Bæjarins besta


Bæjarins besta - 12.03.2003, Blaðsíða 7

Bæjarins besta - 12.03.2003, Blaðsíða 7
MIÐVIKUDAGUR 12. MARS 2003 7 Hólsvélar ehf. í Bolungar- vík áttu lægsta tilboð í lögn stálplöturæsis í Ausuá í Dýra- firði ásamt tilheyrandi fyll- ingu, burðarlagi og frágangi, svo og breikkun vegar neðan Bræðrabrekku á 160 metra kafla ásamt endurnýjun rof- varnar. Sex tilboð bárust og var gríðarlegur munur á hæsta og lægsta tilboði. Tilboð Hóls- véla var rúmlega 1,9 milljónir króna en hæsta tilboð átti Ingi- leifur Jónsson ehf., Svína- vatni, rétt tæpar 7 milljónir króna. Kostnaðaráætlun Vegagerð- arinnar var rúmlega 3,8 millj- ónir króna, þannig að tilboð Hólsvéla ehf. var aðeins 50,9% af kostnaðaráætlun en tilboð Ingileifs var 183,3% af kostnaðaráætlun. Munurinn á tilboðunum var því rúmar fimm milljónir króna. Tilboð- in voru opnuð fyrr í þessari viku. Græðir sf. á Flateyri bauð tæplega 2,4 milljónir (62,2% af kostnaðaráætlun), Tígur ehf. í Súðavík bauð rúmlega 2,4 milljónir (63,6%), Brautin sf. Þingeyri bauð tæplega 3 milljónir (77,4%) og Kubbur ehf. á Ísafirði bauð rétt tæpar 4 milljónir króna (94,4%). Verkinu skal lokið eigi síðar en 15. júlí í sumar. Með lægsta boð í vega- framkvæmd í Dýrafirði Hólsvélar ehf. í Bolungarvík Húsafriðunarnefnd ríkisins hefur ákveðið að veita 750 þúsund króna styrk úr húsa- friðunarsjóði til húsakönnun- ar í Bolungarvík. Magnús Skúlason, forstöðumaður nefndarinnar, heimsótti Bol- ungarvík laust fyrir síðustu jól og sat fund menningarráðs Bolungarvíkur, þar sem farið var yfir lista um merk hús í bæjarfélaginu og farið í skoð- unarferð. Í framhaldi af því var sótt um styrk til húsakönn- unar í bæjarfélaginu, en þar er um að ræða úttekt á bygg- ingum sem teljast merkilegar frá menningarsögulegu eða byggingarsögulegu sjónar- miði. Hlutverk húsafriðunarsjóðs lögum samkvæmt er að veita styrki til viðhalds og endur- bóta á friðuðum húsum og mannvirkjum. Heimilt er að veita styrki til viðhalds ann- arra húsa en friðaðra sem að dómi húsafriðunarnefndar hafa menningarsögulegt eða listrænt gildi. Sjóðnum ber enn fremur að stuðla að bygg- ingarsögulegum rannsóknum og útgáfu rita um þær. Styrkveitingin til Bolungar- víkur er bundin því skilyrði, að húsakönnunin verði gerð í samráði við Húsafriðunar- nefnd og haft verði samráð við nefndina um ráðningu arkitekts til verksins. Styrk- urinn fellur niður um næstu áramót ef hann er ekki nýttur, nema sérstaklega sé sótt um frestun, og verður þá tekin afstaða til þess. Menningarráð Bolungarvíkur hefur þetta mál með höndum af hálfu Bol- ungarvíkurkaupstaðar. Meðal merkustu húsa í Bolungarvík má nefna Hóls- kirkju. Hún er timburkirkja, tilsniðin í Noregi og reist 1908 eftir teikningum Rögnvaldar Ólafssonar arkitekts. Styrkur veittur til húsa- könnunar í Bolungarvík Húsafriðunarnefnd ríkisins Ekkert flug til Ísafjarðar er á áætlun hjá Flugfélagi Ís- lands á föstudaginn langa og páskadag. Arnór Jónatansson, umdæmisstjóri Flugfélagsins á Ísafirði, segir eftirspurn ekki nægjanlega til að halda úti flugi á þessum helgidögum. „Þetta hefur verið reynt í tvígang á öðrum stöðum og dagarnir eru ekki það vel nýttir að við sjáum ástæðu til að halda úti ferðum. Við munum hins vegar nota þá til flugs ef ófært er dagana á undan“, seg- ir hann. Eins og kemur fram á bls. 12 í blaðinu í dag segir Flugmálastjórn ekkert til fyrirstöðu af sinni hálfu að flogið verði til Ísafjarðar á þessum helgidögum eða öðr- um, ef sótt er um þjónustu í tæka tíð. Bæjaryfirvöld á Ísafirði og forsvarsmenn Skíðaviku Ís- firðinga hafa látið í ljós óskir um að áætlunarflug verði milli Ísafjarðar og Reykjavíkur þessa daga. Ekkert flug fyrirhugað á föstu- daginn langa og páskadag Flugfélag Íslands Ísafjarðarflugvöllur. KFÍ varð deildarmeistari með yfirburðum og glæsibrag Úrslitakeppnin um sæti í úrvalsdeild byrjar á Torfnesi á föstudagskvöld Körfuknattleiksfélag Ísa- fjarðar (KFÍ) sigraði með yfirburðum í 1. deildinni í körfubolta eins og unnendur íþróttarinnar vita. Ekki er þó allt búið enn, þótt deildar- meistaratitlinum sé náð, því eftir er keppni fjögurra efstu liða um sæti í úrvalsdeildinni (Intersportdeildinni) á næstu leiktíð. Úrslit urðu þau í 1. deild, að KFÍ fékk 28 stig úr 16 leikjum, vann fjórtán leiki og tapaði aðeins leikjunum tveimur á móti Reyni í Sandgerði. Lengi framan af mótinu virtist allt stefna í öruggan sigur Reynis en í seinni hlutanum gekk flest á afturfótunum hjá liðinu og það tapaði hverjum leiknum á fætur öðrum, sumum með miklum mun fyrir liðum sem voru miklu neðar á töflunni. KFÍ stæltist hins vegar með hverri raun og skorið í lokin var 1467 stig á móti 1253 eða 214 stig í plús. Það er marg- falt meiri stigamunur en hjá nokkru öðru liði. Í öðru sæti í deildinni varð Þór í Þorlákshöfn með 22 stig, Reynir í Sandgerði endaði með 20 stig og í fjórða sæti varð Ármann/Þróttur með 18 stig. Þessi lið keppa til úrslita en í fimmta sæti varð síðan Fjölnir með 14 stig. Úrslitakeppnin byrjar núna á föstudaginn kl. 20 en þá á KFÍ heimaleik á móti Ár- manni/Þrótti. Í úrslitakeppn- inni er það regla að lið nr. 1 og 4 mætast og lið nr. 2 og 3. Það lið sem er ofar á fyrsta heima- leik, svo og oddaleik ef til hans kemur. Síðari leikurinn á móti Ármanni/Þrótti, ef þeir verða aðeins tveir, verður leikinn í Laugardalshöllinni á sunnu- dag. Ef liðin vinna sitt hvorn leikinn verður oddaleikur í íþróttahúsinu á Torfnesi mið- vikudaginn 19. mars kl. 20. Sigurvegararnir úr einvígi KFÍ og Ármanns/Þróttar og úr einvígi Þórs í Þorlákshöfn og Reynis í Sandgerði eigast við í hreinum úrslitaleik föstu- daginn 23. mars. Oft var þörf en nú er nauð- syn að fjölmenna í Jakann á föstudagskvöldið og styðja við bakið á KFÍ í baráttunni fyrir sæti í úrvalsdeild á næstu leiktíð. Liðinu var boðið að leika í efstu deild á þessari leiktíð en forsvarsmenn þess töldu liðið ekki undir það búið. Betra væri að leika í 1. deild í vetur og byggja liðið upp og vinna sig upp um deild af eigin rammleik. Nú vant- ar aðeins herslumuninn á að sá áfangi sé í höfn. 10.PM5 18.4.2017, 10:337

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.