Bæjarins besta - 26.05.2004, Blaðsíða 7
MIÐVIKUDAGUR 26. MAÍ 2004 7
Einar K. Guðfinnsson þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins
Dagabátafrumvarpið „engin óskastaða“
Einar K. Guðfinnsson, þing-
maður Norðvesturkjördæmis
og þingflokksformaður Sjálf-
stæðisflokksins, segir svokall-
að dagabátafrumvarp sem
sjávarútvegsráðherra mælti
fyrir á Alþingi „enga óska-
stöðu“. „Frumvarpið er hins
vegar tilraun sjávarútvegsráð-
herra til að höggva á hnútinn.
Það eru uppi tvö ósamrýman-
leg sjónarmið, annars vegar
krafa um kvótasetningu og
hins vegar krafa, okkar mjög
margra, um dagakerfi með
gólfi í fjölda daga“, segir Ein-
ar.
Í frumvarpi ráðherra er gert
ráð fyrir að útgerðarmenn
dagabáta geti valið hvort þeir
haldi áfram í dagakerfi eða fái
úthlutað kvóta. „Aðalatriðið
sem við í sjávarútvegsnefnd
þurfum að velta fyrir okkur er
hvort þetta séu jafngildir kostir
og því miður sýnist mér að
kvótakosturinn sé mun betri
og valið því ekki sanngjarnt.
Mér sýnist verkefnið núna
vera að búa svo um hnútana
að menn geti valið um tvo
jafngilda kosti.“
Bent hefur verið á að ef út-
gerðarmenn dagabáta geti
valið á milli aflamarks og
sóknarmarks muni það draga
úr ásókn bátanna í útræði frá
Vestfjörðum en aðkomnir
dagabátar hafa fært mikinn
afla á land í fjórðungnum und-
anfarin sumur. Aðspurður um
þetta segir Einar að svo kunni
að fara en einnig verði að horfa
til þess að dagakerfi með gólfi
hefði vafalítið fækkað bátum.
Þá verði menn að hafa í huga
að ekki sé endilega samband á
milli landaðs afla og unnins
afla á einstaka svæðum.
Aðspurður um framgang
málsins segist Einar reikna
með að línur fari að skýrast í
þessari viku. Frumvarpið er
nú til meðferðar hjá sjávarút-
vegsnefnd Alþingis sem mun
kalla eftir umsögnum hags-
munaaðila á næstu dögum.
Einar segir ekki vera samstöðu
um málið. „Það er örugglega
engin samstaða nú og ég á
ekki von á neinni samstöðu
sama hver niðurstaðan verður
hjá þinginu. Ég á því ekki að
venjast að það sé nokkurn tím-
ann samstaða um sjávarút-
vegsmál“, sagði Einar K. Guð-
finnsson.
Samkvæmt frumvarpinu
verður sóknardögum fækkað
um einn á næsta fiskveiðiári
og síðan verði fjöldinn endur-
skoðaður við upphaf hvers
fiskveiðiárs. Ef heildarafli
sóknardagabáta eykst verður
dagafjöldinn skertur í hlutfalli
við það. Þá er kveðið á um að
ekki megi vera með fleiri
handfærarúllur en fjórar á bát
og að aukning í vélarstærð báta
komi til skerðingar á sóknar-
dögum.
Við kvótasetningu verði
miðað við betra árið af fisk-
veiðiárunum 2001 til 2002 og
2002 til 2003. – kristinn@bb.isEinar K. Guðfinnsson.
Héraðsdómur sýknar tvo ökumenn af ákæru fyrir umferðarlagabrot
Ökuritarnir sýndu minni hraða en ratsjáin
Héraðsdómur Vestfjarða
hefur sýknað tvo ökumenn af
ákæru fyrir umferðarlagabrot
þar sem ökuritar í bílum þeirra
sýndu, að bílunum hefði verið
ekið mun hægar en ratsjár-
mælingar lögreglunnar á
Hólmavík á bentu til. Báðir
ökumennirnir mótmæltu því
að hafa ekið jafn hratt og lög-
reglan sagði og vísuðu á öku-
ritann strax og þeir voru stöðv-
aðir. Annar ökumaðurinn var
stöðvaður í apríl 2002 er hann
ók vörubíl með tengivagni um
Djúpveg í Hrútafirði þar sem
hámarkshraði er 80 km á klst.
Lögreglan mældi bílinn á 104
km hraða á klst. en ökuritinn
sýndi að bílnum hafði verið
mest ekið á 89 km hraða áður
en hann var stöðvaður.
Hinn ökumaðurinn ók á á
þjóðvegi 1 um Holtavörðu-
heiði í júlí á síðasta ári þar
sem hámarkshraði er 90 km á
klst. Ratsjármælingar lögreglu
bentu til þess að bílnum hefði
verið ekið á 135 km hraða en
ökuritinn sýndi að bíllinn hefði
verið á um 100 km hraða.
Niðurstöður beggja dóm-
anna eru svipaðar. Í öðrum
segir, að löng reynsla sé af
hraðamælingum með ratsjá
hér á landi og venja að leggja
þær til grundvallar dómum,
að því tilskildu að ekki hafi
verið rangt að mælingu staðið
á einhvern hátt eða vegna ytri
aðstæðna verði niðurstaða
hennar dregin í efa. Ekki sé
leitt í ljós l að svo hafi verið í
þessu tilviki og er sönnunar-
gildi mælingarinnar því mikið.
Við það bætist skýr og ein-
dreginn framburður beggja
lögreglumannanna um að
ákærði hafi ekið á 135 km/
klst. er þeir héldu jöfnu bili
milli bifreiðanna við eftirför
og að ratsjá, hraðamæli lög-
reglubifreiðarinnar og GPS
tæki hafi borið saman um þann
hraða. Hafi ákæruvaldið þann-
ig fært fram afar veigamikil
sönnunargögn til stuðnings því
að bílnum hafi verið ekið svo
hratt sem honum er gefið að
sök.
Fram hjá því verði þó ekki
horft að ákærði framvísaði á
vettvangi skráningarblaði úr
tæki, sem honum sé skylt að
hafa í bifreið sinni, yfirfarið
var og prófað af faggiltum að-
ila í desember 2002 og á að
sæta vissu eftirliti við almenna
skoðun ökutækis. Þetta tæki,
ökuritinn, eigi að skrá raun-
verulegan hraða bifreiðarinnar
með 6 km/klst. mesta leyfilega
fráviki. Skráningarblaðið sýni
100 km/klst. Ástæða hafi verið
til að rannsaka betur þessa
sterku vísbendingu um að
ákærði hefði ekið miklum mun
hægar en ratsjármælingin gaf
til kynna. Verði hann ekki lát-
inn bera hallann af því að svo
var ekki gert.
Þá segir í dómnum að óút-
skýrt sé hvers vegna mismun-
andi mælingar hafi verið á
ökuhraða ákærða með tækjum
sem eigi að vera nákvæm
mælitæki á ökuhraða. Leiði
þessi mismunur til þess að vafi
sé um sök ákærða sem verði
að meta honum í hag.
Ísafjarðarbæjar. Þrjár nýjar
flatir verða gerðar og er áætlað
að þær verði tilbúnar til notk-
unar á næsta ári. Skógrækt er
einnig í fullum gangi á vellin-
um en 50 tré verða gróðursett
til viðbótar við 50 tré sem
gróðursett voru í fyrrahaust
og búið er að setja nýjan sand
í sandglompur.
Að sögn Tryggva Sigtryggs-
sonar formanns vallarnefndar
er brýnast er að taka af ánni
verstu bugðurnar svo hún renni
tiltölulega beint og síðan er
tekin möl og færð upp á bakk-
ana til að verja hana landbroti.
„Áin hefur verið mjög vatns-
mikil á vorin og hefur það átt
stóran þátt í hve völlurinn
hefur oft verið blautur. Einnig
verða drenskurðir grafnir og
rörum komið fyrir til að verja
völlinn enn frekar fyrir
bleytu,“ segir Tryggvi.
Vafalaust hefur það ekki
farið fram hjá kylfingum né
öðrum sem eiga leið inn í
Tunguskóg að stór moldarsár
liggja víðs vegar um völlinn
en ekki er langt í að völlurinn
verði aftur grænn og fagur.
Tryggvi segir markmiðið að
gera völlinn að eins mikilli
prýði og unnt er. Spennandi
verður að sjá hve glæsilegur
völlurinn verður að fram-
kvæmdum loknum en áætlað
er að þau taki 2-3 ár.
Miklar framkvæmdir á
golfvellinum í Tungudal
Eins og sjá má eru framkvæmdirnar á golfvellinum í Tungudal í fullum gangi.
21.PM5 12.4.2017, 10:117