Bæjarins besta


Bæjarins besta - 09.04.2003, Side 8

Bæjarins besta - 09.04.2003, Side 8
8 MIÐVIKUDAGUR 9. APRÍL 2003 Lestu nýjustu fréttir daglega á www.bb.is Þróunin á sér ýmsar myndir – heimsókn til séra Baldurs Vilhelmssonar, fyrrum prófasts, sem setið hefur Vatns- fjörð í hartnær hálfa öld Í sumar eru fjögur ár liðin frá því að séra Baldur Vilhelmsson í Vatnsfirði við Djúp lét af embætti prófasts í Ísafjarðarprófasts- dæmi. Þá hafði hann gegnt því embætti í rúman áratug en verið prestur í Vatnsfirði frá sumri 1956. Prófastsstarfinu sleppti hann lögum samkvæmt á sjötugsafmælinu 22. júlí 1999 en lét af prestsembætti um mánaða- mótin þar á eftir. Þá hafði hann bollokað í Vatnsfirði ríflega 43 árin. Eftir það var hann iðulega kvaddur til að gegna einstökum prestsverkum hjá gömlum sóknarbörnum eins og gamlir prestar gera iðulega, svo sem til að skíra börn. Við heimsækjum séra Baldur á sunnudegi síðla í mars. Ferðin frá Ísafirði gengur fremur seint. Vegir eru slæm- ir þar sem bundnu slitlagi sleppir. Öðru hverju liggur leiðin um skúrabelti og stund- um er lemjandi slydda eða snjókoma. Stund- um er bálhvasst og stundum hægviðri. Stundum skín sólin glatt á undraveröldina við Ísafjarðardjúp. Það eru öll veður í Djúpi þennan dag. Baldur Vilhelmsson pastor emeritus er einn heima í Vatnsfirði þessa dagana. Eig- inkona hans í bráðum hálfa öld, Ólafía Salvarsdóttir úr Reykjafirði handan við nesið, hafði skroppið suður eins og hún gerir stundum. Börnin þeirra eru flest búsett fyrir sunnan. Sjálfur hefur hann ekki farið suður að Faxaflóa í heilt ár, að hann minnir. „Ég bjarga mér alveg sjálfur þegar konan er fyrir sunnan. Ég hef lært af einverunni að sjóða mér mat. Auk þess býr hún í haginn fyrir mig áður en hún fer. Hefur til reiðu tilbúinn mat sem nægir að hita upp.“ Annars eru þau hjónin ein í Vatnsfirði. Ekki einu sinni köttur eða hundur. Búskapur prófi frá Háskóla Íslands. Strax eftir guðfræðipróf lá leiðin vestur að Djúpi. „Ég kom hér 4. júní 1956 og hafði tekið vígslu daginn áður. Þeg- ar ég fór vestur var allt orðið grænt í görðum fyrir sunnan. Ég sigldi inn Djúpið með Fagranesinu. Mér er minnis- stætt að þá var allmikil snjó- ræma með Snæfjallaströnd- inni og jafnvel skaflar á tún- um. Yfirbragð allt annað en syðra.“ Aldrei hafði Baldur komið á Vestfirði áður. Myndin sem blasti við honum var töfrandi. „Það var logn og blíða og sól- skin og Djúpið spegilslétt þeg- ar við sigldum inn, fuglalíf í algleymingi á sjó og landi og selir og allt yndislegt.“ Þegar ungi presturinn vakn- aði á morgnana í kvistherbergi í Vatnsfirði fyrsta sumarið sitt þar heyrði hann ekki gný drátt- arvéla heldur hvissið þegar sláttumaðurinn skáraði með orfi og ljá eins og tíðkast hafði á þessum stað í þúsund ár. Vélaöld og þróun eða öfug- þróun voru ekki gengnar í garð við Ísafjarðardjúp. Fyrsta haustið séra Baldurs í Vatnsfirði kemur skólastjór- inn í Reykjanesi og biður unga prestinn að kenna í vetur enda ekki langt á milli. Þann vetur var ráðskona í Reykjanesi ung stúlka úr Reykjafirði milli er aflagður. Öðru vísi mér áður brá. Sú var tíðin að Vatns- fjörður var eitt af auðugustu höfuðbólum landsins og fjöl- setinn staður. Í sóknunum við innanvert Ísafjarðardjúp stappar nú nærri mannauðn. Séra Baldur segir þetta vera framhald af hnignuninni sem varð norðan Djúps. „Þetta er víst kallað þróun. Núna nota menn orðið þróun um alla skapaða hluti. Líka um hnign- un. Fólkið norðan Ísafjarðar- djúps fluttist mikið til Ísafjarð- ar, Bolungarvíkur eða Hnífs- dals. Það gerði fólkið hér líka eða þá að það fluttist suður án viðkomu í bæjunum og þorp- unum hér fyrir vestan.“ Allt hefur sinn tíma. Þetta er það sem sumir kalla öfugþróun og séra Baldur kall- ar hnignun en aðrir einfaldlega þróun. Allt hefur sinn tíma, líka þróun, hvort sem hún snýr rétt eða öfugt. Þá heyrðist hvissið frá slættinum Séra Baldur er Skagfirðing- ur að uppruna, fæddur á Hofs- ósi og sleit þar barnsskónum margþvældu. Gekk mennta- veginn þegar hann var búinn að fá nýja skó. Lauk stúdents- prófi frá Menntaskólanum á Akureyri og síðan guðfræði- Vatnsfjarðar og Reykjaness, áðurnefnd Ólafía dóttir Salv- ars bónda Ólafssonar og Ragnheiðar Hákonardóttur frá Reykhólum. „Með okkur tók- ust þennan vetur þau kynni að segja má að við höfum trúlofast“, segir séra Baldur hógværlega. Og síðan hefur tíminn liðið. Einsetufólk í Vatnsfirði – Hvernig var að láta af embætti eftir alla þessa ára- tugi? „Ég fann dálítið fyrir því. Auðvitað var orðið lítið að gera. Fólkinu hafði fækkað mjög og sumar sóknirnar að heita má komnar alveg í eyði. En allt í einu var ég laus við að sinna neinu. Mörgum kann að finnast það kostur. Mér voru það viðbrigði. Þú ert staddur hér í Vatns- firði í dag, Hlynur Þór Magn- ússon úr Mosfellssveitinni, og í raun er þetta í eyði. Í og með dveljumst við hjónin hér vegna íbúðarhússins. Ef ekki væri kynt hér og haldið við húsum færi allt í niðurníðslu. Ég hafði mikið fyrir að byggja þetta hús eitthvað upp úr 1960 og kann illa við að það grotni alveg niður. Já, það fylgir þessu viss tómleiki. Ekki þar fyrir, ég fæ ótal símtöl. En veturinn er langur. Jafnvel þó að elstu menn muni ekki eins góðan vetur og þennan. Reyndar muna elstu menn yfirleitt ekki nokkurn skapaðan hlut, ef út í það er farið. Já, veturinn hér er langur miðað við það sem áður var. Hér var oftlega áður fyrr fjöldi fólks um jól og páska, eftir því sem sóknin bauð upp á, þó að það hafi nú orðið minna með árunum. Nú er ákveðinn tómleiki. Og ekk- ert við því að gera. Mér fellur ekki að flytjast alveg strax suður á malbikið. Líka er viss breyting að vera hættur bú- skapnum. Ég var á tímabili með um 200 fjár í húsum. Ég hætti alveg með búfé árið eftir að ég hætti sem prófastur eða þar um bil. Það bjargar einsetufólki, eins og ég get eiginlega kallað okkur hjónin, því að hér kem- ur oft enginn dögum saman, að ég hef gott bókasafn. Ég hef tekið til í því núna eftir að ég hætti og les eða hlusta á diska og kassettur. Mér þykir gott að hlusta á lestur. Ég held mig mjög við fornsögurnar og síðan eru ýmis nýrri verk til á diskum. Ólafur Jóhann yngri til dæmis, Laxness og fleiri af þessum yngri höfund- um, sem hægt er að kalla svo ef maður miðar við Snorra heitinn. Svo hefur maður út- 14.PM5 18.4.2017, 10:528

x

Bæjarins besta

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.