Bæjarins besta


Bæjarins besta - 23.07.2003, Blaðsíða 4

Bæjarins besta - 23.07.2003, Blaðsíða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 23. JÚLÍ 2003 Lestu nýjustu fréttir daglega á www.bb.is Færri flugfarþegar en síðasta sumar Á þriggja vikna ferðalagi um Tæland og Kambódíu Ungum mönnum er það hollt að ferðast um heiminn, skoða framandi lönd og kynn- ast öðrum siðum. Þetta gerðu þeir Trausti Már Grétarsson og Stefán Þór Ólafsson fyrir skemmstu þegar þeir fóru í ferðalag til Tælands og Kam- bódíu. Þeir félagar hafa síð- asta hálfa árið eða svo dvalist í Danmörku og numið við lýð- háskóla þar í landi. Vaninn er að hópur nemenda við skól- ann fari saman í ferðalag að loknu námi og stóð alltaf til að farið yrði til Kína. Vegna lungnabólgufarald- ursins þar í landi þurfti að stefna annað. Nemendurnir borguðu ferðina sjálfir en skólinn sá um að skipuleggja hana og fá hagstæð tilboð. Nemendurnir ákváðu sjálfir hvert skyldi halda. Besti kost- urinn þótti Tæland og Kam- bódía og segja þeir Trausti og Stefán að enginn sjái eftir því að hafa farið á þær slóðir. Báðir eru þeir félagar rétt rúmlega tvítugir. „Mamma var farin að tuða í mér að fara að gera eitthvað“, segir Trausti. „Ég talaði við strák sem hafði Trausti Már Grétarsson og Stefán Þór Ólafsson. verið í svona lýðháskóla og hann sagði að það væri mjög gaman. Við fórum því að vinna í því að finna hentugan skóla og sóttum um.“ Í lýðháskólanum fengu nemendurnir að setja saman sínar eigin stundaskrár. „Þetta eru kölluð A-, B-, C- og D- fög, þar sem lögð er mest áher- sla á A-fagið en minnst á D“, segir Stefán. „Við völdum myndbandagerð sem aðalfag en aðrir völdu keramik, fata- hönnun, teikningu og annað í þeim dúr. Sviðið er mjög breitt og það er hægt að velja á milli alls konar áhugaverðra nám- skeiða. Það voru um 90 nemendur í skólanum af ýmsum þjóðern- um. Flestir voru danskir en þarna voru líka fjórtán Íslend- ingar, Bandaríkjamaður, tveir Norðmenn og ein brasilísk stelpa, en allir bjuggu saman á heimavist í skólanum.“ Á miðju skólaárinu var farið með nemendur til Prag í Tékk- landi. „Allur skólinn fór í vikuferð til Prag“, segir Trausti. „Við þurftum að keyra í rútu í fjórtán klukkutíma. Sem betur fer voru rúm í rút- unni. Í Prag gátum við valið á milli skoðunarferða. Arkitekt- úrinn í borginni kom okkur á óvart, þarna er rosalega mikið af fallegum húsum. Svo maður tali nú ekki um allar kirkjurn- ar.“ Tæland og Kambódía 20 nemendur við skólann fóru í lokaferðalag og stóð til eins og áður sagði að fara til Kína í vor. „Það var búið að skipuleggja átján daga ferð til Kína en það var hætt við hana út af bráðalungnabólgunni“, segir Stefán. „Þá stóð valið á milli Tælands og Kambódíu, Argentínu eða Mexíkó. Við fengum besta tilboðið í Tæ- landsferðina og ákváðum því að fara þangað. Þannig gátum við haft ferðina lengri.“ Flugið frá Kaupmannahöfn til Bangkok í Tælandi tók ell- Flugfarþegar milli Ísafjarðar og Reykjavíkur eru 3-4% færri það sem af er sumri en á sama tíma í fyrra. Arnór Jónatansson, umdæmisstjóri Flugfélagsins á Ísafirði, segir að erlendir farþegar séu nokkru færri en í fyrra- sumar. „Það er helst það sem er áberandi“, segir Arnór. Tekin hefur verið ákvörðun um að bæta við vélum vegna unglingalandsmóts UMFÍ. „Það er búið að setja þrjár vélar frá fimmtudegi til sunnudag. Hingað til hefur ekki mikið verið um bókanir, en líklega verður bætt við enn fleiri vélum ef þess þarf“, segir Arnór. – halfdan@bb.is Meira en 4ra hektara bráðabirgðatjaldstæði Um þessar mundir er verið að undirbúa bráðabirgða- tjaldstæði í Tungu í Skutulsfirði sem hýsa á landsmóts- gesti um komandi verslunarmannahelgi. Verið er að slá tún, laga vegi og undirbúa bílastæði. Gömul brú sem liggur frá Tungu að Seljalandsbænum (kúabúi) verður löguð og komið á hringakstri um svæðið, en búist er við töluverðri umferð gesta. Tjaldað verður á öllu knatt- spyrnuæfingasvæðinu sem og æfingagolfvelli, auk þess sem túnblettur austan Tungu hefur verið sleginn. Tjald- svæðið verður á fimmta hektara. – halfdan@bb.is Vinningshafinn á leið til Brattahlíðar Dregnir hafa verið út 30 vinningar í happdrætti Kalak, grænlensk-íslenska félagsins, í tilefni Grænlenskra nátta sem haldnar voru á Flateyri um síðustu helgi. Guðbjörg Haraldsdóttir á Flateyri hlaut fyrsta vinning sem er æv- intýraferð fyrir tvo til Brattahlíðar á Suður-Grænlandi með bátsferð og gistingu í 7 nætur. Guðbjörg hyggst nýta vinninginn strax í þessark viku. Alls voru seldir 296 miðar. Veglegir vinningar voru í boði m.a. málverk eftir Reyni Torfason og vikudvöl í mannlífs- og menningasetri Önfirðingafélagsins að Sólbakka. – kristinn@bb.is 29.PM5 18.4.2017, 11:274

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.