Bæjarins besta - 12.03.2003, Page 12
12 MIÐVIKUDAGUR 12. MARS 2003
Skelfileg nýlunda
Stakkur hefur ritað vikulega pistla í Bæjarins besta í mörg ár. Skoðanir hans á mönnum og málefnum hafa oft verið umdeildar og vakið umræður. Þær þurfa alls
ekki að fara saman við skoðanir útgefenda blaðsins. Þrátt fyrir það bera ábyrgðarmenn blaðsins ábyrgð á skrifum Stakks á meðan hann notar dulnefni sitt. bb.is
Þar sem púlsinn slær...
STAKKUR SKRIFAR
Mánudagsins 3. mars 2003 verður sennilega minnst, þegar fram í sækir,
fyrir að hafa orðið dagurinn þegar hin opinbera umræða breyttist á Íslandi.
Því verður ekki neitað að yfirlýsing Davíðs Oddssonar forsætisráðherra
þess efnis, að fyrrverandi aðstoðarmaður hans í forsætisráðuneytinu, Hreinn
Loftsson, sem að sjálfsögðu er Vestfirðingur eins og flestir þeir sem hafa
áhrif í íslensku þjóðlífi, hefði fært í tal við sig fyrir rúmu ári að sennilega
þyrfti að greiða forsætisráðherra 300, já þrjú hundruð milljónir íslenskra
króna, fyrir vináttu og vinsemd í garð Baugs hf., hefur komið flestum hugs-
andi Íslendingum í opna skjöldu. Þetta átti að hafa gerst í heimsborginni
London fyrir rúmu ári. Hið versta í öllu þessu máli er sú staðreynd, að
Hreinn Loftsson hefur viðurkennt að hafa fært þetta í tal við forsætisráðherra
í hálfkæringi. Á lagamáli er einfaldlega um mútur að ræða, sem eru refsi-
verðar samkvæmt almennum hegningarlögum, en þau eru frá árinu 1940. Í
109. grein hegningarlaganna kemur fram, að sá „sem gefur, lofar eða býður
opinberum starfsmanni gjafir eða annan ávinning til þess að fá hann til að
gera eitthvað eða láta eitthvað ógert, er hann með því bryti gegn starfsskyldu
sinni, skal sæta fangelsi allt að 3 árum eða, séu málsbætur fyrir hendi, fang-
elsi allt að einu ári eða sektum.“
Ekki þarf að velta vöngum lengi yfir því, að sú framkoma að kaupa sér
vináttu forsætisráðherra Íslands getur ekki talist neitt annað en mútur. Sig-
urður Líndal, prófessor í lögum við Háskóla Íslands til margra ára, lýsti því
yfir fyrir sléttri viku í Ríkisútvarpinu, að það, að hafa slíkt tilboð uppi í
hálfkæringi, væri ekkert annað en trúnaðarbrestur gagnvart þeim sem
fengi slíkt tilboð. Enn alvarlegra er, að Davíð Oddsson og Hreinn Loftsson
hafa verið persónulegir vinir til margra ára, sem var að sögn Davíðs ástæða
þess að hann veitti Hreini viðtalið illræmda. Ekki einasta það, heldur hefur
Hreinn, stjórnarformaður Baugs, einnig notið trausts Davíðs til þess að
fara fyrir einkavæðingu ríkisfyrirtækja.
Hvert stefnir í pólitískri umræðu þegar hin pólitísku verk stjórnmála-
manna í forystu ráða ekki lengur því hvernig litið er á verk þeirra, heldur
perónuleg sjónarmið pólitískra andstæðinga? Samfylkingin viðurkennir í
orði að í stjórnartíð Davíðs Oddsonar hafi ekki einasta miðað í rétta átt,
samanber ummæli Stefáns Jóns Hafstein í Íslandi í dag á Stöð 2 fyrir átta
dögum, heldur hafi orðið miklar framfarir á Íslandi. Hið sama staðfestir
OECD, sem reglulega fylgist með því er gerist í aðildarlöndum sínum.
Eftir stendur perónuleg árás á stjórnmálamann, sem hefur látið til sín taka,
en er ekki að allra skapi. Burtséð frá persónulegu mati okkar almennings
getur það ekki verið skoðun okkar, að stjórnmálamenn á Íslandi skuli
metnir eftir öðru en verkum sínum. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir mun vafa-
laust taka undir það sjónarmið, verði hún spurð.
Varnargarður fyrir ofan Seljalandshverfi á Ísafirði
Framkvæmdir hefjist á árinu
Bæjaryfirvöld í Ísafjarð-
arbæ vilja að framkvæmdir
við snjóflóðavarnargarð í
Seljalandshverfi hefjist sem
fyrst. Í stefnuræðu Halldórs
Halldórssonar bæjarstjóra
fyrir síðustu jól við gerð
fjárhagsáætlunar fyrir þetta
ár segir m.a.:
„Framlag til snjóflóða-
varna er aukið úr 1,3 millj-
.kr. í 11,3 millj. eða um 10
millj.kr. og er viðbótarféð
aðallega ætlað til að hefja
framkvæmdir við snjó-
flóðavarnir í samræmi við
forgangsröðun Ísafjarðar-
bæjar og Ofanflóðasjóðs frá
1999. Þar er varnargarður í
Seljalandshlíð fremst í for-
gangsröðuninni. Lögð verður
áhersla á að flýta öðrum fram-
kvæmdum sem skilgreind eru
í forgangsröðuninni, svo sem
vörnum í Holtahverfi sem eru
ekki áætlaðar fyrr en 2007.“
Í bréfi til Ofanflóðasjóðs
fyrir stuttu segir bæjarstjóri
m.a.:
„Hættumatsnefnd Ísafjarð-
arbæjar hefur fyrir nokkru
samþykkt hættumat fyrir
Skutulsfjörð og Hnífsdal. Þeg-
ar þetta er skrifað hefur um-
hverfisráðherra ekki sam-
þykkt hættumatið. Frá sam-
þykkt ráðherra hefur sveitar-
félagið sex mánuði til að
leggja fram aðgerðaáætlun
um varnir. Þó ekki hafi verið
gerð formleg samþykkt um
slíka áætlun hefur komið skýrt
fram í umræðunni að leita
verði allra leiða til að verja
byggð en ekki kaupa upp.
Vísað er til rammaáætlunar
um varnir gegn ofanflóðum
1999-2010 sem lögð var fram
á kynningu í nóvember 1999.
Þar kemur fram að áætlað var
að hefja framkvæmdir við
varnir í Seljalandshlíð árið
1999. Með tilvísan til texta í
stefnuræðu [sbr. hér að ofan]
er þess óskað, að Ofanflóða-
sjóður heimili framkvæmdir í
ár við þessar varnir, þannig
að hægt sé að bjóða út verkið
og hefja það í ár. Búið er að
vinna umhverfismat og skipu-
lag en skoða þarf hvort hægt
sé að stytta garðinn eitthvað
í neðri endann. Þar sem
skipulagsvinna og um-
hverfismat er frá því 1999-
2000 er rétt að fara yfir
þessa þætti.“
Afrit af þessu bréfi bæjar-
stjóra til Ofanflóðasjóðs var
lagt fram á fundi bæjarráðs
Ísafjarðarbæjar í gær. Ráðið
samþykkti að leggja til að
framkvæmdir við snjó-
flóðavarnargarð í Selja-
landshverfi verði hafnar
sem fyrst. Jafnframt ákvað
bæjarráð að óska eftir úttekt
á því, hvaða áhrif stytting
varnargarðs hefur á gildi
snjóflóðavarna í hverfinu.
Ákveðið hefur verið að
Hörður Ragnarsson, síðast að-
stoðarskólastjóri á Flúðum,
taki við starfi skólastjóra á
Þingeyri. Eins og fram hefur
komið óskaði skólastjórinn
sem verið hefur á Þingeyri
síðustu ár eftir lausn frá starfi
fyrir skömmu.
Hörður hóf kennsluferilinn
í Reykjanesi við Djúp fyrir
tuttugu árum og kenndi þar í
nokkur ár. Eftir það kenndi
hann í skólum á höfuðborgar-
svæðinu og við Heiðarskóla í
Leirársveit þar sem hann var
aðstoðarskólastjóri síðustu
árin. Um tíma var hann for-
stöðumaður söludeildar
Námsgagnastofnunar.
Hörður er nýkominn vestur
og hefur engin fjölskyldu-
tengsl við Vestfirði. „Ég kunni
ljómandi vel við mig inni í
Reykjanesi og mér líst ekki
verr á mig hérna.“ Ráðning
Harðar í stöðu skólastjóra á
Þingeyri verður staðfest form-
lega á bæjarstjórnarfundi á
morgun að tillögu fræðslu-
nefndar og bæjarráðs.
Hörður Ragnarsson
ráðinn skólastjóri
Grunnskólinn á Þingeyri
Beituverkefninu í Norðurtangahúsinu þokar áfram
Línurnar ættu að
skýrast með vorinu
Fyrirtækið Aðlögun ehf.
festi um áramótin kaup á hús-
eigninni Sundstræti 45 á Ísa-
firði sem á sínum tíma til-
heyrði Hraðfrystihúsinu
Norðurtanga hf. Ætlun Að-
lögunar með kaupunum á hús-
inu er að hefja þar nýstárlega
beituvinnslu, eins og hér kom
fram á sínum tíma.
Sveinbjörn Jónsson, annar
eigenda fyrirtækisins, segir að
verið sé að þoka málinu
áfram. Hann kveðst vonast til
þess að línur skýrist með vor-
inu og hægt verði að hefja
framleiðslu í húsinu í haust.
„Þetta horfir í rétta átt en
tekur meiri tíma en hæfir óþol-
inmóðum mönnum“, segir
Sveinbjörn. Hann segir húsið
bjóða upp á mikla möguleika.
„Þetta er vandað hús og á eftir
að skapa góða umgjörð um
starfsemina“, sagði hann.
Línuútgerð hefur verið
veigamikill þáttur í atvinnu-
lífinu á norðanverðum Vest-
fjörðum undanfarin ár og segir
Sveinbjörn að á svæðinu sé
að finna mikla kunnáttu á því
sviði. „Ætlunin er að sækja í
þennan þekkingarbrunn. Ég á
von á því að starfsemin falli
vel að aðstæðum á svæðinu
og verði þar samkeppnishæf.“
Sveinbjörn Jónsson fyrir framan húsnæðið.
Flug til Ísafjarðar á föstudaginn langa og páskadag
„Það virðist ekki öllum
ljóst, að í 42ja ára sögu Ísa-
fjarðarflugvallar hefur al-
drei verið flogið áætlunar-
flug til Ísafjarðar eftirtalda
hátíðisdaga, þ.e. nýársdag,
föstudaginn langa, páska-
dag og jóladag. Sé það vilji
eða ósk viðkomandi flugfé-
lags að breyta þessu og hefja
áætlunarflug á einhverjum
af þessum dögum, þá þarf
aðeins að gæta þess að ósk
um það berist til Flugmála-
stjórnar það snemma að það
raski ekki gerðum kjara-
samningum. Fyrirvari um
breyttar vaktir vaktavinnu-
fólks er einn mánuður.“
Þetta kemur fram í bréfi
frá Guðbirni Charlessyni,
umdæmis- og flugvallarstjóra
Flugmálastjórnar á Ísafirði, til
bæjaryfirvalda á Ísafirði. Fram
hafa komið óskir um að vegna
Skíðaviku verði hægt að fljúga
áætlunarflug til Ísafjarðar á
föstudaginn langa og páska-
dag.
Guðbjörn segir það alranga
ályktun, ef talið sé að það hafi
verið vegna ónógrar þjónustu
af hálfu Flugmálastjórnar að
ekki hafi verið flogið til Ísa-
fjarðar á stórhátíðardögum á
Skíðaviku á undanförnum ár-
um. „Flugmálastjórn hefur
alla tíð haft það að leiðarljósi
að hafa bæði mannskap og
tækjabúnað til taks og reiðu-
búið til starfa hvort sem er
fyrir sjúkraflug eða áætlunar-
Engin fyrirstaða
hjá Flugmálastjórn
flug“, segir Guðbjörn í bréfi
sínu.
Hann segir að óskir um
flug á áðurnefndum dögum
hafi ekki verið lagðar fram
í tæka tíð. „Það er einlæg
von okkar, að nú berist ósk
um þjónustu á stórhátíðar-
dögum nægilega snemma
svo hægt verði að afgreiða
málið á eðlilegan hátt“, seg-
ir Guðbjörn í bréfinu.
10.PM5 18.4.2017, 10:3312