Bæjarins besta


Bæjarins besta - 28.04.2004, Side 14

Bæjarins besta - 28.04.2004, Side 14
MIÐVIKUDAGUR 28. APRÍL 200414 > RÚV: 1. maí kl. 22:05 George Clooney, Mark Wahl- berg, Ice Cube og Spike Jonze leika aðalhlutverkin í stríðsmyndinni Þrír kóngar sem segir frá fjórum banda- rískum hermönnum í Persa- flóastríðinu. Þeir gera sér lítið fyrir og stela gullstöngum frá Kúveit sem Saddam Hussein hefur tekið og falið í eyðimörkinni. Þeir komast yfir kort og hefja leitina og drífur þá margt á daga þeirra. Þrír kóngar > Stöð 2: 30. apríl kl. 22:25 Hnefaleikameistarinn er hörku- mynd frá árinu 2002. James Chambers er besti boxarinn í þungavigtinni. Honum er spáð frekari frama en er ákærður fyrir nauðgun og sendur í tugt- húsið. Fangarnir þekkja orðspor hans en í þeirra röðum er maður sem stendur Chambers jafnfætis í boxinu og láta þeir reyna á hæfileikana. Hnefaleikameistarinn > Sýn: 1. maí kl. 11:20 Keppnistímabilið í enska boltan- um er senn á enda. Arsenal hef- ur haft mikla yfirburði og á köflum leikið hreint stórkostleg- an fótbolta. Hjá Skyttunum er valinn maður í hverju rúmi með Thierry Henry þar fremstan. Í dag tekur liðið á móti Birming- ham sem er í mikilli baráttu um Evrópusæti að ári. Meistararnir sýna listir sínar Helgarveðrið Horfur á fimmtudag: Hægviðri, skýjað að mestu og yfirleitt þurrt. Hiti víða 4-10 stig. Horfur á föstudag: Suðvestlæg eða breytileg átt, 3-8 m/s og víða þoku- súld eða rigning, en þurrt austanlands fyrri hluta dags. Hiti 5 til 13 stig. Horfur á laugardag: Norðaustan- og austanátt, víða 8-13m/s og rigning víða um land. Hiti 3-9 stig. Horfur á sunnudag: Hægviðri og víða bjart veður vestanlands, annars súld eða rigning, einkum austan- og suðaustanlands. Hlýnandi veður. Horfur á mánudag: Útlit fyrir norðlægar áttir, kólnandi veður og vætu norðantil en nokkuð björtu veðri syðra. Spurningin Netspurningin er birt vikulega á bb.is og þar geta lesendur látið skoðun sína í ljós. Aðeins er tekið við einu svari frá hverri tölvu. Niðurstöðurnar eru síðan birtar hér. Alls svöruðu 397. Innanlands sögðu 214 eða 54% Til útlanda sögðu 120 eða 30% Fer ekki í frí, sögðu 63 eða 16% Kirkjustarf Ísafjarðarkirkja: Fermingarmessa sunnu- daginn 2. maí kl. 14:00. Efnt til samskota á áttatíu ára afmæli Reykjaneslaugar Á næsta ári verður sund- laugin í Reykjanesi við Djúp áttatíu ára. Af því tilefni hafa nokkrir velunnarar laugar- innar ákveðið að efna til samskota til viðhalds henn- ar. Í hvatningarbréfi sem Sigríður Salvarsdóttir húsfrú í Vigur hefur ritað af því tilefni segir m.a: „Mikið fram- tak var það á sinni tíð að byggja þessa laug. Áður hafði sund verið kennt í torf- laug sem byggð var um 1890 innar á nesinu, og þar áður hafði sundkennsla farið þar fram í „smápollum“ sem gerðir voru með fyrir- hlöðum í afrennslið frá hverunum. Sundkennslan í Reykjanesi hafði þá átt sér sögu til margra ára. Engin hús voru reist, fólk hélt við í tjöldum meðan sundnámið fór fram. Veturinn 1923 lagði ung- mennafélagið Huld í Naut- eyrarhreppi (forsvarsmaður Jakobína Þórðardóttir á Laugabóli) fram áskorun til sýslunefndar Norður-Ísa- fjarðarsýslu þess efnis, að láta byggja nýja laug í Reykjanesi. Svo var þingað í þinghúsi Nauteyrarhrepps að Arngerðareyri. Þá fóru þrír sýslunefndarmanna til Jakobínu til að vita hvort ungmennafélagið Huld „myndi vilja og geta tekið að sér að fjármagna bygg- inguna“. Jakobína varð „hálfhreykin“ af því trausti sem fámennu og fátæku ungmennafélagi var sýnt af sýslunefndinni. Svo segir Jakobína í blaðinu Vestur- landi hinn 30. september 1924: „Mennirnir töldu þetta allt gott og blessað sem búið var að gera, marseruðu brosandi upp í þinghús, ræddu þar nýjustu og merk- ustu uppfundningar sínar í þessu máli, og skoruðu þar með á ungmennafélögin „Huld“ í Nauteyrarhreppi og „Vísi“ í Vatnsfjarðarsveit að safna nú peningum með frjálsum samskotum og fleiru til byggingar nýrrar sundlaugar í Reykjanesi, og lofaði sýslan drjúgum styrk til byggingarinnar. Einnig hefur Fiskifélagi Íslands lof- að 1200 króna styrk, sem borgast eiga þegar bygg- ingunni er lokið“. „Talið er að sundlaugin hafi kostað 10.974 krónur. Hvað væri það í dag? Fram- lög voru frá ungmennafé- laginu Huld, ungmennafé- laginu Vísi, Norður-Ísafjarð- arsýslu, Ísafjarðarkaupstað, ríkissjóði, Fiskifélagi Íslands, sem og frjáls samskot frá fólki héðan og þaðan“, segir Sigríður í bréfi sínu. Um núverandi stöðu mála í Reykjanesi segir Sigríður í hvatningu sinni: „Þetta var í „dentíð“. Nú er komið árið 2004 – og þessi sama sundlaug á dagskrá. Okkur, nokkra gamla nem- endur sem höfum lært sund nærsveitunum í Reykjanes til að hreinsa og fegra í kring um skólann. Margur steinninn var borinn burt af skólalóðinni og allt um- hverfið snyrt og fegrað. Dagurinn endaði svo með skemmtun fyrir alla. Ég held að þá hafi enginn hafi séð eftir því að gefa dagsverk til framfaramála.“ Um fyrirhugaða söfnun segir Sigríður:„Ég, sem er í forsvari fyrir „Velunnendur Reykjaneslaugarinnar“, vona að sem flestir sjái sér fært að styrkja þá fram- kvæmd sem þarf til að koma lauginni í viðunandi ástand aftur. Stofnaður hefur verið sérstakur bankareikningur fyrir viðhaldssjóð sundlaug- arinnar í Reykjanesi. Reikn- ingurinn heitir „Gamla. Sundl. R.nesi“ og er vistaður í Landsbankanum á Ísafirði. Reikningsnúmerið er: 0156- 05-2580. Kennitalan er 450594-2299. „Margt smátt gerir eitt stórt“ og það mun- ar um hvert framlag.“ segir að lokum í bréfi frú Sigríðar. Eins og fram kom í bréfi Sigríðar gegndi sundlaugin í Reykjanesi mjög mikil- vægu hlutverki í sundkenn- slu við Djúp. Í því sambandi skal nefnt hér að áður en Ísfirðingar eignuðust sína sundlaug um miðja síðustu öld fór sundkennsla barna m.a frá Ísafirði þar fram. Um það má meðal annars lesa í Sögu Ísafjarðar. í lauginni, tekur sárt til þess hve lítið hefur verið gert til að halda henni við. Skóli var byggður í Reykjanesi ár- ið 1934 og miklar bygging- ar hafa þar verið reistar síð- an. Nú eru þær allar komn- ar í einkaeigu og rekið í þeim hótel. Mikið þurfa þessar byggingar til við- halds og við látum eigend- ur sjá um það. En okkur „velunnendum“ sundlaugarinnar finnst nú eins og hún sé enn „al- menningseign“ og því datt okkur í hug hvort einhverjir af þeim mörgu sem lært hafa sund í lauginni gætu ekki lagt fram einhverjar krónur í viðhaldssjóð Sund- laugarinnar í Reykjanesi til að hún geti státað af „góðri andlitslyftingu“ á áttatíu ára afmælinu.“ Um mikilvægi sundlaug- arinnar segir Sigríður: „Djúpinu er lífsnauðsyn að í Reykjanesi sé líf og fjör, þar sem fólk getur komið saman eins og í gamla daga. Hver man ekki eftir sundprófunum og þeim mikla bátaflota sem kom þá inn í Reykjanes? Margir komu líka að á hestum. Sundmótin og héraðsmót- in í Reykjanesi eru nú því miður liðin tíð – en við hafa tekið ættarmótin. Hundruð Íslendinga, einkum brott- fluttir Djúpmenn og afkom- endur þeirra, sækja mjög í að halda ættarmót í Reykja- nesi. Það er mikið fagnaðar- efni og vonandi verður óþrjótandi framhald á því um ókomin ár. Eftir að skólinn var stofn- aður var á hverju ári efnt til „Vordagsins“. Þá komu allir sem vettlingi gátu valdið úr Sundlaugin í Reykjanesi. Hvert ætlar þú að ferðast í sumar? Vestfirðingar sigursælir á Íslandsmótinu í kassaklifri Vestfirðingar voru sigur- sælir á Íslandsmótinu í kassaklifri sem fram fór í húsi Orkuveitu Reykjavíkur um síðustu helgi og komu heim með tvö gull og tvö brons- verðlaun. Hákon Valdi- marsson frá Ísafirði sigraði í flokki stráka 13-15 ára með því að fara upp 32 kassa á 7 mínútum og 9 sekúndum, og varði því titilinn frá því í fyrra. Kristín Ósk Jónsdóttir frá Suðureyri sigraði í flokki 16-18 ára stelpna með því að klífa 31 kassa á 7 mínút- um og 33 sekúndum. Þá hafnaði Ragnheiður Sjöfn Reynisdóttir frá Bol- ungarvík í 3. sæti í flokki 13- 15 ára stelpna og Ómar Örn Sigmundsson frá Ísa- firði hafnaði í 3. sæti í flokki stráka 16-18 ára. Halldóra Auður Jónsdótt- ir frá Neskaupsstað sigraði í flokki stelpna 13-15 ára með því að komast upp um 21 kassa á 4 mínútum og 20 sekúndum og Andri Buchholz frá Grindavík fór með sigur af hólmi í flokki 16-18 ára stráka með því að klifra 33 kassa á 12 mín- útum og 54 sekúndum. Það dugði honum til sigurs í heildarkeppni þátttakanda og er hann því nýkrýndur Íslandsmeistari í kassaklifri. – kristinn@bb.is Hákon Valdimarsson, hátt uppi í húsi Orkuveitunnar. Áskrift borgar sig! Gerist áskrifendur í síma 456 4560

x

Bæjarins besta

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.