Bæjarins besta


Bæjarins besta - 03.11.2004, Síða 6

Bæjarins besta - 03.11.2004, Síða 6
MIÐVIKUDAGUR 3. NÓVEMBER 20046 ritstjórnargrein Í byrjun vetrar ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ orðrétt af netinu Vefþjóðviljinn – andriki.is Menntamálaráðherra missir vitið Útgefandi: H-prent ehf., kt. 600690-1169, Sólgötu 9, 400 Ísafjörður, sími 456 4560, fax 456 4564 · Ritstjóri: Sigurjón J. Sigurðsson, sími 892 5362, bb@bb.is · Blaðamenn: Hálfdán Bjarki Hálfdánsson, sími 863 7655, halfdan@bb.is – Halldór Jónsson, sími 892 2132 hj@bb.is – Thelma Hjaltadóttir, sími 849 8699, thelma@bb.is · Ritstjóri netútgáfu: Sigurjón J. Sigurðsson · Ljósmyndari: Halldór Sveinbjörnsson, sími 894 6125, halldor@bb.is · Ábyrgðarmenn: Sigurjón J. Sigurðsson og Halldór Svein- björnsson · Lausasöluverð er kr. 250 eintakið með vsk. Áskriftarverð er kr. 215 eintakið. Veittur er afsláttur til elli- og örorkulífeyrisþega. Einnig sé greitt með greiðslukorti. ISSN 1670 - 021X Þá er veturinn genginn í garð eftir einmuna gott sumar. Búið að vígja varnargarðinn við Seljaland. Nýtur mannvirkið nokkuð jafns fylgis og andstöðu meðal bæjarbúa. Kristinn H. Gunnarsson, þingmaður, nýtur hins vegar almenns fylgis flokksbræðra sinna í héraði. Reiði þingmanna í Framsóknar- flokknum í garð Kristins og útskúfun úr öllum þingnefndum, fyrir óþekkt, breytir þar engu um. Fram til þessa hafa Íslendingar oftast sungið um blómið eina, sem upp óx af sléttri grund. Nú höfum við eignast þjóð- arblóm, holtasóley sem þrátt fyrir norskan uppruna, að talið er, er ætlað að auka þjóðarstoltið; vera sameiningartákn og til landkynningar erlendis. Má því búast við að skipaður verði umboðsmaður holtasóleyjarinnar (eins og hestsins!) til að tryggja útbreiðslu hennar erlendis og í sveitum landsins! Húsakynnin á Bessastöðum virðast stöðugt vera að lækka. Ef til vill er þarna um sjónvillu að ræða í samanburði við rekstur embættisins, sem alltaf er að hækka. Helsta ástæðan er sögð umfang veislufanga, sem erfitt er að henda reiður á, einkum þegar kóngafólk lætur svo lítið að stíga niður fæti á gamla Fróni. Þingmenn tala ekki mikið um slíka smámuni á hinu háa Alþingi þótt utandagskrárumræðu hafi þurft til að kreista út fáeinar milljónir til lögbundinnar þjónustu við heyrnarskerta. Þrátt fyrir viðamiklar endurbætur á Alþingishúsinu, sem fóru himin hátt fram úr öllum kostnaðaráætlunum, eins og reyndar öll þau verk sem unnin hafa verið í tengslum við Al- þingi, tókst ekki að setja undir lekann á stefnuræðu forsætis- ráðherra til fjölmiðla, annað árið í röð. Bersýnilegt er að trúnaðarstimpill á skjölum til þingmanna er haldlítill. Vart getur það talist til fyrirmyndar né traustvekjandi. Utandagskrárumræður fyrstu vikur Alþingis gefa fyrirheit um líflegt þing þegar líða tekur á veturinn; þegar stóru málin koma til kastanna. Engan veginn er útséð með hver verður niðurstaða fyrirhugaðra skattalækkanna. Framsókn er vænd um að vera á móti lækkun virðisauka á matvæli. Prósentu- lækkunin gagnast best þeim tekjuhæstu. Þurfa öryrkjar að fara í mál eina ferðina ennþá? Einhvern tíma hefði nægt að Morgunblaðið segði að ,,ríkisstjórnin (gæti) ekki verið þekkt fyrir að efna ekki að fullu loforð sín við þennan hóp, sem stendur einna höllustum fæti í þjóðfélaginu.“ Hver veit hvað veturinn ber með sér? Ef til vill er pólitíkin eins og veðrið. Auðveldast að spá í hana eftirá. s.h. Kennarar hafa nú verið í verkfalli í þúsund vikur eða svo, og alltaf verður umræðan um það undarlegri. Rétt eins og hegðun svokallaðrar samninganefndar sveitarfélaga sem hefur gengið allt of langt til móts við kröfur Eiríks Jónssonar. Í raun og veru er að það aðeins fyrir blessunarlega þvermóðsku þessa Eiríks eða manna í kringum hann, sem ekki var skrifað undir gríðarlegan útgjaldasamning í vik- unni. En kennarar höfnuðu honum svo sveitarfélögin fá tækifæri til að ná áttum. Óvæntasta yfirlýsing vikunnar kom þó frá Þorgerði Gunnarsdóttur menntamálaráðherra sem taldi nú ástæðu til að velta fyrir sér hvort ekki ætti að færa grunnskólann frá sveitarfélögunum til ríkisins. Sveitarstjórnarmenn urðu auðvitað hinir verstu og Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson sem - eins og eðlilegt er og allir hljóta að sjá þó Vef- þjóðviljinn geri það að vísu ekki - er í senn oddviti minnihlutans í borgarstjórn Reykjavíkur og formaður Sambands íslenskra sveit- arfélaga, virtist í raun telja að Þorgerður hefði misst vitið. Ánægjuleg afmælishátíð hjá Tónlistarskóla Bolungarvíkur Margt góðra gesta á hátíðinni „Afmælishátíðin var mjög ánægjuleg“, segir Kristinn Jóhann Níelsson, skólastjóri Tónlistarskóla Bolungarvíkur en 40 ára afmæli skólans var fagnað um helgina. Hátíðin hófst á föstudagskvöld á djass- veislu kynslóðanna í Hömrum, sal Tónlistarskólans á Ísafirði, þar sem góðkunnir og hæfi- leikaríkir tónlistarmenn fram- kölluðu ljúfa tóna. „Tónleikarnir voru vel sótt- ir, mjög skemmtilegir og fjör- ugir enda færir tónlistarmenn á ferð“, segir Kristinn. Má þar nefna Djassband Villa Valla, Jón Pál Bjarnason gítarleikara, Tómas R. Einarsson bassaleik- ara og fleiri. Þá voru ýmsir viðburðir í boði til að minnast fjörutíu ára starfs skólans. Á laugardag var haldin tónvísindastefna í Tón- listarskóla Bolungarvíkur þar sem fyrstu skrefin í stofnun Tónvísindafélags Vestfjarða voru stigin. Þar var einnig fyrirlestur Unu Margrétar Jónsdóttur um leikjasöngva með sérstakri áherslu á Vest- firði. Í kjölfarið urðu skemmti- legar umræður á meðal gesta. Í gær var opnuð sögusýning og afmælisveisla með ýmsum uppákomum. Dagskránni lauk svo með söngtónleikum þar sem meðal annars komu fram Karlakórinn Ernir, nemendur og kennarar skólans. „Það var margt góðra gesta og vil ég þakka öllum sem sóttu viðburðina og var sér- staklega ánægjulegt að Ólafur Kristjánsson fyrrum skóla- stjóri skólans var viðstaddur á þeim flestum. Einnig vil ég þakka þeim sem auk skólans sameinuðu krafta sína til að gera hátíðina sem besta og má þar nefna sem dæmi mennta- málaráð Bolungarvíkur og Soffíu Vagnsdóttur sem að auki gaf stúdíótíma fyrir væntanlega hljómplötu kenn- ara og nemenda. Bæjaryfir- völdum sem gáfu Tónlistar- skólanum vandað rafmagns- píanó færi ég einnig þakkir. Hátíðin þjappaði fólki saman líkt og tónlistin sem færir fólk nær hvert öðru. Margar hug- myndir komu fram og meðvit- und um mikilvægi skólans var aukin“, segir Kristinn. Í tilefni af þessum merku tímamótum var gefinn út rit- lingur með afmælisefnisskrá og ágripi af sögu skólans og er unnt að nálgast hann hjá Tón- listarskólanum. thelma@bb.isMyndirnar tók Þorsteinn J. Tómasson. Stofnun Tónvísindafélags Vestfjarða í undirbúningi Hugmyndin viðruð á 40 ára afmæli Tónlistarskólans Í ritlingi sem gefinn hefur verið út í tilefni af 40 ára af- mæli Tónlistarskóla Bolungar- víkur viðrar Kristinn J. Níels- son skólastjóri þá hugmynd að stofnað verði Tónvísinda- félag Vestfjarða. Í grein sem Kristinn skrifar í fyrrnefndan ritling segir hann frá sögusýn- ingu sem haldin verður í tilefni afmælisins og segir m.a.: „Mig langar að vekja athygli á sögusýningunni, en þar er margt forvitnilegra hluta úr starfi skólans sem alla jafna eru ekki aðgengilegir. Þá vil ég líka nefna erindi Unu Margrétar Jónsdóttur, sem fjallar um rannsókn á leikja- söngvum með áherslu á Vest- firði. Tónlistarrannsóknir hafa lítið verið stundaðar hér um slóðir og engin stofnun eða félagsskapur sem heldur utan um slíka starfsemi. Í tengslum við erindi Unu Margrétar og 40 ára afmæli Tónlistarskóla Bolungarvíkur langar mig að nota tækifærið og stofna Tónvísindafélag Vestfjarða, félagsskap, sem myndaði umgjörð um tónlistarrann- sóknir og tónlistarfræði í fjórð- ungnum.“ Kristinn segist hafa um nokkurt skeið talið þörf á stofnun tónvísindafélags. „Hugmynd mín er sú að með stofnun slíks félags skapist umgjörð um allt það mikla starf sem unnið er og hefur verið unnið hér um slóðir í tónlist. Þannig verði hægt að ýta undir rannsóknir á tónlist og einnig að skrá þá miklu sögu tónlistar sem hér er til staðar. Það vantar líka að draga saman og hafa yfirsýn yfir allt sem tengist tónlist í fjórðungn- um. Það myndi auðvelda þeim sem starfa við listina störf sín. Slíkt gæti orðið vísir að tónminjasafni sem mér finnst tímabært að sé hér til staðar. Ég hef rætt þessa hugmynd við nokkra og fengið góðar undirtektir. Ég ákvað því að nota þessi tímamót í sögu Tónlistarskóla Bolungarvíkur til þess að koma henni á framfæri og síðan verður tíminn að leiða í ljós hvort hún verður að raunveruleika“ segir Kristinn. – hj@bb.is 44.PM5 12.4.2017, 10:466

x

Bæjarins besta

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.