Bæjarins besta - 26.05.2004, Page 6
MIÐVIKUDAGUR 26. MAÍ 20046
ritstjórnargrein
Sinnaskipti
þingmanna
ISSN 1670 - 021X
Útgefandi: H-prent ehf., Sólgötu 9, 400 Ísafjörður,
sími 456 4560, fax 456 4564 · Ritstjóri: Sigurjón J. Sigurðsson,
sími 892 5362, bb@bb.is · Blaðamenn: Kristinn Hermannsson,
sími 863 1623, kristinn@bb.is – Halldór Jónsson, sími 892 2132,
hj@bb.is – Thelma Hjaltadóttir, sími 849 8699, thelma@bb.is ·
Ritstjóri netútgáfu: Sigurjón J. Sigurðsson · Ljósmyndari:
Halldór Sveinbjörnsson, sími 894 6125, halldor@bb.is · Auglýs-
ingar: Steingrímur Rúnar Guðmundsson, sími 896 0035,
denni@bb.is · Ábyrgðarmenn: Sigurjón J. Sigurðsson og Hall-
dór Sveinbjörnsson · Lausasöluverð er kr. 250 eintakið með vsk.
Áskriftarverð er kr. 215 eintakið. Veittur er afsláttur til elli- og
örorkulífeyrisþega. Einnig sé greitt með greiðslukorti.
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
orðrétt af netinu
strik.is – Egill Helgason
Klókindi Davíðs
Í dreifibréfi frá menntamála-
ráðuneytinu sem birt var í síð-
ustu viku er vakin athygli á
umræðu þeirri sem átti sér stað
fyrir skömmu um aukna ásókn
ýmissa fyrirtækja í að auglýsa
beint eða óbeint í grunnskól-
um. Umræðan kviknaði í kjöl-
far bréfs frá Skarphéðni Jóns-
syni, skólastjóra Grunnskól-
ans á Ísafirði, til ráðuneytisins.
Urðu um þetta mál nokkrar
umræður á Alþingi þar sem
ráðherra menntamála kvaðst
ekki hafa heimildir til þess að
setja reglur um slík mál á
landsvísu.
Í dreifbréfi ráðuneytisins
segir m.a.: „Ráðuneytið telur
til fyrirmyndar að hvert sveit-
arfélag setji sér verklagsreglur
um auglýsingar í grunnskólum
í samráði við grunnskóla sveit-
arfélagsins. Mikilvægt er að
slíkar reglur séu vel kynntar
meðal nemenda, starfsfólks
skóla og foreldra. Eðlilegt er
að birta slíkar verklagsreglur í
skólanámskrá skólans. Ráðu-
neytið beinir þeim tilmælum
til sveitarfélaga að þau taki
þetta mál upp í hverju sveitar-
félagi fyrir sig með það að
markmiði að settar verði verk-
lagsreglur í samvinnu við
skólastjórnendur.“
Vill að sveitarfélög setji regl-
ur um auglýsingar í skólum
Menntamálaráðuneytið
Verkefni á Vestfjörðum
fengu kr. 3.450.000 við úthlut-
un úr Pokasjóði sem fram fór í
síðustu viku. Hæsta styrkinn,
eina milljón króna, fékk
áhugamannafélagið Ragga-
á fimm stöðum við Djúp í júní
og Þröstur Sigtryggsson fékk
600 þúsund vegna menningar-
minjasafns við Núp á Dýra-
firði.
Atvinnuþróunarfélag Vest-
fjarða fékk 500 þúsund til
merkingar gönguleiða og
framkvæmdasjóður Skrúðs
fékk 600 þúsund til að leggja
lokahönd á aðkomu garðsins
og merkingar við bílastæði.
garður vegna uppbyggingar
sumarleiksvæðis í Súðavík.
Pétur Jónasson, gítarleikari,
fékk 750 þúsund króna styrk
til að halda tónlistarhátíðina
Við Djúpið sem haldin verður
Verkefni á Vestfjörðum
Fá á fjórðu milljón úr Pokasjóði
Fyrirtækið 3X-Stál á Ísa-
firði, sem sérhæfir sig í vinn-
slulausnum fyrir sjávarútveg,
hefur verið útnefnt frumkvöð-
ull ársins 2003 í Ísafjarðarbæ.
Fulltrúar atvinnumálanefndar
bæjarins afhentu forsvars-
mönnum 3X-stáls viðurkenn-
inguna þess efnis í síðustu
viku. Í tilkynningu frá atvinnu-
málanefnd segir að ávallt hafi
verið lögð mikil áhersla á ný-
sköpun og vöruþróun hjá fyrir-
tækinu og markmið þess sé að
koma með nýja vöru á markað
á tveggja mánaða fresti.
„Helstu ástæður velgengni
fyrirtækisins eru áræðni eig-
enda þess, gott starfsfólk og
náið samstarf við sjávarút-
vegsfyrirtæki á svæðinu í
þróun lausna og nýjunga á
þessu sviði.“ Þá kemur fram
að forsvarsmenn 3X-Stáls hafi
hug á að nýta þekkingu fyrir-
tækisins á öðrum sviðum m.a.
í meðhöndlun grænmetis.
3 X-Stál fagnar tíu ára
afmæli í ár. Það hefur verið í
örum vexti frá upphafi og alltaf
skilað hagnaði. Hjá 3X-Stáli
starfa á bilinu 25-30 manns og
eru aðalstöðvar þess á Ísafirði
en dótturfyrirtæki er starfrækt
í St Johns í Kanada. Auk þess
á 3X-Stál hlut í Rennex á Ísa-
firði sem er sérhæft renniverk-
stæði og framleiðir íhluti fyrir
3X-Stál og fleiri fyrirtæki víða
um land. – kristinn@bb.is
Frumkvöðull ársins
2003 í Ísafjarðarbæ
3X-Stál hf. á Ísafirði
Halldór Halldórsson, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, og Elías Guðmundsson, formaður atvinnumálanefndar, afhentu for-
svarsmönnum 3X-stáls, þeim Alberti Högnasyni og Jóhanni Jónassyni, viðurkenninguna.
Fyndnast væri náttúrlega ef Ólafur Ragnar sæti uppi með
skömmina af þessu – að hann yrði hið pólitíska fórnarlamb fjöl-
miðlamálsins sökum þess að hann skrifaði undir. Það kallast að
falla á eigin bragði. Því auðvitað ber Ólafur nákvæmlega enga
ábyrgð á gjörningnum. Þetta er svipað og þegar mótmælin gegn
Kárahnjúkum voru sem háværust og allt náttúruverndarliðið
mætti til að pípa á Ingibjörgu Sólrúnu – sem kom málið voða
lítið við. Er þetta annars ekki enn eitt dæmið um klókindi Davíðs
– hvernig hann leikur alltaf á okkur öll og stendur að lokum uppi
sigurvegari? Ég hef stundum sagt að slægð Davíðs sé dýrsleg.
Þetta er ekki spurning um gáfur, heldur eðlisávísun. Davíð á
bara eina hugsjón – að hanga á völdum sínum hvað sem það
kostar. Honum tekst það alveg bærilega. Frægt er þegar Dana-
kóngur hitti Jónas frá Hriflu og sagði við hann: „Spiller De stad-
igvæk den lille Mussolini?“ Á þetta ekki bara ágætlega við á
vorum dögum?
,,Þingmenn leggja ríka áherslu á að (sú) skilgreining á byggða-
kjarna, sem nefnd hefur verið, nái til allra sveitarfélaga á norðan-
verðum Vestfjörðum“, segir í bréfi fyrsta þingmanns Norðvestur-
kjördæmis, Sturlu Böðvarssonar ,samgönguráðherra, sem hann
ritar fyrir hönd þingmanna kjördæmisins til bæjarstjóra Ísafjarðar-
bæjar. Fram til þessa hefur það ekki vafist fyrir neinum sæmilega
læsum manni hver skilgreining á byggðakjarna fyrir Vestfirði
væri. Um það vitna fyrri samþykktir um málið. Með bréfinu boða
þingmennirnir hins vegar kollsteypu í þessu mikilvægasta máli
vestfirskra byggða, nú sem stendur.
Sinnaskipti þingmanna kjördæmisins vega að grundvelli þeirrar
stefnu, sem mörkuð var af stjórnvöldum og samstaða hefur verið
um milli sveitarstjórnarmanna á Vestfjörðum, hingað til að minnsta
kosti, að Ísafjörður yrði efldur sem þéttbýliskjarni á Vestfjörðum.
Rétt þykir því að undirstrika samþykkt bæjarstjórnar Ísafjarðarbæj-
ar vegna bréfs Sturlu Böðvarssonar. Þar segir m.a.: ,,Hugmyndin
með byggðakjarna er sú að áhrifasvæði hans sé sem stærst og í til-
felli Ísafjarðar séu það allir Vestfirðir með bættum samgöngum,
en ekki einungis norðanverðir Vestfirðir.“ Í ljósi seinagangs og
sinnuleysis, sem einkennt hefur viðhorfin til byggðakjarna á Ísa-
firði, þrátt fyrir allar viljayfirlýsingar stjórnvalda, skal spurt:
Kemur þingmönnunum til hugar að ljáð verði máls á öðrum
byggðakjarna á Vestfjörðum, sem dreifist þá væntanlega á Patr-
eksfjörð, Bíldudal og Tálknafjörð? Eða hvað ætla þingmennirnir
þessum byggðum? Hefur einhverjum til hugar komið að
byggðakjarnanum norðan heiða verði sáldrað á Akureyri og
nágrannasveitarfélögin? Auðvitað ekki. Menn sjá fyrir sér jákvæð
áhrif út frá byggðakjörnunum, meðal annars með bættum samgöng-
um og stærri sveitarfélögum.
,,Það er ljóst að landsbyggðin er að flosna upp og því verða
stjórnvöld að hafa markvissa stefnu og ekki dreifa kröftunum um
of. Mér finnst að með þessari stefnubreytingu sé verið að þynna út
byggða áætlunina sem hér var gerð og með því er verið að tefja
fyrir málinu. Um þetta var mótuð einróma stefna sveitarstjórnar-
manna á Vestfjörðum og þingmenn eiga að sjá sóma sinn í því að
standa við bakið á okkur í þessari vinnu. Með þessari stefnubreyt-
ingu er verið að skapa ósætti að óþörfu,“ segir Magnús Reynir
Guðmundsson, bæjarfulltrúi í Ísafjarðarbæ.
Það er ekki spurning um hvort, heldur hvenær, sveitarfélögin,
sem nú bögglast fyrir brjósti þingmanna kjördæmisins, sameinast.
Haldi fram sem horfir, munu ráðamenn þessara sveitarfélaga, fyrr
en síðar, sjá sér þann kost vænstan að stíga í eina sæng. Sinnaskipti
þingmannanna gefa stjórnvöldum hins vegar tækifæri til frekari
seinagangs, sem er þó ærinn fyrir. s.h.
21.PM5 12.4.2017, 10:116