Bæjarins besta

Ataaseq assigiiaat ilaat

Bæjarins besta - 26.05.2004, Qupperneq 15

Bæjarins besta - 26.05.2004, Qupperneq 15
MIÐVIKUDAGUR 26. MAÍ 2004 15 > Stöð 2: 29. maí kl. 21:50 Smókingurinn eða Tuxedo, er fyrsta flokks hasargrínmynd með Jackie Chan í aðalhlutverki. Hún segir frá Jimmy Tong sem er bílstjóri hjá auð- manninum Clark Devlin. Í einni sendiferðinni er Jimmy sendur til að ná í smóking Clarks en stelst í leið- inni til að máta fatnaðinn. Þetta eru engin venjulega föt því fullklæddur færi Jimmy ofurkraft. Bílstjórinn Jackie Chan Sælkeri vikunnar er Una Einarsdóttir í Bolungarvík Quiche með ýmsum fyllingum skrifa.com Upplýsingavefur gervihnattafólksins Afruglarar · kort · brennarar og allt annað til að fullnýta búnaðinn. Símar 893 5804 og 482 3929 alla virka daga frá kl. 13-23 Miðill á Ísafirði Valgarður Einarsson miðill verður á Ísa- firði frá 27. maí til 1. júní. Tímapantanir í síma 456 4245. Vestfirðingar! Athugið! Frá og með 1. júní flytur dósa- móttakan að Aðalstræti 18 á Ísafirði (þar sem pósthúsið var staðsett). Opnunartími verður sá sami og verið hef- ur, alla virka daga frá kl. 13-16. Starfsfólk. Hjartalæknir Davíð Arnar sérfræðingur í hjartasjúkdóm- um verður með móttöku á Ísafirði dagana 1.-3. júní. Tímapantanir eru í síma 450 4500 á milli kl. 08:00 og 16:00 alla virka daga. Börn úr 7. bekk Grunnskólans á Ísafirði kynntu sér golfíþróttina á Tungudalsvelli á föstudag. Það var glaðlegur hópur sem var saman kominn á vellinum til að læra um golf og njóta góða veðursins. Gylfi Sigurðsson fram- kvæmdastjóri Golfklúbbs Ísa- fjarðar var hæstánægður með heimsóknina og sagði það aldrei of snemmt að kynna sér golfið. Farið er í útivistarferð á hverju vori í Grunnskólanum á Ísafirði og að þessu sinni ákvað 7. bekkur að heimsækja Tungu- dalsvöll og fræðast um golf- íþróttina í leiðinni. – thelma@bb.is Grunnskóla- krakkar í golfi 7. bekkur Grunnskólans á Ísafirði fyrir framan golfskálann í Tungudal. Kirkjustarf Flateyrarkirkja: Fermingarguðsþjónusta á hvítasunnudag kl. 13:00. Fermd verður Jónína Rut Matthíasdóttir, Drafnargötu 6, Flateyri. Holtskirkja: Fermingarguðsþjónusta á hvítasunnudag kl. 15:00. Fermdir verða Borgar Björgvinsson, Innri- Hjarðardal og Eyvindur Atli Ásvaldsson, Tröð. Brautskráning Brautskráning nemenda frá Menntaskól- anum á Ísafirði verður í Ísafjarðarkirkju, laugardaginn 29. maí kl. 13:00. Allir vinir og velunnarar skólans eru vel- komnir. Skólameistari. Krabbameinsfélagið Sigurvon: Síðasta samverustund fyrir sumarfrí verður hald- in í Safnaðarheimili Ísa- fjarðarkirkju miðvikudag- inn 26. maí kl. 21:00. Gestur kvöldsins er sr. Magnús Erlingsson. Kaffi og kökur á boðstólum. Allir velkomnir! Sælkeri vikunnar að þessu sinni býður lesendum upp á uppskriftir að quiche eða bökum sem hún útfærir með tvennskonar fyllingum þó grunnuppskriftin sé sú sama í báðum tilvikum. Una segir bökurnar tilvaldan hádegis- mat í sumar og hvetur lesend- ur til að láta hugmyndaflugið ráða ferðinni við gerð þeirra og jafnvel hvað sé til í ís- skápnum. Smjördeigið kaup- ir hún frosið og segir þurfa tæplega þrjár plötur á stór hringlótt mót. Þá er boðið upp á ítalska hálfmána en báða réttina ber Una fram með fersku salati. Fletjið smjördeigið út leggið yfir stór hringlótt mót og jafnið upp að brúnum. Skerið umfram deig af með- fram brúninni og stingið í deigið með gaffli. Fylling I 1 rauðlaukur 3-4 sveppir, eftir stærð 2-3 hvítlauksrif 120 g beikon Skerið rauðlauk , beikon og sveppi smátt, pressið hvít- lauk og mýkið á pönnu með smá olíu. Hellið síðan yfir deigið í forminu. Fylling II ferskt spínat soðnar kartöflur shallot- eða rauðlaukur hvítlaukur Skerið stilkana af spínat- inu, mýkið á pönnu (ekki steikja) og hellið yfir deigið. Skerið kartöflurnar í þunnar sneiðar og raðið yfir spínatið. Fínsaxið laukinn og dreifið yfir allt saman. rifin ostur 3 egg 2 dl matreiðslurjómi Stráið rifnum osti yfir fyll- inguna. Þeytið eggin og mat- reiðslurjómann saman og kryddið eftir smekk, t.d. með salti pipar og graslauk. Hellið eggjablöndunni út í mótið og bakið í um 30 mínútur við 180°C – 200°C. Gott er að láta bökurnar standa aðeins áður en þær eru bornar fram. Ítalskir hálfmánar Þessir eru mjög góðir og tiltölulega fljótlegir, hér er hugmynd að fyllingu sem sló í gegn hjá mér, en auðvitað má nota hvað sem er. pitsudeig og pitsusósa paprika (hvaða litur sem er) rauðlaukur tómatar mozzarella ostur skinka pepperone rifinn ostur parmesan ostur Fletjið deigið út og sker- ið í hringi, u.þ.b. 20 cm í þvermál, og smyrjið á pitsusósu. Skerið hráefnið smátt niður og hrærið sam- an í skál. Setjið fyllingu á helm- ing hringsins en þó ekki alveg að brún, brjótið hringinn í tvennt og lokið vel. Stingið í lokið með gaffli og penslið með olíu. Bakið við 180°C við 20- 25 mínútur. Ferskt salat Mér finnst alltaf smekk- legast að bera ferskt salat fram á fati, það nýtur sín betur þannig en í skál. Rífið salat niður, skerið rauða papriku, rauðlauk og avocado í teninga og raðið á fat. Bætið við fetaosti. Úr olíunni af fetaostinum er búin til dressing með því að bæta balsamic ediki út í krukkuna og hrista vel saman. Ég skora á Sóley Sæ- varsdóttur í Bolungarvík að færa okkur eitthvað gott í næstu viku. Púttvöllur á Torfnesi Íþrótta- og æskulýðsnefnd Ísafjarðarbæjar leitar leiða til að fjármagna uppbyggingu púttvallar á Torfnesi. Þar sem nefndin ræður ekki yfir fjár- veitingu til slíkra fram- kvæmda hefur verið leitað tilstyrks ýmissa aðila. Á fundi nefndarinnar fyrir stuttu voru lögð fram gögn vegna undirbúnings við uppsetningu vallarins. Björn Helgason, íþrótta- og æskulýðsfulltrúi Ísafjarðarbæjar, segir margar fyrirspurnir hafa borist um framkvæmdir við púttvöllinn „Margir munu koma til með að nota völlinn og að auki verður hann bæjarprýði“, segir Björn. Kostnaðaráætlun gerir ráð fyrir að heildar- kostnaður verði 3.802.589 kr. eða 2.332 kr. á fermetrann. Hugmyndir eru um að Ísa- fjarðarbær niðurgreiði efni og tækjavinnslukostnað og munu svör um það fást á næstu dögum. Lögreglan á Ísafirði stöðvaði tvo ökumenn grunaða um ölvunarakstur í vikunni sem leið. Annar þeirra hafði áður verið sviptur ökuleyfi fyrir samskonar brot og var rétt- indalaus þegar hann var stöðvaður. Þá hafði lögreglan afskipti af nokkrum öku- mönnum vegna ýmissa umferðarlagabrota. Stútar undir stýri 21.PM5 12.4.2017, 10:1115

x

Bæjarins besta

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.