Bæjarins besta - 03.11.2004, Qupperneq 10
MIÐVIKUDAGUR 3. NÓVEMBER 200410
og frekar hratt meðaltempó.
Á hlaupamáli er það 5:39
tempó – mínútur á hvern kíló-
metra – alla 42,2 kílómetrana.
Ég hljóp eins og ég mögulega
gat og náði markmiðinu með
tímanum 3 klukkustundir og
58 mínútur. Ég er mjög stoltur
af þeim árangri. Ég varð fyrst-
ur Íslendinga á aldrinum 20 til
30 ára til að ljúka hlaupinu
undir fjórum klukkutímum.
Að verðlaunum hlaut ég far-
andbikar til minningar um
Guðmund Karl Gíslason, sem
lést af slysförum í júní á árinu.
Hann var mikill og góður
hlaupari auk þess að vera öðl-
ingspiltur. Og þó svo ég hafi
ekki þekkt hann persónulega,
þá höfðum við hlaupið nokkur
hlaup saman án þess að vita af
hvor öðrum. Án efa skipst á
nokkrum orðum. Merkilegt að
hugsa til þess.
Hvað sem því líður, þá er
þetta mikill heiður fyrir mig,
sem hef verið nær því að vera
dauður en lifandi eftir bílslys
og afleiðingar þess. Bikarinn
hef ég til varðveislu í ár og
ætla mér svo sannarlega að
vinna hann aftur að ári. Einnig
fékk ég flugfarseðil frá Ice-
landair til Evrópu með það ef
til vill í huga að hlaupa mara-
þon erlendis, sem væri stór-
kostlegt. Ég er þeim afskap-
lega þakklátur sem stóðu að
þessu og óska hlaupahópnum
sem hleypur frá Vesturbæjar-
lauginni í Reykjavík alls hins
besta.“
Þakklæti er
stórkostleg tilfining
„Ég ítreka hve þakklátur ég
er. Og ef ég finn ekki fyrir
þakklæti, þá er eitthvað að sem
þarf að skoða. Ég leita þá inn
á við og til míns æðri máttar
og finn yfirleitt fljótlega hver
lausnin er. Egóið í mér er kom-
ið til að trufla mig og mína.
Brestir mínir grassera en þá
tekur maður á þeim og kveður
þá niður með trú og trausti
eins og áður sagði. Þannig held
ég hreinu borði. Nú bý ég í
Súðavík sem umsjónarkennari
fyrsta og annars bekkjar og er
í verkfalli sem stendur. Konan
mín kennir myndmennt og er
umsjónarkennari á unglinga-
stigi. Einnig er ég útibússtjóri
Tónlistarskóla Ísafjarðar í
Súðavík. Hér setti ég upp
hljóðver og keypti inn tæki
fyrir skólann og sveitarfélagið.
Núna er hér fullbúið upptöku-
stúdíó með fullbúnu trommu-
setti á sérsmíðuðum trommu-
palli. Hér eru græjur og hljóð-
færi fyrir hvaða rokk-, popp-
eða klassíska grúppu sem er
og nú þegar hefur myndast
vísir að tveimur hljómsveitum
en þetta er allt erfitt sökum
verkfallsins. Ég kenni fimm
til sex nemendum á dag í tón-
listarskólanum og er með um
55% nemenda grunnskólans í
námi þar.
Í Súðavík er mjög gott að
hlaupa. Ég hef lítillega tengst
hlaupahópnum Riddurum
Rósu á Ísafirði og hlaupið með
þeim. Þau eru víst að skipta
yfir á gönguskíðaæfingar sem
ég hef aldrei spreytt mig á.
Við skulum sjá hvað setur í
vetur“, segir Hallgrímur og
brosir.
„Við fengum fimm góð til-
boð frá skólastjórum víðs veg-
ar um landið og þrjú voru frá
skólum í um 80 kílómetra rad-
íus frá Reykjavík. En tilboðið
frá Súðavík var hreinlega lang-
best. Við litum á það sem æv-
intýri að koma hingað, sem
það vissulega er nú þegar orð-
ið. Fjárhagslegar forsendur
þess að við komum hingað
eru hins vegar brostnar með
verkfallinu en það ræður eng-
inn við. Verkfallið kemur öll-
um illa og bitnar verst á börn-
unum. Þó að við getum kvartað
yfir því að vera langt frá fólk-
inu okkar, þá er það ekkert
miðað við það sem aðrir þurfa
að líða fyrir verkfallið. Þó að
ég styðji auðvitað kennara, þá
eru foreldrar og börnin í skelfi-
legri aðstöðu. Ég vona innilega
að þeir fari að semja og verk-
fallinu að ljúka.
Anna Lind Ragnarsdóttir
skólastjóri hefur verið okkur
innan handar og reynst okkur
mjög vel eins og fleiri. Við
höfum fundið okkur dálítið ein
eftir að verkfallið skall á. Einn-
ig hefur sveitarstjórinn og fólk
hans tekið okkur mjög vel. Í
Súðavík er mjög gott fólk og
okkur hefur fundist auðvelt að
komast inn í samfélagið. Okk-
ur finnst við vera mjög vel-
komin og móttökurnar hafa
verið frábærar. Tónlistarskóli
Ísafjarðar hefur líka reynst
okkur vel og stutt okkur. Sem
dæmi, þá hef ég fengið frjálsar
hendur með uppsetningu á
hljóðverinu og til kaupa á
tækjum fyrir útibúið og hljóð-
færum. Mér var veitt mikið
traust og fyrir það er ég mjög
þakklátur. Bara verst með
þetta verkfall. Það hefur vissu-
lega haft neikvæð áhrif á starf-
semi Tónlistarskólans og úti-
búsins. En hér fer kennsla fram
alla virka daga og mætingin
hefur verið mjög góð miðað
við það sem maður hefur heyrt
annars staðar frá, meðal annars
úr Reykjavík.
Í Súðavík þekkja allir alla
og tengjast með einum eða
öðrum hætti. Það hefur komið
mér mjög á óvart hversu mikið
allir venslast, tengjast, þekkj-
ast og vita hverjir af öðrum.
Sem er bara fyndið og gott
mál. Ólíkt því sem ég er vanur.
Í Reykjavík fer ég út í búð án
þess að eiga eitt einasta orð
við neinn og þekki sennilegast
engan þar. Hér er þessu þver-
öfugt farið og maður kemst
með herkjum í gegnum búðina
og skammirnar í Óskari sem
er meinlausasti húðskammari
sem ég þekki og mikill öðling-
ur.“
– Ertu kvalalaus í dag?
„Ég er ekki alveg svo hepp-
inn. Ég er enn með skaddaðan
hryggjarlið og hálsliðirnir eru
misfastir, þannig að í þeim
brakar og er sárt. Flutningarnir
hingað vestur fóru illa með
mig líkamlega þar sem ég
beitti mér of mikið við burð
og fleira, þvert gegn betri vit-
und. Það hefur kostað miklar
kvalir undanfarna tvo mánuði
en með góðri hjálp og trú hefur
það jafnað sig nánast að fullu.
En almennt séð er ég þakk-
látur fyrir hvern dag og brosi
framan í heiminn kvalalaus
eða því sem næst alltaf. Hlaup-
in hafa einhvern veginn hlíft
þessum meiðslum mínum og
hjálpað til á einhvern óskiljan-
legan hátt. Ég mun svo sannar-
lega halda þeim áfram og
sækja sigur í heilu maraþoni
að ári. Ég ætla að vinna sama
bikar og utanlandsferð og ég
var að vinna nú um daginn. En
það eru minnstu hlutir sem
geta kallað fram kvalaköst.
Eins og til dæmis uppvask. Þó
að ég hafi ekkert á móti því og
er nú talinn til snyrtilegri
manna held ég bara, þá er þar
einhver líkamsbeiting sem ég
þoli illa. Suma daga er ég verri
en aðra en ég hef lært að lifa
með þessu. Ég reyki ekki,
drekk ekki og tek ekki lyf.
Fyrir það að geta lifað lífinu
hreinn og beinn er ég óendan-
lega þakklátur.“
– thelma@bb.is
Hallgrímur Sveinn varð fyrstur Íslendinga á þrítugsaldri til að ljúka Reykjavíkurmaraþoninu og hlaut fyrir vikið farand-
bikar til minningar um Guðmund Karl Gíslason, hlaupara sem lést af slysförum í júní á þessu ári.
44.PM5 12.4.2017, 10:4610