Bæjarins besta - 26.05.2004, Blaðsíða 1
Hamingjan
er viðhorf
Stofnað 14. nóvember 1984 · Sími 456 4560 · Veffang: www.bb.is · Verð kr. 250 m/vsk
Miðvikudagur 26. maí 2004 · 21. tbl. · 21. árg.
– sjá viðtal í miðopnu við opin-
skáa og lífsglaða nýaldarsinnann
Önnu Sigríði Ólafsdóttur
Farþegaflugvél í aðflugi til Bíldudals
Rangur lestur af loftþrýst-
ingsmæli í flugturni varð til
þess að Dornier-vél Íslands-
flugs flaug um 300 fet niður
fyrir lágmarksflughæð í að-
flugi til lendingar á flugvell-
inum í Bíldudal í lok ágúst í
fyrra. Tveir menn voru í
áhöfn vélarinnar og sex far-
þegar. Eftir lendingu sýndu
þrýstingshæðarmælar flug-
vélarinnar 325 fet þar sem
hún var á flugbrautinni en
flugvöllurinn er í 25 feta hæð
yfir sjávarmáli.
Flugmenn vélarinnar fóru
þá upp í flugturninn til að
skoða loftvogina þar og kom
þá á daginn að loftþrýsting-
urinn var 1018 hPa en ekki
1028 hPa eins og áhöfn vél-
arinnar hafði verið gefið upp.
Flugvallarvörðurinn taldi að
aflestrarvilla hefði valdið því
að rangur loftþrýstingur var
gefinn upp.
Þetta er meðal þess sem
kemur fram í skýrslu Rann-
sóknarnefndar flugslysa um
atvikið en í henni segir einn-
ig að þrjú slík atvik hafi orðið
hér á landi á síðustu 5 árin.
Flaug 300 fet niður
fyrir lágmarksflughæð
Torfhildur Torfadóttir 100 ára
Torfhildur Torfadóttir, íbúi
á Hlíf íbúðum aldraðra á Ísa-
firði varð 100 ára á mánudag.
Torfhildur fæddist í Asparvík
á Ströndum og var yngst átta
barna Önnu Bjarnveigar
Bjarnadóttur og Torfa Björns-
sonar. Að auki átti Torfhildur
þrjú hálfsystkini. Nokkur syst-
kina Torfhildar náðu háum
aldri en bróðir hennar Ásgeir
varð 100 ára, Eymundur 96
ára og Guðbjörg 91 árs.
Torfhildur ólst upp í Selár-
dal í Steingrímsfirði en að lok-
inni fermingu fór hún í vinnu-
mennsku í Króksfirði og Reyk-
hólasveit. Til Ísafjarðar hélt
hún til starfa á klæðskeraverk-
stæði Einars og Kristjáns. Hún
starfaði þar við saumaskap uns
hún giftist og stofnaði heimili
með Einari Jóelssyni sjómanni
og bjuggu þau allan sinn bú-
skap á Ísafirði þar til Einar
lést árið 1981. Þau eignuðust
fimm börn og eru þrjú þeirra á
lífi í dag en að auki ólu þau
upp dótturdóttur sína.
Torfhildur vann töluvert ut-
an heimilis og þá mest við
rækjuvinnslu. Hún hefur að
sögn alla tíð verið heilsuhraust
og fer ennþá allra sinna ferða
gangandi um Ísafjörð. Torf-
hildur varði afmælisdeginum
í faðmi fjölskyldunnar en á
laugardag kl. 16 bíður hún ætt-
ingjum og vinum til veislu í
samkomusalnum á Hlíf.
– hj@bb.is
21.PM5 12.4.2017, 10:111