Bæjarins besta


Bæjarins besta - 23.07.2003, Blaðsíða 11

Bæjarins besta - 23.07.2003, Blaðsíða 11
MIÐVIKUDAGUR 23. JÚLÍ 2003 11Lestu nýjustu fréttir daglega á www.bb.is Bjarni varði titilinn sem klúbbmeistari GBO Bjarni Pétursson varði titill sinn sem klúbbmeistari Golfklúbbs Bolungarvíkur í A-flokki á meistaramóti GBO á Syðridalsvelli á laugardag. Bjarni lék 54 holur- nar á 241 höggi. Fast á hæla hans kom Birgir Olgeirsson á 244 höggum og Weera Khiansanthia varð þriðji á 253 höggum. Skilyrði til golfiðkunnar voru mjög góð alla mótsdagana en leikið var í sól og blíðu þrjá daga af fjór- um. Mótið var óvenju fjölmennt en alls tóku um 25 manns þátt. Keppt var í kvennaflokki og tveimur flokk- um karla, annars vegar A-flokki þar sem kylfingar með undir 18 í forgjöf léku og hins vegar í B-flokki þar sem léku kylfingar með 18 eða meira í forgjöf. Í B-flokki kylfinga stóð Tómas Rúnar Sölvason uppi sem sigurveg- ari en hann lék 54 holur á 266 höggum. Tinna Björk Sig- mundsdóttir sigraði í kvennaflokki en hún lék 18 holur á 112 höggum. – kristinn@bb.is Sigurvegararnir: Bjarni, Tinna og Tómas. Mynd: B.S.E. Flugfélagið býður sér- stök tilboðsfargjöld Flugfélag Íslands hefur hafið sölu á netinu á sérstökum flugfargjöldum milli Ísafjarðar og Reykjavíkur í tilefni Unglingalandsmóts UMFÍ sem haldið verður um verslun- armannahelgina. Tilboðið gildir dagana 30. júlí til 5. ágúst og er ferð aðra leiðina boðin á kr. 5.900. Gert er ráð fyrir miklum fjölda þátttakenda á mótið en skráningarfrestur rennur út 25. júlí. Að auki er von á töluverðum fjölda ferðafólks sem hyggst koma til Ísafjarðar af þessu tilefni. Jón Pétur Róbertsson framkæmdastjóri ULM 2003 segist mjög ánægður með viðbrögð Flugfélagsins. –kristinn@bb.is Fögnuðu 60 ára fermingarafmæli Fermingabörn sem gengu til altaris í fyrsta skipti þann 13. júní árið 1943 í Staðar- kirkju í Grunnavík hittust á Ísafirði um helgina og rifjuðu upp liðna tíma. „Á laugardag fórum við á söfnin í Tjöru- húsinu, Edinborgarhúsinu og í Faktorshúsinu í Hæsta- kaupstað. Við enduðum svo með kvöldmat á hótelinu og fórum svo á Sjallann“, segir Páll Jóhannesson frá Bæjum. „Á sunnudag fórum við síðan upp á Bolafjall og út í Skála- vík.“ „Við enduðum þetta með kaffiboði heima hjá mér í Stórholtinu. Tveir okkar búa á Ísafirði og í Hnífsdal, en tvö búa í Reykjavík. Þessir endur- fundir heppnuðust mjög vel og við vorum mjög ánægð“, segir Páll. – halfdan@bb.is Fermingabörnin fjögur í Neðstakaupstað á Ísafirði. Mynd: Þorsteinn J. Tómasson. Tónlistarmaðurinn Örn Elí- as Guðmundsson, betur þekkt- ur sem Mugison, gefur út plötu sína Lonely Mountain á heimsvísu í haust. Upplag hennar er 10.000 eintök og hefur Örn virkjað alla nánustu vini og vandamenn í sauma- skap, en umslag plötunnar er bróderað að framan. Umslagið er prentað í H-Prent á Ísafirði, en ekki er algent að prentverk sé flutt frá Vestfjörðum úr landi. „Útgefandinn, Magic and Accident, lét einhvern ægilega fínan hönnuð gera eitthvað sem mér leist ekkert á. Þeir báðu mig um að hugsa málið, en síðan tók mamma upp á því að bródera nokkrar plötur, þannig að hún á eiginlega hugmyndina að þessu. Útgef- andanum leist síðan mjög vel á þetta“, segir Örn Elías. Plata Arnar kemur út í Japan í byrjun september, en í Bret- landi og á meginlandi Evrópu 8. október. Örn fylgir plötunni eftir með tónleikahaldi ytra, meðal annars í hinu virta ICA listagallerýi í Lundúnum. halfdan@bb.is Mugison gefur plötuna Lonely Mountain á heimsvísu í haust Virkjar nánustu vandamenn í bróderingu á plötuumslaginu Örn Elías Guðmundsson. Halldór Halldórsson, bæjar- stjóri Ísafjarðarbæjar, Ögur- nesingur og einn skipuleggj- enda hins árlega bátaballs í samkomuhúsinu í Ögri í Ísa- fjarðardjúpi, segir skemmt- anahaldið hafa lukkast vel í blíðskaparveðri á aðfararnótt sunnudags. Dúettinn Þórunn og Halli lék fyrir dansi. „Fólk fylgdist með sólar- upprásinni því hér var gleð- skapur fram eftir morgni eftir að balli lauk. Þetta fór allt fram á besta veg og allir skemmtu sér og sínum“, segir Halldór. Venju samkvæmt var gestum boðið upp á rjúkandi rabarbaragraut með rjóma og ætlar Halldór að 50 lítrum af graut hafi verið gerð skil. Gestir mættu til leiks á sjö mótorbátum og jafn mörgum kajökum. Halldór telur að gestir hafi verið um 240 en aldrei hafi jafn margir mætt með tjald með sér. „Hérna voru yfir 40 tjöld og fellihýsi. Sumir voru jafnvel mættir deg- inum áður“, sagði Halldór. Fleiri myndir munu birtast á svipmyndum á bb.is í vikunni. kristinn@bb.is Gleðskapur fram eftir nóttu í rjómablíðu á bátaballi í Ögri Það var líf og fjör fyrir framan samkomuhúsið í Ögri er líða tók á nóttina. Ljósmyndir: Þorsteinn J. Tómasson. Lögreglan var að sjálfsögðu á staðnum til að gæta þess að allt færi vel fram. Stemmningin var ekki síðri innan dyra enda mikið fjör og rétt hitastig á mannskapnum. Vertarnir Guðfinna Hreiðarsdóttir og María Guðröðardóttir afgreiddu grautinn. Þorsteinn Sigfússon á Hólmavík og Guð- mundur Kristjánsson voru á meðal gesta. Dúettinn Þórunn og Halli léku fyrir dansi. 29.PM5 18.4.2017, 11:2711

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.