu mánaðamót verðum við komin með fyrirtækið Frosta af stað sem verði sjálfstæð eining í eigu þessara tveggja aðila“, sagði Ómar. Í kjölfar yfirtöku Yt ehf. á hlutafé í HG fóru af stað við- ræður um aðkomu hreppsins að rækjuveiðum og -vinnslu í Súðavík. Hreppsnefnd sam- þykkti samhljóða í síðasta mánuði viljayfirlýsingu um stofnun hins nýja félags sem mun reka rækjuverksmiðjuna í Súðavík og rækjuveiðiskipið Andey ÍS og eiga 1.956 tonn af varanlegum rækjukvóta. Fyrir yfirtökuna var Súða- víkurhreppur einn af stærstu hluthöfunum í HG með um 9% hlutafjár. Að Yt ehf. standa stjórnendur HG og stórir hluthafar úr hópi heimamanna sem komu að fyrirtækinu í gegnum fyrir- rennarana Gunnvöru hf. og Hraðfrystihúsið hf. – kristinn@bb.is Starfstími leikskóla á Vestfjörðum hefur verið að styttast á liðnum árum Leikskólabörnum á Vestfjörð- um fækkar en starfsfólki fjölgar Leikskólabörn á Vestfjörð- um voru 430 talsins í fyrra og hafði þá fækkað úr 518 frá árinu 1998 eða um tæp 17%, meðan leikskólabörnum á landinu öllu fjölgaði um 10,4%. Þetta kemur fram í töl- um frá Hagstofu Íslands. Á sama tíma hefur viðvera barna á leikskólum aukist mjög. Á árinu 1998 var um helmingur leikskólabarna á Vestfjörðum á leikskóla í fjórar stundir á dag en árið 2003 var það hlut- fall komið niður í tæp 36%. Árið 1998 var um 19% leik- skólabarna á Vestfjörðum 8 klukkustundir eða lengur á leikskólum en það hlutfall var komið í tæp 27% árið 2003. Lengd viðveru hefur einnig aukist á landinu öllu og er við- veran mun lengri en á Vest- fjörðum. Árið 1998 voru rúm 40% leikskólabarna á landinu öllu 8 klukkustundir eða leng- ur á leikskólum en það hlutfall var komið í 65% árið 2003. Í Reykjavík hafði hlutfall þeirra sem dvelja 8 tíma eða lengur hækkað milli áranna 1998 og 2003 úr 53% í tæp 81%. Er því yfirgnæfandi hluti leik- skólabarna í Reykjavík í vistun 8 tíma á dag eða lengur. Á árinu 1998 voru svokölluð barngildi í leikskólum á Vest- fjörðum 380 talsins en voru 356 árið 2003. Barngildi er reiknað gildi til að meta starfs- mannaþörf leikskóla og reikn- ast út frá aldri og dvalartíma barns. Þannig reiknast 5 ára barn sem er allan daginn í leik- skólanum sem 0,8 barngildi, 4 ára barn sem 1,0 barngildi, 3 ára barn sem 1,3 barngildi, 2 ára barn sem 1,6 barngildi og barn sem er yngra en 2 ára sem 2,0 barngildi. Á sama tíma og barngildum á Vestfjörðum hefur fækkað um rúm 6% hefur starfsmönnum leikskól- anna fjölgað úr 122 í 129 eða um tæp 6%. Á sama tíma hefur barngildum á landinu öllu fjölgað um 34% en starfsfólki um rúm 28%. Leikskólakennurum og öðru starfsfólki með uppeldis- menntun er að fjölga í leik- skólum á Vestfjörðum. Árið 1998 var fjöldi þeirra 21 en árið 2003 var fjöldinn kominn í 30 talsins. Hlutfall leikskóla- kennara og starfsfólks með uppeldismenntun er um 23% á Vestfjörðum en um 30% á landinu öllu. Starfstími leikskóla á Vest- fjörðum hefur verið að styttast á liðnum árum. Árið 1998 voru tveir leikskólar af 13 opnir allt árið og tveur leikskólar voru opnir 50-52 vikur á ári og níu leikskólar voru opnir 46-48 vikur á ári. Í fyrra voru allir leikskólarnir 13 opnir 46-48 vikur á árinu. Er það mun styttri opnunartími en á land- inu öllu í fyrra. Af 267 leik- skólum á landinu í fyrra voru 157 þeirra opnir 48 vikur eða lengur á árinu þar af 23 allt árið. – hj@bb.is Sólborg á Ísafirði er stærsti leikskólinn á Vestfjörðum. Síðdegis á föstudag var útkeyrslubifreið Pizza 67 á Ísafirði stolið þar sem hún stóð mannlaus við veitinga- staðinn í miðbænum. Bíll- inn fannst í nótt sem leið utan við hús á Hólmavík og er talið að honum hafi verið ekið þangað síðdegis á föstudag eða á föstudags- kvöld. Lögreglan á Ísafirði hefur málið til rannsóknar og nýtur aðstoðar lögregl- unnar á Hólmavík. Lög- reglan óskar eftir upplýs- ingum frá þeim sem hafa hugsanleg orðið varir við ferðir bílsins. Um er að ræða rauðan MMC Lancer árg. 1990 með hvítt hægra frambretti (NE-213). Útkeyrslubíl Pizza 67 stolið Slagsmál brutust út á milli tveggja farþega í leigubíl á leiðinni frá Bolungarvík, þar sem þeir voru í sam- kvæmi, áleiðis til Ísafjarð- ar á aðfararnótt sumar- dagsins fyrsta. Bílstjórinn stöðvaði á Óshlíð og bárust slagsmál farþeganna út úr bílnum. Var þá óskað að- stoðar lögreglunnar í Bol- ungarvík því óttast var að mennirnir færu sér að voða. Þegar lögreglan kom á staðinn höfðu slagsmálin borist upp fyrir veg og nið- ur í vegræsi. Tókst að stöð- va slagsmálin og mun lítill samkvæmisbragur hafa verið á mönnunum er þeir komu úr vegræsinu. Mennirnir fengu far með lögreglunni sem mun hafa komið á sáttum. Ekki munu þeir hafa orðið lík- amlega sárir en lítilsháttar skemmdir urðu á bílnum. Slagsmál í leigubíl enduðu úti í skurði Íþrótta- og æskulýðsráð Bolungarvíkur Vill sparkvöll við grunnskólann Á fundi íþrótta- og æsku- lýðsráðs Bolungarvíkur fyrir stuttu var fjallað um spark- vallaátakið sem Knattspyrnu- samband Íslands stendur fyrir ásamt fleiri aðilum og sagt hefur verið frá hér í blaðinu. Samþykkti ráðið áskorun til bæjaryfirvalda um að óska eft- ir sparkvelli. „Íþrótta- og æskulýðsráð hvetur bæjaryfirvöld eindreg- ið til að sækja um KSÍ-spark- völl. Sparkvallaátak KSÍ er einstakt tækifæri fyrir Bolung- arvík til að eignast skemmti- legt og öruggt leiksvæði sem nýta má til íþróttaiðkunar og við kennslu, þar sem mögu- leiki er á staðsetningu spark- vallarins við grunnskólann. Þekkt er að Bolvíkingar hafa með samtakamætti sínum byggt upp glæsileg íþrótta- mannvirki og því vill ráðið hvetja bæjaryfirvöld til að skoða alla kosti varðandi byggingu sparkvallar.“

x

Bæjarins besta

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.