Bæjarins besta


Bæjarins besta - 23.04.2003, Side 4

Bæjarins besta - 23.04.2003, Side 4
4 MIÐVIKUDAGUR 23. APRÍL 2003 Lestu nýjustu fréttir daglega á www.bb.is bb.is Styrktar- og menningarsjóður Sparisjóðs Bolungarvíkur Veitir á þriðju milljón króna í styrki til þrettán aðila Fyrsta úthlutun úr Styrktar- og menningarsjóði Sparisjóðs Bolungarvíkur, sem stofnaður var árið 2001, fór fram í ráð- hússalnum í Bolungarvík á 95 ára afmæli sjóðsins fyrir skömmu. Þrettán aðilar hlutu styrki í þessari fyrstu úthlutun, sem á að verða árlegur við- burður, og nema þeir samtals á þriðju milljón króna. Styrkina að þessu sinni hlutu ýmis menningar- og íþróttafélög og samtök, flest þeirra í Bolungarvík og á Suð- ureyri en sjóðurinn er einnig með afgreiðslu. Þeir aðilar sem styrkina hlutu eru taldir hér á eftir ásamt greinargerð sjóðsins með úthlutuninni til hvers og eins. Ungmennafélag Bolung- arvíkur UMFB gegnir veigamiklu hlutverki í íþrótta- og æsku- lýðsstarfsemi í Bolungarvík. Meginþungi félagsins er barna- og unglingastarf og eru foreldrar burðarásar þess starfs. Fjölmennustu greinar- nar innan UMFB eru knatt- spyrna og sund. Félagið hefur nýverið keypt hús að Kirkju- vegi 1, sem miklar vonir eru bundnar við í félagsstarfinu. Styrkurinn er veittur UMFB til að deila niður á starfsemina eftir því sem félagið telur best. Golfklúbbur Bolungar- víkur Golfklúbburinn hefur á undanförnum árum lagt áher- slu á barna- og unglingastarf. Í því sambandi hefur kennsla fyrir börn og unglinga verið án endurgjalds og ennfremur flatargjöld, árgjöld og kostn- aður vegna móta fyrir sama aldurshóp. Einnig hefur mikið starf verið unnið við að rækta upp golfvöll í Syðridal. Nú hyggst klúbburinn taka til við að rækta svæðið umhverfis völlinn. Er styrkurinn veittur til þess og til að efla ungl- ingastarf klúbbsins. Hestamannafélagið Gnýr Hestamannafélagið Gnýr verður 30 ára í maí nk. Félagið hefur fengið mikla hvatningu frá foreldrum barna hér í bæ um að reiðnámskeiðum, sem Rögnvaldur Ingólfsson hefur haldið mörg undanfarin ár, verði haldið áfram. Námskeið Rögnvaldar hafa tekist ein- staklega vel og nemendum fjölgað ár frá ári. Félagið fær styrk til kaupa á öryggishjálm- um og fræðsluefni fyrir nám- skeiðin. Kvennakór Bolungarvík- ur Kvennakór Bolungarvíkur fær styrk til greiðslu söng- kennara til raddþjálfunar og til tónleikahalds utan heima- byggðar og hyggst með því auka hróður bolvískrar söng- menningar. Í einni sæng ehf. Hið vestfirska kvikmynda- félag Í einni sæng ehf., sem gerði myndina Í faðmi hafsins árið 2001, hyggst nú leggja í nýtt verkefni. Um er að ræða nýja kvikmynd, sem ber heitið Á efsta degi. Fyrirhugað er að taka myndina upp á norðan- verðum Vestfjörðum og nota innanhéraðsfólk eins og hægt er. Er styrkurinn veittur til þessarar kvikmyndar. Danshópurinn Danshópur barna hefur starfað í Bolungarvík síðan haustið 2000. Hópurinn hefur farið á Íslandsmeistaramót, sem er haldið í maí á hverju ári, og staðið sig mjög vel. Mjög ánægjulegt er, að ungt fólk hér eigi þess nú kost að stunda þessa íþrótt og er styrk- urinn veittur til farar á Íslands- meistaramót í dansi árið 2003. Ysja ehf. Fyrirtækið Ysja ehf. hyggst standa að menningardögum í Bolungarvík, sem hlotið hafa nafnið Hásetahátíð og áætlað er að halda dagana 8.-11. maí 2003. Á árum áður var 11. maí, lokadagurinn svonefndi, ætíð haldinn hátíðlegur í Bol- ungarvík, þegar vetrarvertíð sjómanna lauk og sumarvertíð hófst, en Bolungarvík er elsta verstöð landsins. Styrkurinn er veittur til Hásetahátíðar. Heilsubærinn Bolungar- vík á nýrri öld Heilsueflingar- og þróunar- verkefnið „Heilsubærinn Bol- ungarvík á nýrri öld“ hefur verið starfandi í Bolungarvík í þrjú ár. Eitt af meginmark- miðum þess er fræðsla. Nú hefur verið hafið samstarf við Fræðslumiðstöð Vestfjarða um námskeiðshald og fyrir- lestra undir yfirskriftinni „Heilsuefling-Forvarnir“. Styrkurinn er veittur til þessa fræðsluátaks. Leikfélagið Hallvarður súgandi Leikfélagið Hallvarður súg- andi hefur undanfarin ár sett upp leikrit og frumsýnt á „Sæluhelgi Súgfirðinga“. Fé- lagið hefur lagt metnað sinn í að setja upp góðar og skem- mtilegar sýningar og ætlar sér að halda því starfi áfram. Styrkurinn er veittur til fjár- mögnunar á sýningu þessa árs og til reksturs félagsins. Kvenfélagið Ársól Kvenfélagið Ársól á Suður- eyri hefur unnið að uppbygg- ingu á leikvelli við hlið Spari- sjóðs Bolungarvíkur á Suður- eyri, sem gengur í daglegu tali undir nafninu Sumarróló. Verið er að búa völlinn leik- tækjum og er styrkurinn veitt- ur til þess halda því starfi áfram. Handverkshópurinn Á milli fjalla Handverkshópurinn Á milli fjalla er félagsskapur fólks á Suðureyri, sem áhuga hefur á því að kynna og selja hand- verksmuni Súgfirðinga. Hóp- urinn fær styrk til húsaleigu og posavélar. Björgunarsveitin Björg Björgunarsveitin Björg á Suðureyri hefur staðið í mik- illi uppbyggingu með kaupum á húsnæði og bifreið og fyrir liggur endurnýjun á öðrum tækjabúnaði sveitarinar. Næst á dagskrá er endurnýjun á gúmmíbjörgunarbát og er styrkurinn veittur til þeirra kaupa. Mannsavinir á Suðureyri Mannsahátíðin, sem haldin er á hverju sumri á Suðureyri, er 15 ára á þessu ári. Þessi hátíð hefur stöðugt aukist að umfangi og er nú orðin ein af stærri menningarhátíðum sumarsins á Vestfjörðum. Styrkurinn er veittur til þessar- ar 15 ára afmælishátíðar. Fulltrúar þeirra félaga og samtaka sem styrki hlutu ásamt Benedikt Bjarnasyni, fráfarandi stjórnarformanni Sparisjóðs Bolungarvíkur, Ásgeiri Sólbergssyni sparisjóðsstjóra og Gesti Kristinssyni, nýkjörnum stjórnarformanni sjóðsins. 16.PM5 18.4.2017, 10:574

x

Bæjarins besta

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.