Bæjarins besta - 26.05.2004, Qupperneq 9
MIÐVIKUDAGUR 26. MAÍ 2004 9
ars að vinna að skipulagningu
hátíðar sem kölluð er Menning
og náttúra, eða MN-hátíð og
fer fram hér á Ísafirði í júní.
Það er fólk úr öllum áttum
sem kemur að því verkefni.
Þetta verður heilmikil hátíð
og margt spennandi að gerast.
Boðið verður upp á alls konar
viðburði, meðal annars tónlist,
kvikmyndasýningu, leiklist,
myndlistasýningar, listaklúbb
á Langa Manga og margt,
margt fleira. Einnig verða
göngu- og skoðunarferðir á
dagskránni og svo lýkur hátíð-
inni með Sólstöðugöngu JC –
þetta verður mjög spennandi.
Við höfum upp á svo margt
að bjóða. Við erum „Menning-
arbærinn Ísafjörður“ og ættum
að vera óhrædd við að gefa
okkur út með þann titil. Ferða-
þjónusta er nýi þorskurinn á
Íslandi og við verðum að
markaðssetja það sem við höf-
um, eins og menningu og nátt-
úruperlur – það er nóg af hvoru
tveggja hér fyrir vestan.“
Sigldi í kringum
hnöttinn
„Ég vann í 13 mánuði sem
þerna á skemmtiferðaskipinu
Silver Cloud. Skipið var í
hnattsiglingu og það var ævin-
týralegt ferðalag. Þá fékk ég
tækifæri til að kynnast heimin-
um og finna út hvaða lönd
mig langaði til að heimsækja
aftur.
Nýja-Sjáland heillaði mig
upp úr skónum. Kannski var
ástæðan að einhverju leyti sú,
að þegar ég kom þangað var
svo langt síðan ég hafði komið
heim. Land og þjóð minntu á
mig á Ísland, fyrir utan hitann
náttúrlega – það er svo hlýtt
og yndislegt þarna. Fólkið svo
fallegt og svipar til Íslendinga
– mikil náttúrubörn.“
Tek ekki þátt í
lífsgæðahlaupinu
„Að vera innilokuð á skrif-
stofu í 9-5 vinnu er ekki fyrir
mig. Ég hugsa alltaf um hvað
ég fái út úr vinnunni. Mun ég
læra af vinnunni og mun hún
vinna með mér á þroskabraut-
inni? Við höfum alltaf frelsi
til að velja og hafna. Þegar ég
heyri einhvern segja að honum
finnist vinnan sín ömurleg en
það sé bara eitthvað sem hann
verði að gera, þá hugsa ég: Til
hvers? Af hverju að fást við
eitthvað sem lætur manni líða
ömurlega til þess að hafa það
ofurlítið betra? Þetta líf er
alltof stutt ferðalag til þess.
Annað hvort er að sætta sig
við ástandið eins og það er
eða breyta því! Ég nenni ekki
að taka þátt í lífsgæðahlaup-
inu.
Hvað er hamingja? Er það
að fá vinnu sem borgar fullt af
peningum, er það að þekkja
allt mikilvægasta fólkið – eða
að vera sáttur við sjálfan sig?
Vinur minn sendi mér einu
sinni kort sem í stóð að ham-
ingjan væri ekki ástand heldur
viðhorf, og það er sannleikur
fyrir mig.
Lífið er hlutlaust í eðli sínu.
Það er ekki fyrr en ég set flokk-
unarstöðina í gang að hlutirnir
verða að einhverju. Þannig trúi
ég því að þeim mun bjartsýnni
og jákvæðari sem ég er, því
betri séu líkurnar á að hlutirnir
fari vel. Og ef ekki, þá var ég
að minnsta kosti hamingjusöm
í aðdragandanum.
Ég vil ekki vera níræð, líta
yfir farinn veg og vera bitur.
Nú þegar ég lít til baka, þá
hugsa ég: Jú, þetta er bara búið
að vera nokkuð gaman.“
Ásatrú og
rímnakveðskapur
„Ég er skráð í Ásatrúarfé-
lagið en hef enn ekki komist á
blót. Hef ekki komið mér í
það en það kemur vonandi
fljótlega að því. Ásatrú rúmar
allt – virðingu fyrir lífinu, nátt-
úrunni og fólkinu. Gömlu goð-
in eru svo margbrotin og
standa fyrir allt mögulegt. Við
ættum að reyna halda í fornu
hefðirnar og bera virðingu fyrir
Móður Jörð sem og öllum
hennar lífverum. Annars finnst
mér trú vera einkamál hvers
og eins. Ásatrú snýst heldur
ekki eingöngu um trú heldur
forna siði okkar Íslendinga.
Eins er ég alveg heilluð af
rímnakveðskap. Ég las ein-
hvers staðar að rímnakveð-
skapur væri æðasláttur þjóðar-
innar og mér finnst sannleikur
í því. Ég er að vona að í sumar
fáum við jafnvel að verða þess
aðnjótandi að fá námskeið í
rímnakveðskap. Það er hálf-
gerð helgistund þegar Allianz-
auglýsingarnar þar sem Stein-
dór Andersen kveður rímur
birtast á skjánum. Rímur höfða
til mín og ég ætla að læra að
kveða rímur.
Ég var í Færeyjum fyrir
stuttu og þar fékk ég tækifæri
til að dansa vikivaka sem er
ótrúlega einfaldur dans við
rímnasöng. Ég gæti alveg
trúað því að fólk komist í leið-
slu við að dansa vikivaka og
syngja rímur enda dansa Fær-
eyingar eins og þeir eigi lífið
að leysa langt fram á morgun.“
Hreyfanleg
hugleiðsla
„Þegar ég var að vinna á
Silver Cloud uppgötvaði ég
að dans hafði hreinsandi áhrif
á mig eins og ég væri að fara
út með ruslið á sálinni – andleg
hreinsun. Þegar ég kom heim
til Íslands gerði ég mér grein
fyrir því að ég væri nú senni-
lega ekki að finna upp hjólið,
að einhver annar væri búinn
að gera sér grein fyrir þessu.
Vinkona mín sendi mér bók
sem kona að nafni Gabrielle
Roth skrifaði um dans sem
hún hafði þróað, sem heitir
„Maps to Ecstacy“. Bókin var
sem skrifuð fyrir mig og ég
vissi strax að ég yrði að læra
meira. Þegar þetta var vann ég
í Götusmiðjunni sem ráðgjafi.
Ég sagði upp vinnunni og dreif
mig til Bandaríkjanna til að
fara á námskeið í þessum
fimmrythmadansi. Ég var í
tæpa fjóra mánuði að elta dans-
námskeið þvers og kruss um
Bandaríkin og fór svo til Kan-
ada, Þýskalands, Englands og
Svíþjóðar.
Í gegnum dansinn lærði ég
að tengja höfuðið við líkam-
ann, að vera ein heild. Það er
erfitt að útskýra hvernig dans-
inn virkar en þetta er andleg
leið í gegnum hreyfingu – ekki
bara að læra einhver dansspor.
Á bak við dansinn er heilmikil
heimspeki og fræði. Gabrielle
Roth þróaði dansinn og ég er
einmitt að fara núna á nám-
skeið hjá henni í Chicago. Hún
hefur unnið við leikstjórn og
gefur út tónlist og notar þann
bakgrunn við kennsluna.
Hennar hugmyndir hafa náð
miklum vinsældum bæði í
Bandaríkjunum og í Evrópu.
Aðallega er það fólk úr lista-
geiranum og „þerapistar“ sem
tekur kennararéttindi í fimm-
rythmadansi. Hver kennari
kemur svo með sitt innlegg í
kennsluna og námskeiðin eru
mjög fjölbreytt. Fyrir þremur
árum fór ég t.d á mánaðarlangt
námskeið þar sem verið var
að vinna með þau þrenns konar
samskipti sem við erum í dags-
daglega. Samskiptin við okkur
sjálf, samskipti einn á móti
einum og samskiptin við hóp-
inn. Þá er farið djúpt í hlutina
– mikil vinna, mikill dans og
heilmikil tiltekt.“
Búddaklaustur
og svitatjöld
„Ég hef stundað alls kyns
hugleiðslur og meðal annars
verið í Búddaklaustri í Kali-
forníu, þar sem ég vaknaði
milli fjögur og fimm á morgn-
ana til að hugleiða og kyrja.
Annars hef ég komist að því
að besta hugleiðslan fyrir mig
er að hreyfa líkamann. Hug-
leiðslupælingin í dansinum er
t.d. „The fastest way to still
the mind is to move the body“,
sem hægt væri að þýða „Fljót-
legasta leiðin til að róa hugann
er að hreyfa líkamann“.
Svo fer ég reglulega í „svett“
í Elliðaárdalnum. Svettið út-
leggst svitahof á íslensku og
er helgiathöfn frá indíánum.
Þar er farið inn í tjald með
glóandi heitum steinum og
sungnir indíánasöngvar. Þetta
gera indíánarnir til að hreinsa
sál og líkama og auðvitað við
Íslendingar líka.“
Anna Sigga virðist svo sann-
arlega hafa heilbrigða sál og
líkama. Hvort sem það er að
þakka svetti, hreyfanlegri hug-
leiðingu eða jákvæðu viðhorfi.
Eitt er víst að hér er á ferðinni
kvenmaður sem lætur hlutina
gerast og ævintýrin bíða hand-
an við hornið. Næsta ævintýri
bíður ef til vill í Chicago á
námskeiði í danshugleiðingu.
Við óskum henni góðrar ferðar
að vestan til Vesturheims.
– thelma@bb.is
21.PM5 12.4.2017, 10:119