Bæjarins besta - 26.05.2004, Blaðsíða 13
MIÐVIKUDAGUR 26. MAÍ 2004 13
Fiskveisla Íslandssögu og
Klofnings haldin með glæsibrag
Óhætt er að segja að mikil
gleði hafi ríkt á Suðureyri á
laugardagskvöld þegar fyrir-
tækin Íslandssaga og Klofn-
ingur buðu starfsfólki sínu
og mökum til sameiginlegrar
fiskveislu. Um 160 manns
mættu til veislunnar sem var
haldin í félagsheimili staðar-
ins en SKG-veitingar sáu um
matargerð og var eingöngu
fiskur í boði. Brugðið var út
af vananum í þetta sinn og
ekki matreiddur fiskur sem
fyrirtækin framleiða eins og
tíðkast hefur síðustu tvö ár.
Skemmtiatriðin voru ekki
af lakara taginu því Laddi og
Jóhannes Kristjánsson, eftir-
herma, komu að sunnan til
kitla hláturtaugar matargesta
og tókst frábærlega til að
sögn viðstaddra. Á dag-
skránni voru að auki heima-
tilbúin skemmtiatriði og
hlutu þau ekki síðri undir-
tektir veislugesta. Að lokn-
um skemmtiatriðum var
stiginn dans fram á nótt.
Vel var látið af bæði mat
og skemmtiatriðunum og
fóru allir sælir heim að sögn
Ævars Einarssonar hjá Ís-
landssögu. Þetta er í þriðja
sinn sem fiskveisla Klofn-
ings og Íslandssögu er haldin
og enginn vafi á að hún
verður árlegur viðburður í
framtíðinni. Páll Önundars-
son lét sig að sjálfsögðu ekki
vanta í veisluna og tók þar
meðfylgjandi myndir. Fleiri
myndir munu birtast í svip-
myndum á bb.is í vikunni.
21.PM5 12.4.2017, 10:1113