Bæjarins besta - 23.07.2003, Qupperneq 7
MIÐVIKUDAGUR 23. JÚLÍ 2003 7Lestu nýjustu fréttir daglega á www.bb.is
Áhafnir rækjuskipa Hraðfrystihússins – Gunnvarar (HG) hafa veitt mjög vel að undan-
förnu. Á mánudag kom Framnes að landi með 52 tonn af rækju, en hafði viku áður kom-
ið með 45 tonn. „Þetta þykir mjög góð veiði“, segir Sverrir Pétursson, útgerðarstjóri HG.
„Andey kom líka að landi í morgun með 42 tonn sem þykir mjög gott. Á laugardag land-
aði Stefnir 22 tonnum eftir einungis þriggja daga veiði. Þetta er fínasta rækja og það er
nóg að gera hjá vinnslunni í Súðavík.“ – halfdan@bb.is
Góð rækjuveiði hjá skipum HG
Gott hal tekið um borð í Framnesið. Ljósmynd: Hilmar Lyngmó.
Bókari
Póls hf. óskar eftir að ráða bókara til fram-
tíðarstarfa. Um er að ræða fullt starf í janúar
og á sumrin, en hlutastarf aðra mánuði árs-
ins. Vinnutími í hlutastarfi verður frá kl. 13-
17 virka daga.
Umsóknir er tilgreina starfsreynslu, mennt-
un og meðmæli sendist á halldor@pols.is
eða til Póls hf. Sindragötu 10, 400 Ísafjörður
merkt „Bókari“.
Umsóknarfrestur er til 30. júlí nk.
Áslaug Jóh. Jensdóttir staðarhaldari í Faktorshúsinu í Hæstakaupstað
Opnaði sýningu um skipasmiðinn í Neðsta
Áslaug Jensdóttir staðar-
haldari í Faktorshúsinu í
Hæstakaupstað á Ísafirði opn-
aði síðdegis á föstudag sýn-
inguna Skipasmiðurinn í Neð-
sta í tilefni Siglingadaga á Ísa-
firði. Þar getur að líta myndir
af skipum sem afi hennar
Marsellíus Bernharðsson
smíðaði í skipasmíðastöð sinni
í Suðurtanga. „Úlfar Ágústs-
son sem vinnur að Siglinga-
dögunum bað mig um að gera
þetta og ég ákvað að svara því
kalli. Þetta er eiginlega eina
sviðið sem ég þekki almenni-
lega til á sem tengist sjónum
því maður er alinn upp við
þessa bátasmíði. Mikið af
mununum á sýningunni koma
frá söfnunum hér á Ísafirði en
ég er líka með sýningarskáp
þar sem ég setti inn nokkra
persónulega muni svo fólk
gæti kynnst annari hlið á
manninum“, segir Áslaug.
Stefnt er að því að hafa sýn-
inguna uppi fram yfir 16. ágúst
en það var afmælisdagur Mar-
sellíusar sem lést árið 1977.
„Það kom fram við opnunina
að miklir kærleikar voru milli
afa míns og Úlfars sem var
ritstjóri Vesturlands þegar
hann dó. Þá gaf hann út sér-
stakt blað þar sem hann fór
mjög ítarlega yfir hans feril.“
Áslaug segir sýninguna hafa
fengið góðar viðtökur. „Það
er margir veikir fyrir gömlum
bátum. Bæði á föstudags og
laugardagskvöld kom hingað
mikið af fólki til að skoða.
Hérna var líka mikið af fólki í
kvöldmat og góð stemmning.
Það er mikð af sýningum í
gangi í bænum og maður þarf
að fara að skoða hjá hinum.
Það er virkilega skemmtilegt
þegar skapast svona flæði“,
sagði Áslaug.
kristinn@bb.is
Hið árlega félagsmót hesta-
mannafélagsins Storms á Vest-
fjörðum verður haldið að
Söndum í Dýrafirði dagana
25. og 26. júlí. Mótið hefst
með forkeppni gæðinga í A
og B flokkum, ungmenna-,
unglinga- og barnaflokkum.
Einnig verður opin forkeppni
í gæðingatölti. Keppni hefst
kl. 17 á föstudegi og verður
haldin kvöldvaka að henni
lokinni.
Á laugardag hefst dagskrá
með hópreið hestamanna áður
en keppt verður í úrslitum. Þá
verður boðið upp á útreiðartúr
sem endar með sameiginlegu
grilli á Söndum. Hægt er að
skrá sig til keppni hjá deildar-
formönnum og eru gestakepp-
endur velkomnir.
halfdan@bb.is
Hestamannamót Storms á helginni
Úlfar Ágústsson og Guðjón Finndal Finnbogason við opnunina. Mynd: Þorsteinn J. Tómasson.
29.PM5 18.4.2017, 11:277