Bæjarins besta


Bæjarins besta - 23.07.2003, Blaðsíða 8

Bæjarins besta - 23.07.2003, Blaðsíða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 23. JÚLÍ 2003 Lestu nýjustu fréttir daglega á www.bb.is „Hættur að svekkja mig á gangi mála“ – segir „stýrimaðurinn í Dubai“, Flosi Arnórsson frá Ísafirði Flosi Arnórsson stýrimaður frá Ísafirði komst í hann krappan í apríl í vor þegar hann var handtekinn á flugvellinum í Dubai í Sameinuðu arabísku furstadæmunum við Persaflóa. Flosi var að koma frá því að ferja fiskiskipið Svan RE til Dubai en skipið hafði verið selt þangað frá Íslandi. Á hluta leiðar- innar má eiga von á sjóræningjum og því var hann með riffil meðferðis. Þegar halda átti heim hugðist hann taka byssuna með en var handtekinn í tollskoðun á flugvellinum. Síðan hafa mál hans verið til meðferðar í dóms- kerfinu ytra og hefur Flosi ekki mátt yfirgefa landið. Alls sat hann í fangelsi í Dubai í 40 daga. Íslenskt stjórnvöld hafa beitt sér í málinu og telur Flosi að það hafi orðið til þess að honum var sleppt úr haldi. Nýverið úrskurðuðu yfir- völd í Abu Dhabi í Sameinuðu arabísku furstadæmunum að alríkisdómstóll myndi ekki rétta yfir Flosa þar sem hann teldist ekki ógna þjóðaröryggi. Mál hans skal hins vegar tekið fyrir af almennum dómstóli. Að þjóðlegum sið þykir við hæfi að spyrja um veðrið við Persaflóann áður en farið er að ræða alvarlegri málefni. „Ætli það sé ekki 45 stiga hiti hérna núna.“ – Er þá eitthvað hægt að vera úti við? „Nei, varla, það er hægt að liggja úti í sólinni á morgnana en yfir heitasta tímann er mað- ur bara innan dyra.“ – Hvernig er staðan í þínu máli? „Núna eftir að þeir komust að því að ég ógna ekki þjóðar- öryggi hefur málið kannski ekki breyst svo mikið. Þetta er áframhaldandi bið.“ – Ertu þá alltaf að bíða eftir að málið verði tekið fyrir? „Já, það er beðið eftir því. Þetta hefur enga stórbreytingu í för með sér en það er ekki litið á þetta eins alvarlegum augum lengur.“ – Veistu þá eitthvað hvað málið á eftir að taka langan tíma til viðbótar? „Ég var hjá lögfræðingnum núna í vikunni og hann var að leggja þetta niður fyrir mér. Hann telur jafnvel að þetta verði búið í lok ágúst. Þannig er þetta enginn tími sem er eftir.“ – Er þá farið að sjá fyrir endann á þessu máli? „Já, kannski, en það fer náttúrlega eftir því hver niður- staðan verður úr dómnum.“ – Máttu eiga von á hörðum viðurlögum? „Ég veit ekki hvað skal segja. Þeir dæma mig kannski í tveggja mánaða fangelsi. Ég er þegar búinn að sitja inni í rúma 40 daga en fangelsis- mánuðurinn hérna er 22 dagar. Þeir stinga mér í versta falli inn í nokkra daga til viðbótar.“ Fékk leiðbeiningar um að gefa byssuna upp – Hvernig var aðdragandinn að þessu máli? „Við vorum að flytja hingað niður eftir gamlan loðnubát, Svan RE, og afhentum hann nýjum eigendum.“ – Þurftuð þið þá að sigla yfir hafsvæði þar sem má eiga von á sjóræningjum? „Það er talað um að sú hætta sé fyrir hendi á hafsvæðinu milli Jemen og Sómalíu, þar sem maður kemur út úr Rauða- hafinu.“ – Þess vegna hafið þið verið vopnaðir? „Já.“ – En það hefur ekkert slíkt komið upp í ferðinni? „Nei, það er talað um það sérstaklega fyrir utan strönd 29.PM5 18.4.2017, 11:278

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.