Bæjarins besta - 26.05.2004, Blaðsíða 2
MIÐVIKUDAGUR 26. MAÍ 20042
Mælt með
Kristínu Ósk
Fræðsluráð Bolungarvíkur
mælir með Kristínu Ósk
Jónasdóttur, námsráðgjafa
hjá Skóla- og fjölskyldu-
skrifstofu Ísafjarðarbæjar, í
starf skólastjóra Grunnskóla
Bolungarvíkur. Átta sóttu
um stöðuna. Skólastarf í
Bolungarvík er öflugt og
hefur grunnskólinn skipað
sér fremst skóla á Vestfjörð-
um á samræmdum prófum
mörg undanfarin ár.
Góður gangur
hjá Jaxlinum
Jaxlinn flutningaskip Sæ-
skipa ehf., hefur nú um
nokkurra vikna skeið stund-
að vöruflutninga á milli höf-
uðborgarsvæðisins og Vest-
fjarða. Sigmar Ólafsson hjá
Sæskipum ehf. segir starf-
semina hafa farið vel af stað.
„Það hefur verið ljúfur stíg-
andi í flutningum okkar,“
sagði Sigmar. Jaxlinn siglir
að sunnan á miðvikudögum
og sunnudögum og er hér
vestra á mánudögum og
fimmtudögum. Skipið kemur
við á öllum Vestfjarðahöfn-
um þar sem flutning er að
hafa, utan Suðureyrar, á leið
sinni til Ísafjarðar. Þar snýr
skipið við og heldur á ný til
Reykjavíkur.
Gísli ráðinn
fjármálastjóri
Gísli Halldór
Halldórsson, við-
skiptafræðingur
og verslunarstjóri
á Ísafirði, hefur
að tillögu skóla-
meistara verið ráðinn fjár-
málastjóri Menntaskólans á
Ísafirði. Fimm umsækjendur
voru um stöðuna en einn
umsækjandi hafði dregið
umsókn sína til baka áður en
kom að ráðningu.
Félagsheim-
ilið verði selt
Framtíð félagsheimilisins á
Suðureyri var meðal um-
ræðuefna á kynningarfundi
sem byggingarnefnd um
íþróttahús á Suðureyri
gekkst fyrir í síðustu viku.
Þar kom m.a. annars fram að
fyrirhugað væri að auglýsa
félagsheimilið til sölu þar
sem engin félagasamtök
væru reiðubúin til að taka
það að sér. Súgfirðingar
fjölmenntu á fundinn og var
auðheyrt að fundarmönnum
hugnaðist vel að fá íþrótta-
hús á staðinn eftir áratuga
bið. Bryndís Birgisdóttir,
formaður bygginganefndar
um íþróttahús á Suðureyri,
segir nefndina bjartsýna á
framhaldið og er áætlað að
fullbúið fjölnota íþróttahúsið
verði tekið í notkun 1. mars
á næsta ári.
Vesturbyggð gengur til samninga við Gámaþjónustu Vestfjarða um sorphirðu
Fer sorp frá Vesturbyggð til
eyðingar í Funa á Ísafirði?
Bæjarráð Vesturbyggðar
hefur falið bæjarstjóra að
ganga til samninga við Gáma-
þjónustu Vestfjarða um sorp-
hirðu í sveitarfélaginu. Verði
af samningum verður sorpið
flutt til Ísafjarðar til eyðingar.
Fyrir skömmu var sorphirða í
Vesturbyggð boðin út og bár-
ust tilboð frá fjórum aðilum
og lögðu tveir þeirra jafnframt
fram frávikstilboð. Þeir sem
buðu í verkið voru Torfi And-
résson, G.S.G. ehf., Íslenska
Gámafélagið ehf./Njarðtak
ehf. og Gámaþjónustan.
Óháður aðili var fenginn til
þess að fara yfir tilboðin og
var það niðurstaða hans að
ekkert tilboðanna uppfyllti
ákvæði útboðslýsingarinnar. Í
framhaldi af því ákvað bæjar-
ráð Vesturbyggðar að hafna
öllum tilboðunum. Þá sam-
þykkti bæjarráð að fela bæjar-
stjóra að ganga til samninga
um sorphirðuna í Vesturbyggð
við Gámaþjónustu Vestfjarða
ehf. á grundvelli frávikstilboðs
sem fyrirtækið sendi.
Í því tilboði er gert ráð fyrir
því að allt sorp verði flutt til
Ísafjarðar og það brennt í sorp-
eyðingarstöðinni Funa. Að
sögn Ragnars Kristinssonar,
framkvæmdastjóra Gáma-
þjónustunnar, er reiknað með
því að á sumrin verði sorpið
flutt til Ísafjarðar með bílum
en að vetrinum verði því safn-
að saman til vors eða það flutt
með skipum á milli en sem
kunnugt er hófust áætlunar-
siglingar innan Vestfjarða á
dögunum með komu flutn-
ingaskipsins Jaxlsins. Segir
Ragnar að ef samningar takist
muni Gámaþjónustan verða
með starfsmann og tæki til
staðar í Vesturbyggð. Tilboð
Gámaþjónustunnar felur ekki
í sér sorpeyðinguna sjálfa
heldur þarf Vesturbyggð að
semja um þann þátt við stjórn
Funa á Ísafirði.
Þá auglýsti Tálknafjarðar-
hreppur eftir tilboðum í sorp-
hirðu og voru tilboð opnuð í
síðustu viku. Að sögn Ragnars
bauð Gámaþjónustan í það
verk einnig og verður tilhög-
unin sú sama ef fyrirtækið
hlýtur það verk. Í Vesturbyggð
er reiknað með að um 400
tonn af sorpi falli til árlega.
Meirihluti Sjálfstæðisflokks
og Framsóknarflokks í bæjar-
stjórn Ísafjarðarbæjar klofnaði
í atkvæðagreiðslu um ályktun
sem lögð var fyrir bæjarstjórn-
arfund á miðvikudag í siðustu
viku um fjölmiðlafrumvarp
forsætisráðherra. Það var Lár-
us G Valdimarsson bæjarfull-
trúi Samfylkingar sem lagði
fram svohljóðandi tillögu:
„Undirritaðir bæjarfulltrúar
bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar
harma þau vinnubrögð, sem
viðhöfð hafa verið af hálfu
meirihluta Alþingis í tengslum
við þinglega meðferð s.k.
Fjölmiðlafrumvarps forsætis-
ráðherra. Þau vinnubrögð eru
vart til þess fallin að auka virð-
ingu almennings fyrir hinu háa
Alþingi. Það hlýtur að teljast
lágmarkskrafa í sérhverju lýð-
ræðisríki að málefni er varða
grundvallaratriði lýðræðisins
hljóti ítarlega og vandaða um-
ræðu áður en lagasetning er
varðar þau atriði er afgreidd.
Æskilegt er að um slíka laga-
setningu ríki þverpólitísk sátt.
Í ljósi ofangreinds skorum við
á þingmenn NV-kjördæmis að
þeir skoði hug sinn vel við
afgreiðslu þessa máls.“
Auk Lárusar voru flutnings-
menn tillögunnar bæjarfulltrú-
ar minnihlutans þau Magnús
Reynir Guðmundsson, Frjáls-
lyndum og óháðum og Bryndís
Friðgeirsdóttir, Samfylkingu.
Að auki voru flutningsmenn
tillögunnar bæjarfulltrúar
meirihlutans þau Svanlaug
Guðnadóttir og Björgmundur
Ö. Guðmundsson, Framsókn-
arflokki ásamt Ragnheiði Há-
konardóttur og Elíasi Guð-
mundssyni Sjálfstæðisflokki.
Meirihluta bæjarstjórnar
Ísafjarðarbæjar skipa fjórir
bæjarfulltrúar Sjálfstæðis-
flokksins og tveir bæjarfull-
trúar Framsóknarflokksins eða
sömu flokkar og mynda ríkis-
stjórn Íslands. Að loknum um-
ræðum var tillagan samþykkt
með sjö atkvæðum gegn einu
atkvæði bæjarstjórans. Birna
Lárusdóttir bæjarfulltrúi Sjálf-
stæðisflokks sat hjá. – hj@bb.is
Klofnaði við afgreiðslu
ályktunar um fjölmiðlamál
Meirihluti bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar
Stúlkurnar sem námu við
Húsmæðraskólann Ósk vetur-
inn 1953-1954 komu saman á
Ísafirði um síðustu helgi og
fögnuðu fimmtíu ára útskrift-
arafmæli. Þann vetur voru 35
stúlkur á skólanum og voru
22 mættar til endurfundanna
nú en þrjár eru fallnar frá.
Námsmeyjarnar á Húsmæðra-
skólanum bjuggu á heimavist
og var svipaður háttur hafður
á við endurfundina þar sem
bæði aðkomnir og heimafólk
bjó á Gamla gistihúsinu.
Magdalena Sigurðardóttir,
ein námsmeyja, segir endur-
fundina hafa tekist ljómandi
vel. Hópurinn skoðaði m.a.
gamla skólann sinn, sem nú
hýsir Tónlistarskóla Ísafjarðar,
og heimsótti eyjuna Vigur í
Ísafjarðardjúpi þar sem æsku-
slóðir þáverandi forstöðukonu
Húsmæðraskólans, Þorbjargar
Bjarnadóttur, liggja.
Magdalena segir þær stöllur
hafa tekið bæinn með trompi
og ekki spillti fyrir að veður
var með eindæmum gott. „Það
var mikið hlegið og mikið rifj-
að upp, og ennþá erum við að
heyra nýjar sögur“, sagði
Magdalena.
– kristinn@bb.is
Fögnuðu fimmtíu ára útskriftaraf-
mæli frá Húsmæðraskólanum Ósk
21.PM5 12.4.2017, 10:112