Bæjarins besta


Bæjarins besta - 23.07.2003, Qupperneq 2

Bæjarins besta - 23.07.2003, Qupperneq 2
2 MIÐVIKUDAGUR 23. JÚLÍ 2003 Lestu nýjustu fréttir daglega á www.bb.is ÚTGÁFAN ISSN 1670 - 021X Útgefandi: H-prent ehf. Sólgötu 9, 400 Ísafjörður Sími 456 4560, Fax 456 4564 Ritstjóri: Sigurjón J. Sigurðsson, sími 892 5362, bb@bb.is Blaðamenn: Kristinn Hermannsson sími 863 1623 kristinn@bb.is Hálfdán Bjarki Hálfdánsson sími 863 7655 hafldan@bb.is Ritstjóri netútgáfu: Hlynur Þór Magnússon sími 892 2240 hlynur@bb.is Ljósmyndari: Halldór Sveinbjörnsson sími 894 6125, halldor@bb.is Ábyrgðarmenn: Sigurjón J. Sigurðsson og Halldór Sveinbjörnsson RITSTJÓRNARGREIN Fyrirtæki á landsbyggðinnibb.is pú lsi nn fy rir ve sta n Sölustaðir á Ísafirði: Hamraborg, Hafnarstræti 7, sími 456 3166. Flug- barinn, Ísafjarðarflugvelli, sími 456 4772. Bónus, Ljóninu, Skeiði, sími 456 3230. Bókhlaðan, Hafn- arstræti 2, sími 456 3123. Bensínstöðin, Hafnarstræti, sími 456 3574. Samkaup, Hafnarstræti 9-13, sími 456 5460. Krílið, Sindragata 6, sími 456 3556. Lausasöluverð er kr. 250 eintakið m.vsk. Áskriftarverð er kr. 215 eintakið. Veittur er afsláttur til elli- og örorkulífeyrisþega. Einnig sé greitt með greiðslukorti. Umboðsaðilar BB: Eftirtaldir aðilar sjá um dreifingu á blaðinu á þétt- býlisstöðum utan Ísa- fjarðar: Bolungarvík: Sólveig Sigurðardóttir, Hlíðarstræti 3, sími 456 7305. Súðavík: Sólveig Gísladóttir, Arnarflöt 7, sími 456 4106. Suðureyri: Deborah Anne Ólafsson, Aðalgötu 20, sími 898 6328. Flateyri: Gunnhildur Brynjólfsdóttir, Brimnesvegi 12a, sími 456 7752. Þingeyri: Anna Signý Magnúsdóttir, Hlíðargötu 14, sími 456 8233. BREYTT NÝTING Á TEIGAHVERFI Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar hefur samþykkt tillögu umhverfisnefndar um breytta nýtingu á Teigahverfi í Hnífsdal. Tillagan gerir ráð fyrir að á auðum lóðum verði komið fyrir leik- tækjum og aðstöðu fyrir tjaldvagna en byggðar lóðir nýttar til sumardvala. Við félagsheimilið verði land jafnað, það grætt upp og möguleiki verði á nýtingu þess sem tjaldsvæði. Tillagan er til sýnis á tæknideild Ísa- fjarðarbæjar frá 24. júlí til 22. ágúst en frestur til að koma skriflegum at- hugasemdum við tillöguna á framfæri við tæknideild er til 5. september nk. Þeir sem ekki gera athugasemdir inn- an tilskilins frests, teljast vera sam- þykkir tillögunni. Skipulagsfulltrúi Ísafjarðarbæjar. Fyrirhugað samstarf ísfirska fyrirtækisins Póls hf við bandaríska fyrirtækið FoodCraft, um markaðssetningu og dreifingu á tækjabúnaði Póls til kjúklinga- framleiðenda í Norður-Ameríku, er ánægjuefni og enn ein sönnun þess, að fyrirtæki á landsbyggðinni eiga ekki síður en önnur möguleika á að ná fót- festu á mörkuðum erlendis. Ísfirsku fyrirtækin Póls hf og 3X-Stál ehf., eru svo sannarlega í þeim hópi íslenskra iðnfyrirtækja, sem gert hafa strandhögg erlendis á undanförnum árum og náð eftirtektarverðum árangri. Velgengni þeirra ísfirsku fyrirtækja, sem hér hafa verið nefnd til sögu er fagnaðarefni. Þessu ber líka að halda á lofti öðrum til ábendingar. Velgengni fyrirtækja á erlendum mörkuðum er ekki háð staðsetningu í þéttbýliskjarnanum við Faxaflóa. Þvert á móti. Mörg fyrirtæki skortir hagstætt rekstrarumhverfi, t.d. hvað húsnæði varðar, en sá þáttur er oft fyrirferðarmikill í rekstri framleiðu- fyrirtækja. Á þessum vettvangi hefur áður verið á það bent að við eigum af fullri einurð og krafti að vinna að því að fá fyrirtæki til bæjarins. Póls hf., er meðal þeirra landsbyggðafyrirtækja sem sannað hafa ágæti sitt á alþjóða mörkuðum. Við þurfum á fleirum að halda. Margt er það í koti karls Sýning á ljósmyndum Sigurgeirs heitins Halldórssonar, Geira í Vallarborg, í Tjöruhúsinu á Ísafirði, er rökrétt framhald þeirrar framsýni niðja hans að halda til haga öllum þeim fjölda ljós- mynda, sem hann lét eftir sig. Af upplýsingum um ljósmyndasafnið má ráða, að þar sé að finna heimildir um líf og störf sjómannsins á hafi úti á þeim áratugum síðustu aldar, þegar aðdragandi mestu framfara í útgerð hér á landi átti sér stað, en Sigurgeir, sem lengst af ævi sinnar var sjómaður, lést á sama ári og fyrsti skuttogarinn kom til Ísafjarðar. Auk þess er í safninu að finna sæg mynda af samferðamönnum Sigurgeirs. Ljósmyndir Sigurgeirs eru heimildir um fyrri tíma fólk þegar lífið var fiskur og allt stóð og féll með því, sem tókst að sækja í greipar Ægis hverju sinni. Vart var hægt að heiðra minningu þessa óbreytta alþýðumanns, sem ætíð hafði myndavélina við hendina og hafði auga fyrir fólki, lífi þess og störfum, betur en með sýningunni á myndum hans í Tjöruhúsinu á Ísafirði. Sannast þar enn, að margt er það í koti karls, sem kóngs er ekki í ranni. s.h. Jónas Guðmundsson for- svarsmaður einkahlutafélags- ins Leiðar ehf., segir að frekari fyrirgreiðslu sé ekki að fá frá Byggðastofnun vegna vinnu félagsins við einkafjármögnun á svokölluðum „Strandala- vegi“ milli Hólmavíkur og Gilsfjarðar um Arnkötludal og Gautsdal. Sem kunnugt er samþykkti stjórn Byggða- stofnunar í júní 2002 að styrkja Leið ehf., um eina milljón króna til athugana á legu hugs- anlegs vegar. Í nóvember ósk- aði Leið ehf., eftir viðræðum við Byggðastofnun um frekari fyrirgreiðslu við verkefnið á grundvelli fyrirliggjandi um- sóknar og þeirrar vinnu sem fram hafði farið fyrir andvirði styrksins. „Erindið var ítrekað með bréfi 6. febrúar 2003. Svör bárust ekki en á sérstökum fundi með stofnuninni, sem haldinn var að ósk félagsins í júní sl., kom fram að fyrir- greiðslu væri ekki að fá. Þessi afstaða var ítrekuð með bréfi til félagsins, dags. 17. júlí 2003. Í bréfinu var jafnframt staðfest að erindið hafði þann 14. febrúar 2003 verið lagt fyrir stjórn stofnunarinnar til kynningar“, sagði Jónas. Ekkert var bókað um málið á þeim fundi, „enda er og hefur verið afstaða Byggðastofnun- ar að hér sé um að ræða verk- efni sem ekki er á hennar verk- sviði“, eins og segir í bréfi stofnunarinnar. kristinn@bb.is Byggðastofnun Kemur ekki að „Strandalavegi“ Fjölmenni kom saman á Silfurtorgi á Ísafirði síð- degis á föstudag þegar há- tíðin Siglingadagar var sett. Mikið var í setning- una lagt og boðið upp á alls kyns afþreyingu fyrir fólk á öllum aldri. Kántrí- sveitin Unaðsdalur lék fyrir gesti sem gátu skoð- að og verslað alls kyns varning á sölubásum á torginu. Þá var keppt í línuskautareið og fleiri íþróttagreinum. Þegar fólk hafði skoðað sig um í nokkra stund og hlustað á gott kántrí, var hátíðin sett af Birnu Lárusdóttur, for- seta bæjarstjórnar Ísa- fjarðarbæjar. Meðfylgj- andi myndir voru teknar á setningarhátíðinni. halfdan@bb.is Vegleg setningar- hátíð Siglingadaga Fjöldi fólks kom saman á Silfurtorgi. Kántrísveitin Unaðsdalur lék fyrir gesti. Þessi ungi maður sýndi mikil tilþrif í línuskautareiðinni. 29.PM5 18.4.2017, 11:272

x

Bæjarins besta

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.