Bæjarins besta


Bæjarins besta - 03.11.2004, Síða 9

Bæjarins besta - 03.11.2004, Síða 9
MIÐVIKUDAGUR 3. NÓVEMBER 2004 9 vera kominn niður á botninn til þess að hægt sé að spyrna í hann. Annað hvort beið dauð- inn mín eða ég gat spyrnt í botninn. Dauðinn var aldrei valkostur, kom aldrei til greina. Ég spyrnti eins fast í botninn og ég mögulega gat. Ég fór í tíu daga inn á Vog og hreinsaði lyfin úr líkamanum. Það var hreint helvíti. Svo sjúk og ógeðfelld var neyslan orðin að ég lifði fyrir að fara ekki í fráhvörf. Ég var alltaf að reyna að „ná núllinu“ og var aldrei í vímu í mínum huga. Fólk sem ekki þekkti mig sá ekki að ég var undir áhrifum lyfja. Vendipunkturinn verður sá að ég fer í hreinsun inni á Vogi og var síðan á Vík á Kjalarnesi í fjórar vikur. Það er nefnt eftirmeðferð sem er rangnefni því að þar fer hin eiginlega meðferð fram, á Vík eða Staðarfelli. Á Vík öðlaðist ég von um að lífinu sé hægt að lifa án lyfja. Áttaði mig á því að ég var að lifa lífinu í rétt- lætingum og blekkingum auk algerrar afneitunar á ástandi mínu. Ég var alveg búinn að missa heilbrigða sýn á lífið löngu áður og staðnaði í þroska um nokkur ár. Ég kem út í samfélagið í nóvemberlok 2001 og þremur dögum seinna er ég byrjaður að starfa sem leiðbeinandi í Ölduselsskóla í Reykjavík. Ég fór hræddur og ódeyfður út í samfélagið og fannst ég eiga óuppgerð mál við alla. Fannst ég vera dæmdur og sekur mað- ur, bara rétt ókrossfestur. En ég lagði spilin á borðið fyrir Daníel Gunnarssyni, skóla- stjóra Ölduselsskóla, og sagði honum sögu mína. Hann er öðlingsmaður sem ég á mjög mikið að þakka. Hann ákvað að gefa mér tækifæri og réð mig til starfa. Þarna starfaði ég í þrjá vetur sem leiðbeinandi, fyrst sem umsjónarkennari, svo stuðn- ingsfulltrúi og loks sérkennari. Ég kynntist kennarastarfinu á ótrúlega marga vegu. Ég fékk að þroskast og dafna, gera mis- tök og læra af þeim. Samfara því að ég fer að vinna byrja ég að taka til mínu lífi og gera upp við fortíðina. Ekki ein- ungis eftir bílslysið og afleið- ingar þess heldur frá A til Ö.“ Steig 12 spor „Ég fór í gegnum tólf spora kerfið. Ég gerði mér grein fyrir því að ég hafði ekki stjórn á lífi mínu og bæði var og er vanmáttugur. Ég var til að byrja með alveg vanmáttugur gagnvart læknadópinu. Það var númer eitt. Ég get ekki stjórnað því hvernig öðrum líður og hvað þeir hugsa. Ég get haft áhrif á það en get ekki stjórnað því. Að átta sig á þessu tvennu var mjög mikil- vægt: Vanmætti mínum og stjórnleysi. Þá fann ég minn æðri mátt. Áður taldi ég mig trúa á Guð þó ég væri bara ekki trúrækinn. Til að ná heilsu þurfti ég að finna minn æðri mátt á ný. Ég þurfti að trúa og treysta þess- um mætti fyrir sjálfum mér. Trúa að hann geti gert mig heilbrigðan að nýju. Því þó lyfin væru farin og líkaminn hreinn af þeim var ég enn óheilbrigður. Það átti eftir að vinda ofan af öllu ruglinu og geðveikinni sem ríkti þessi sex ár sem ég var í ruglinu. Margir halda að ef viðkomandi fer í meðferð og hætti að drekka sé vandamálið leyst. En þá fyrst þarf að taka á því. Þetta er eins og lambalæri. Það er ekki til- búið til neyslu þó úr plastinu sé komið. Þá fyrst hefst vinnan við eldamennskuna. Ótal lík- ingar má finna þessu til saman- burðar. Ég þurfti að vinna í mörgu, átti eftir að bæta fyrir margt og á enn eftir. Ég trúi því að Guð geti gert mig heilbrigðan að nýju án þess að það sé ein- hver ofsatrú. Það er minn eig- inn æðri máttur. Það skiptir ekki máli hvaða guð, bara trúa að eitthvað sé manni æðra. Ég gerði lista yfir þá sem ég hafði brotið gegn ævinni. Ég gerði lista yfir gremju, ótta, skaða. Fólk, hluti, stofnanir og fleira. Hvað sem er sem gerði mig graman, óttasleginn eða ég hafði skaðað með einum eða öðrum hætti. Ég taldi mig í fyrstu svo rólegan og gremju- lausan. En sjálfsskoðun í ein- rúmi gagnast engum og þess vegna gerir enginn þessa vinnu einn. Ég fór í gegnum þetta með trúnaðarmanni sem hafði sjálfur stigið þessi spor. Þegar við skoðuðum málin nánar kom í ljós að vissulega var ég gramur, óttasleginn og hafði skaðað marga. Mörg hundruð atriði voru á listunum. Ég hafði valdið mörgum skaða meðan ég var í neyslu. Beint eða óbeint. Ég skrifaði það niður eins heiðarlega og ég gat og uppfæri reglulega. Svo fór ég yfir það með trúnaðar- manninum. Ég áttaði mig á því að ástæða þess sem miður fór í mínu lífi var ekki að fólk væri fífl eða einhver leiðin- legur, heldur mínir eigin brest- ir. Eigingirni mín, ótti, gremja, tilætlunarsemi, sjálfselska og tillitsleysi. Brestirnir í sjálfum mér. Þeir eru orsök alls sem úrskeiðis fer í mínu lífi. Ef einhver gerir manni rangt til, þá getur maður spurt sig hvort eitthvað í manns eigin hegðun eða framkomu gæti hafa leitt til þessara viðbragða viðkom- andi. Yfirleitt er hægt að finna einhvern brest sem olli því að þessi gerði þetta eða hitt slæmt gagnvart mér eða hreytti ein- hverju í mig og svo framvegis. Þegar ég hafði áttað mig á því að brestir mínir og hömlur eru mitt vandamál þarf ég að fylgjast með þeim. Ég bið al- mættið að taka þá frá mér og geri það á hverjum degi. Reyni að taka eftir því þegar þeir koma upp í hversdagsleikan- um, sem þeir vissulega gera. Þeir hverfa aldrei alveg og ég verð aldrei búinn með þetta verkefni. Ég þarf sífellt að vinna í því, vinna í sjálfum mér. Svo þarf ég að bæta fyrir brot mín og mæta hverjum og einum sem ég hef séð að þörf er á að gera yfirbót gagnvart. Ég fer þá til viðkomandi og segi þeim að ég geri mér í dag grein fyrir því hvernig ég var á þessum tíma og bið þá af- sökunar á því sem ég gerði þeim. Ef eitthvað er sem ég get gert til að bæta fyrir það sé ég fús til þess. Allir sem þekkja til þessa kerfis eiga sitt eina stóra mál, erfiðara og verra en öll önnur, sem því miður verð- ur oft ástæða þess að viðkom- andi hrökklast frá í ótta við að horfast í augu við það. Mitt stærsta mál var að ég setti foreldra besta vinar míns nánast á hausinn. Þau voru í góðmennsku sinni að reyna að hjálpa mér. Gengu í ábyrgð- ir fyrir mig. Lánið flæktist í mörg ár og hlóð utan á sig vöxtunum og varð að stórri upphæð sem féll á þau. Þau þurftu að ganga í gegnum hel- víti út af þessu. Það var mitt stærsta yfirbótarverkefni og er enn í dag. Ég get aldrei bætt fyrir gremju, tíma, orku eða ótta en ég get reynt að bæta þeim fjárhagsskaðann og er að því í dag. Einnig gengur bati minn út á það að hjálpa öðrum sem hafa gengið í gegn- um það sama og ég. Þeir eru mjög margir og ég hafði enga hugmynd um það. Það fer eng- inn einn í gegnum svona lagað. Ég var leiddur í gegnum ferlið af manneskju sem hafði farið í gegnum það áður og það sama gæti ég gert fyrir einhvern ann- an. Til dæmis ef svo færi að þetta viðtal yrði til þess að einhver fái von eða sjái leið út sínum erfiðleikum, þá er það frábært. Þó að það væri bara einn.“ Fór ekki út á galeiðuna aftur „Það voru margar stórar upplifanir og margt sem kom mér spánskt fyrir sjónir í gegn- um ferlið. Meðal annars var það að trú og trúarbrögð eru algjörlega sitt hvor hluturinn. Við trúum á peninga, karlar trúa á konur og við trúum á völd. Það er trú, en trúarbrögð eru allt annað. Kristin trú, Búddatrú eða Íslam eða hvað sem er. Það er það sem ég á við með því að trúa á æðri mátt en ekki innan ákveðinna trúarbragða. Æðri máttur hefur fengið svo neikvæða merkingu í samfélaginu en er bara trú á mátt sem er æðri þér. Það getur verið hvað sem er. Hjá mörg- um er það Guð í kristinni trú. Þegar ég tala um guð er ég að meina minn eigin æðri mátt. Mikilvægt er að velja sér sinn eiginn mátt og í raun og veru nauðsynlegt í tilfellum eins og mínu. Ég fer í gegnum ferlið við að gera hreint í mínu lífi og gengur vel. Mér er hjálp- að. Mér eru gefin tækifæri og ég læri af mistökum mínum þegar ég geri þau. Starfsfólk Ölduselsskóla, nemendur og foreldrar og yfirmenn mínir ásamt sporakerfinu komu mér á legg. Komu mér inn í samfé- lagið á ný. Að vera innan skólakerfisins og á meðal barna eru mikil forréttindi. Þakklæti mitt í garð þessa fólks er svo mikið að það er með ólíkindum. Ég á Öldusels- skóla og öllum sem tengjast honum svo mikið að þakka. Ég fór frá skólanum óvænt þegar ég varð fyrir áfalli í lífi mínu. Þau stóðu hundrað pró- sent við bakið á mér og það varð meðal annars til þess að ég fór ekki út á galeiðuna aftur. Leitaði ekki á náðir lyfja eða fór á fyllirí. Ég hélt enn fastar í trúna sem ég hafði öðlast. Ég hafði fólk í kringum mig sem var ávallt reiðubúið að hjálpa mér. Þannig fór ég gegnum áfallið eins og fólk fer í gegn- um áföll. Það tók tíma og var erfitt en það tók líka enda. Endaði eins vel og það mögu- lega gat endað.“ Hljóp af sér 35 kg á einu ári Þrátt fyrir að hann væri laus við fíknina og kominn í gott starf beið Hallgríms önnur bar- átta sem átti eftir að betrum- bæta líf hans. „Þegar ár án lyfja var liðið leið mér mjög illa með holda- far mitt. Ég var akfeitur og það var farið að hafa áhrif á allt í lífi mínu. Ég var orðinn 114 kíló. Ég fór á endurmennt- unarnámskeið í skólanum þar sem Jóhann Ingi Gunnarsson íþróttasálfræðingur hélt fyrir- lestur um það meðal annars hversu mikilvægt það sé að setja sér skrifleg markmið. Ég var kominn í uppgjöf og í þeim hugleiðingum að gera eitthvað í mínum málum. Þarna var komin sama uppgjöf og varð til þess að ég hætti lyfjaneysl- unni. Ég þurfti að gefast upp fyrir áti og offitu. Áður en ég lenti í bílslysinu var ég að spila handbolta, var í fínu formi að vinna á leikskóla og á bílaverk- stæði föður míns. Ég hafði mikla orku og þráði hana aftur. Orð Jóhanns Inga um skrif- leg markmið, þess mæta manns sem ég á enn eftir að þakka og geri hér með opinber- lega, þau límdust í hausinn á mér. Ég fór beint heim og skrifaði hvernig ég skyldi fara hægt og rólega út að hlaupa. 16. ágúst 2002 fer ég út að hlaupa í fyrsta sinn. Með brot- inn hryggjarlið fer ég og silast um götur Seljahverfisins í Breiðholti. Fer löturhægt af stað, er bara korter og kem móður og másandi heim. En ég held áfram og næsta dag fer ég aðeins lengra. Í annarri viku er ég farinn að hlaupa svolítið lengra og ögn hraðar. Hallgrímur Sveinn ásamt dóttur sinni Hrefnu Maríu. Skokkið þróast í að vera hlaup á næstu vikum sem urðu mán- uðir og kílóin fuku af. Ég fór bara rólega af stað, hafði skrif- lega áætlun og stóðst hana. Ég ætlaði að ná mér niður í kjör- þyngd. Að auki sneri ég mataræð- inu við. Öðruvísi er þetta ekki hægt. Borða minna, hreyfa sig meira, er það sem þetta snýst um. Ég klippti í fyrstu út hvítan sykur og minnkaði til muna brauðmeti. Hætti að borða feit- an mat og að drekka sætt gos. Lét allt vera sem flokkaðist undir nammi. Ég léttist hratt. Þegar ég byrjaði að hlaupa höfðu flestir önnur og betri ráð handa mér. Þeir töldu að fara út að hlaupa væri dæmt til að mistakast. Ekki höfðu margir trú á því að ég myndi ná þeim árangri sem raunin varð. Ég hélt ótrauður áfram með hvatningu góðra vina. Að komast af erfiða vetur kenn- andi í Ölduselsskóla var oft erfitt því ég dró langan skulda- hala sem enn er verið að vinna á og mun taka næstu áratugina. Ef ekki hefði verið fyrir séra mig ekki á því að þetta væri spegilmynd mín. Ég stoppaði og gáði betur og þetta var ég. Breytingin var það mikil.“ Bónorð og maraþon „Frá því að ég hleyp fyrsta maraþon mitt kenni ég fram að áramótum í Ölduselsskóla. Úr Reykjavík flyt ég í fyrsta skipti á ævinni um áramótin og segi upp í Ölduseli, sem var afskaplega erfið og sár ákvörðun, en tímabilið þarna var eins og áður segir mjög erfitt og viðkvæmt. Frá Reyk- javík flyt ég á Ljósafoss í Grímsnes- og Grafningshreppi til kærustu minnar, Maríu Hrannar Kristjánsdóttur, sem er besta kona í heimi auk mömmu og var að kenna í Ljósafossskóla. Við Maja kynntumst gegn- um fjarnámið í Kennó og ég elska hana Maju mína óendan- lega mikið. Hún er ólýsanlega frábær. Við trúlofuðum okkur á aðfangadagskvöld 2003. Ég fór á hnén fyrir framan móður hennar og pabba eftir að allir höfðu opnað pakkana sína og þá fannst alveg óvart einn lítill pakki inn í jólatrénu og í hon- um var trúlofunarhringurinn. Ég lenti á skeljunum og bað hana auðmjúklega að giftast mér með leyfi foreldra hennar. Hún fór alveg hjá sér greyið en sagði sem betur fer já. Ég fékk þann heiður að kenna aðeins í Ljósafossskóla síðasta fulla starfsár skólans. Þar fengum við hjónaleysin að vinna með frábæru fólki á borð við skólastjórahjónin sem þar voru, Daða Ingimundarson og Olgu Jóhannsdóttur, ásamt dóttur þeirra Árnýju, sem eru frábært vinafólk okkar og kært í dag. Dásamlegt og gott fólk þar á ferð! Á Selfossi kynnist ég svo hlaupahópnum Frískum Flóa- mönnum. Með þeim fékk ég að þroskast og þróast sem hlaupari. Þeir kenndu mér mikið um hlaup. Til þessa hafði ég hlaupið einn. Gildi þess að hlaupa með öðrum er mjög mikilvægt og gagnlegt. Hlaupin með Frískum Flóa- mönnum urðu til þess að þegar kom að næsta Reykjavíkur- maraþoni setti ég mér það markmið að hlaupa undir fjór- um klukkutímum, sem er býsna stíft og kallar á stöðugt Bjarna Karlsson og fjölskyldu hans og Laugarneskirkju auk framkvæmdastjórans Sigur- björns Þorkelssonar hefði ég ekki lifað af harða vetur. Selja- kirkju á ég líka mikið að þakka. Óttar Guðmundsson hlaupari og vinur gaf mér góð ráð. Ég á Árna Tómasi Ragn- arssyni lækni í Reykjavík óendanlega mikið að þakka og fjölda fólks sem studdi mig. Ég hljóp af mér 35 kíló á einu ári. 17. ágúst 2003 eða réttu ári eftir að ég byrjaði að hlaupa var ég kominn úr 114 kílóum niður í 79 kíló. Ég hljóp heilt Reykjavíkurmaraþon á 4 klukkustundum og 17 mínút- um án þess að stoppa. Ég grét af gleði, þetta var kraftaverk. Annað kraftaverk í mínu lífi. Í raun og veru var það miklu meira en það. Ég þurfti sífellt að skerpa á markmiðunum. Ég var búinn að ná þeirri þyngd sem ég ætlaði mér og þurfti því að setja mér hærri skrifleg markmið. Fólk sem ég hafði ekki hitt í nokkurn tíma þekkti mig ekki þegar ég mætti því á götu. Vinir mínir og kunningj- ar hváðu þegar ég heilsaði þeim og trúðu því varla að þetta væri ég. Sjálfur gekk ég tvisvar framhjá spegli og áttaði 44.PM5 12.4.2017, 10:469

x

Bæjarins besta

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.