Bæjarins besta


Bæjarins besta - 23.07.2003, Blaðsíða 9

Bæjarins besta - 23.07.2003, Blaðsíða 9
MIÐVIKUDAGUR 23. JÚLÍ 2003 9Lestu nýjustu fréttir daglega á www.bb.is Sómalíu, að ef skip lenda í vandræðum þar, vélarbilun eða slíku, skammt undan ströndinni, þá sé það nokkuð víst að ráðist verði inn í skip- ið.“ – Hvar skilið þið síðan skip- inu af ykkur, í hvaða höfn? „Það heitir Al Hamrhya og er hérna í næsta nágrenni Du- bai. Þetta er svona eins og Reykjavík og Hafnarfjörður.“ – Hvernig atvikast þetta síðan á flugvellinum, ætlaðir þú að taka riffilinn með þér heim? „Já, ég ætlaði bara að taka hann með heim aftur.“ – Varstu þá tekinn höndum þegar þú komst með hann á flugvöllinn? „Það var engin tollskoðun í höfninni þar sem við komum í land. Síðan fer ég bara með riffilinn í töskunni út á flugvöll og ætla að fara með hann heim. Ég ætlaði að gefa riffilinn upp og fer með hann að upplýs- ingaborðinu á flugvellinum. Þar opna ég töskuna og er með riffilinn innpakkaðan í þremur hlutum. Ég segi þeim að þetta sé riffill og spyr hvað ég eigi að gera við hann. Þeir segja mér bara að setja hann niður töskuna og fara með hana þangað sem farangurinn er gegnumlýstur. Hann náttúr- lega sást í gegnumlýsingunni og þá biðja þeir mig um að opna töskuna og taka rifilinn upp. Ég gerði það og var þá leiddur í burtu.“ – Þú hefur þá í rauninni komið eins og hver annar ferðamaður og fengið þessar leiðbeiningar en síðan hafa þeir brugðist öfugir við þarna Stýrimaðurinn stendur á ströndinni með Indlandshaf í baksýn. Norski presturinn Atle Moe sem Flosi býr hjá. Hitinn getur farið yfir 40° í Sameinuðu arabísku furstadæm- unum. í tollinum. „Já, það stafar raun og veru af því að ég var kominn inn í landið með byssu en það var engin tollskoðun þar sem við komum í land.“ – Er það þá sökin í málinu að byssan hafi komið inn í landið án þess að gerð hafi verið grein fyrir henni? „Já, þeir segja að byssan hafi í rauninni komið ólöglega inn í landið.“ Samfangarnir hjálpuðu við að útvega lögmann – Síðan er þér haldið þarna í 40 daga. „Já, mér var bara stungið í tuktið og haldið þar í þessa 40 daga þangað til mér var sleppt út á tryggingu. Reyndar ekki flóknari trygging en það að þeir halda bara vegabréfinu mínu. Mér var örugglega sleppt út vegna þrýstings frá íslenskum stjórnvöldum. Þetta er ekki venjulegur framgangur í málum hérna. Það verður alltaf einhver annar samlandi að leggja fram sitt vegabréf sem tryggingu.“ – Kemst þú strax í samband við íslensk yfirvöld þarna í tukthúsinu? „Á flugvellinum var mér hent inn í bíl og keyrt beint niður á stöð. Þegar ég sá í hvað stefndi náði ég að senda sms-skilaboð til strákanna sem voru með mér á skipinu. Þeir höfðu strax samband við íslenska sendiráðið í Kaup- mannahöfn þegar þeir komu þangað.“ – Eru það síðan íslensk stjórnvöld sem fara að grennsl- ast fyrir um þig? „Já, þeir ákveða að hafa samband við norska sendi- ráðið í Abu Dhabi en þeir eru með konsúl hérna í Dubai. Ég fékk ekkert að hringja fyrstu tvo sólarhringana. Eftir það var ég leiddur fyrir saksóknara og þá hitti ég konsúlinn.“ – Sá hann þá um að útvega þér lögfræðing? „Nei, ég gerði það sjálfur.“ – Þekktirðu eitthvað til þar- na úti?Ekki gastu bara flett lögfræðingnum upp í gulu síð- unum? „Nei, mér var náttúrlega stungið í fangelsi með 150 öðr- Norski sendiherran í Abu Dhabi. um glæpamönnum. Ég fékk upplýsingar hjá þeim um hvernig væri best að bera sig að.“ Fær sér bjór með íslensku flugliðunum – Hvenær er þér sleppt út? „1. júní, sjómannadaginn.“ – Hefurðu síðan haldið til á hóteli í Dubai? „Nei, ég var fyrstu þrjár vik- urnar á hóteli en það gekk náttúrlega ekki til lengdar, það er dýrt að vera á hóteli. Nú er ég fluttur inn á norskt sjó- mannaheimili hérna. Þetta er svona kristilegt sjómanna- heimili og nokkur íbúðarhús 29.PM5 18.4.2017, 11:279

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.