Bæjarins besta - 28.04.2004, Blaðsíða 11
MIÐVIKUDAGUR 28. APRÍL 2004 11
Golfbúnaði
stolið úr bíl
Aðfararnótt laugardags
var framið skemmdarverk
á mannlausum bíl sem stóð
fyrir utan byggingarvöru-
verslunina Núp við Skeiði
á Ísafirði. Rúða var brotin
í bílnum og tekinn úr hon-
um golfbúnaður, kylfur og
kúlur, sem var síðan dreift
á hefðbundinni gönguleið
frá versluninni og út eftir
Seljalandsvegi áleiðis í
miðbæinn. Hafi einhver
upplýsingar um hver
framdi verknaðinn er hann
vinsamlegast beðinn um að
hafa samband við lögregl-
una á Ísafirði sem fer með
rannsókn málsins.
Helgi ráðinn
Helgi Sigmundsson hefur
verið ráðinn yfirlæknir
lyflækninga við Heilbrigð-
isstofnunina Ísafjarðarbæ
á Ísafirði og mun hann
koma til starfa í sumar.
Helgi er ekki ókunnugur á
Ísafirði. Hann starfaði sem
læknir á stofnuninni fyrir
nokkrum árum en hefur
undanfarið verið búsettur í
Bandaríkjunum þar sem
hann hefur stundað
sérfræðinám.
Sigurður í
landsliðið
Tveir liðsmenn KFÍ hafa
verið valdir í drengja-
landslið Íslands í körfu-
knattleik. Valið var í liðið
að loknum landsliðsæfing-
um sem fram fóru í
Reykjavík um helgina.
Leikmennirnir eru þeir
Sigurður Þorsteinsson og
Þórir Guðmundsson. Þeir
eru í 12 manna landsliði
drengja sem fæddir eru
1988. Liðið fer til keppni á
Polar Cup í Svíþjóð seinni
hluta maí mánaðar.
Þorsteinn Jóhannesson,
yfirlæknir á Ísafirði, var
eini umsækjandinn um
nýja stöðu lækningafor-
stjóra Heilbrigðisstofnunar
Ísafjarðarbæjar en um-
sóknafrestur rann út í
síðustu viku. Umsóknin fer
til umsagnar matsnefndar
hjá landlæknisembættinu
sem metur hæfi umsækj-
enda um stöður sem
þessar. Þá sóttu tveir um
nýja stöðu hjúkrunarfor-
stjóra stofnunarinnar. Þeir
eru Dagný Hængsdóttir,
hjúkrunarfræðingur, í
Reykjavík og Hörður
Högnason, hjúkrunarfræð-
ingur á Ísafirði. Umsóknir
þeirra fara til umsagnar
hjúkrunarráðs sem metur
hæfi umsækjendanna.
Einn sækir
um starf
hjúkrunar-
forstjóra
Endurbætur innandyra á
Þingeyrarkirkju ganga vel. Bú-
ið er að setja upp lagnir fyrir
sambyggt loftræsti- og hitun-
arkerfi og einungis er eftir frá-
gangur og uppsetning á stjórn-
búnaði. Uppsetningin er í
höndum véla- og bílaþjónustu
Kristjáns á Þingeyri. Smíða-
vinna gengur vel. Búið er að
lagfæra gólfbita, en þeir voru
nokkuð skemmdir sérstaklega
út við steininn. Stoðir hafa ver-
ið lagfærðar og réttar af. Sett
hafa verið ný gólfborð í kirkju-
skip og einangrað undir þeim.
Vinna stendur yfir við kór-
inn. Þar er búið er að lagfæra
gólfbita og einangra gólf og
verða gólfborðin sett á eftir
helgi. Vinna við söngloft er
langt komin. Töluverð vinna
er eftir við bekki en líma þarf
þá upp og einnig þarf að lag-
færa skrautlista. Verktaki við
smíðavinnu er Sigmundur F.
Þórðarson húsasmíðameistari
á Þingeyri.
Vinna við raflagnir er að
mestu leiti lokið, en skipt var
nánast um allar raflagnir. Líni
H. Sigurðsson rafvirkjameist-
ari á þingeyri annaðist verkið.
Málarar eru mættir og er und-
irbúningsvinna vegna málunar
í fullum gangi, en það er stefnt
að framkvæmdum verði lokið
fyrir hvítasunnu.
Þingeyrarkirkja
Endurbætur á
kirkjunni ganga vel
Aðalfundur
Aðalfundur Ísafjarðardeildar Rauða kross
Íslands verður haldinn þriðjudaginn 11.
maí nk. kl. 20:30 í húsnæði deildarinnar að
Suðurgötu 12.
Venjuleg aðalfundarstörf.
Stjórnin.
Á fundi Hafnarstjórnar
Súðavíkurhrepps sem haldinn
var fyrir stuttu var rædd nauð-
syn sjóvarna í þorpinu og var
þar nefnd nauðsyn þess að
klára framkvæmdir við varn-
argarð neðan Njarðarbrautar.
Einnig var samþykkt bókun
þar sem lögð er áhersla á
verndun Langeyrartjarnar.
„Jafnframt ítrekar hafnar-
stjórn fyrri beiðnir sínar um
að komið verði í veg fyrir frek-
ari rof við tjörnina á Langeyri.
Þar brýtur sjór land og hefur
valdið verulegu landbroti á
stuttum tíma. Mikilvægt er að
stöðva landbrotið sem fyrst,
því ef sjór nær inn í tjörnina
veldur það óbætanlegu tjóni á
náttúru Langeyrartjarnar.“
Þeir sem fara á hraðferð um
Álftarfjörð verða trúlega ekki
mikið varir við Langeyrar-
tjörn. Sumir nefna hana eitt
best geymda leyndarmálið í
náttúrufegurð Álftafjarðar. Þar
hefur í áranna rás þrifist fjöl-
skrúðugt fuglalíf og gróðurfar
en á síðari árum hefur landbrot
lagt þessa perlu í hættu.
– hj@bb.is
Vill verja Langeyrartjörn
Hafnarstjórn Súðavíkur
Færeyskir grunnskólanemar
heimsækja kollegana á Ísafirði
Nemendur í 8. bekk Grunn-
skólans á Ísafirði tóku á móti
fjölmennum hópi kollega
sinna frá Skála í Færeyjum á
Ísafjarðarflugvelli í gærmorg-
un. Færeyingarnir eru að end-
urgjalda heimsókn Ísfirðing-
ana til Færeyja síðasta haust.
Grunnskólanemarnir munu
skoða sig um á Ísafirði og í
nágrenni næstu daga og halda
aftur til baka á laugardag. Fær-
eyingarnir gista í heimahúsum
og fá þannig að kynnast vel
daglegu lífi gestgjafanna líkt
og ísfirsku nemarnir fengu að
upplifa í Skála í haust.
Gestunum verður boðið upp
á fjölbreytta dagskrá þar sem
m.a. verður farið á kvikmynda-
sýningu í Ísafjarðarbíó, synt á
Suðureyri, náttúrugripasafnið
í Bolungarvík heimsótt og
gengið upp í Naustahvilft, svo
fátt eitt sé nefnt.
Að öðrum viðburðum og
skoðunarferðum ólöstuðum
má ætla að hápunkturinn í hug-
um margra verði á morgun
þegar fram fer „landsleikur“
milli Íslands og Færeyja. Þá
ætla krakkarnir að etja kappi á
gervigrasvellinum á Torfnesi
og verður dómari enginn annar
en Björn Helgason, íþrótta-
fulltrúi Ísafjarðarbæjar, sem
eins og kunnugt er, þekkir vel
til knattspyrnuiðkunar bæði á
Ísafirði og í Skála, síðan hann
þjálfaði þar.
Færeyski hópurinn og gest-
gjafar þeirra snæddu léttan
morgunverð á sal GÍ í gær-
morgun og stilltu krakkarnir
sér upp fyrir ljósmyndara við
það tækifæri.
– kristinn@bb.is
Færeysku og íslensku krakkarnir samankomnir á sal GÍ.