Bæjarins besta


Bæjarins besta - 10.07.2002, Síða 8

Bæjarins besta - 10.07.2002, Síða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 10. JÚLÍ 2002 Stakkur skrifar Banaslys í umferðinni 2001 Netspurningin Stakkur hefur ritað vikulega pistla í Bæjarins besta í mörg ár. Skoðanir hans á mönnum og málefnum hafa oft verið umdeildar og vakið umræður. Þær þurfa alls ekki að fara saman við skoðanir útgefenda blaðsins. Þrátt fyrir það bera ábyrgðarmenn blaðsins ábyrgð á skrifum Stakks á meðan hann notar dulnefni sitt. Netspurningin er birt viku- lega á bb.is og þar geta lesendur látið skoðun sína í ljós. Aðeins er tekið við einu svari frá hverri tölvu. Niðurstöðurnar eru síðan birtar hér. Spurt var: Er Brasilía verð- ugir heimsmeist- arar í knatt- spyrnu? Alls svöruðu 363. Já sögðu 314 eða 86,50% Nei sögðu 49 eða 13,50% Út er komin skýrsla rannsóknarnefndar umferðarslysa er ber heitið ,,Banaslys í umferðinni 2001”. Niðurstaða hennar sem hæst ber er auðvitað sú að á fyrra ári létu 24 lífið í umferðinni í 19 umferðarslysum. Einn þeirra var ungur Súðvíkingur, sem lét lífið í útafkeyrslu og bílveltu á þjóðveginum í Súðavík. Útafakstur mun reyndar vera algengasta orsök banaslysa í umferðinni hérlendis. Þar á eftir koma framanákeyrslur og hliðarárekstrar. Ölvun við akstur kom þrisvar við sögu á síðasta ári, en alls 16 sinnum á árunum 1998 til 2001. Bílbeltanotkun kom nokkuð við sögu. Á síðasta ári tengdist hún banaslysum með eftirfarandi hætti: Tvisvar notaði farþegi ekki bílbelti. Einu sinni átti það við um ökumann, einu sinni notaði farþegi það ranglega og einu sinni tók farþegi það af sér til þess að sofa. Eftirtektarvert er að í 13 tilvikum banaslysa árin 1998 - 2001 notaði ökumaður ekki bílbelti. Lestur skýrslunnar vekur upp nokkrar spurningar og ein þeirra tengist óneitanlega bílbeltanotkun eða öllu heldur því að fólk noti þau ekki. Í ábendingum nefndarinnar með skýrslunni kemur fram að á árunum 1998 til 2001 benda verulegar líkur til þess að 23 af látnum, nærri fjórð- ungur, hefðu lifað að því gefnu að þeir hefðu notað bílbelti. Hér er komin sönnun þess að beltin bjarga. Því miður er það svo að fólk er alltof kærulaust varðandi notkun þessara öryggistækja og bera sumir því við að beltin séu óþægileg eða þeir séu bara að skreppa innanbæjar. Báðar afsakanirnar eru út í hött. Tæplega helmingur þeirra er létust í bílslysum 2001 notaði ekki bílbelti. Og sagan sýnir að óráðlegt sé að taka beltin af sér eftir að ferð er hafin. Rétt notkun bílbelta ætti því að vera sjálfsagður þáttur í þeirri athöfn að setjast upp í bíl. Hið athyglisverða við ályktanir sem dregnar eru af skýrslunni er hve mikinn þátt ölvun og svefn, það er að ökumaður sofni við akstur, eiga að máli þegar bana- slys og orsakir þeirra eru skoðaðar. Einkum vekur það athygli lesanda að einung- is tvö atriði megi rekja til annarra þátta en mannlegrar breytni ökumanna og far- þega. Þau eru aðskotahlutur á vegi og ófullnægjandi viðbrögð eða hjálp annarra. Enn eru tvö atriði sem fram koma í skýrslunni gerð að umræðuefni hér. Ökumenn virðast ótrúlega kærulausir varðandi það að aka undir áhrifum áfengis og hitt að 56% slysanna verða á laugardögum og sunnudögum væntanlega í tengslum við helgarskemmtanir svo sem virðist raunin af samkomu ungmennanna fyrir sunnan, í Þjórsárdal, en þar voru víst teknir tveir tugir grunaðir um ölvun við akstur. Aftur að skýrslunni sem sýnir að 38% látinna í fyrra voru á aldrinum 15-24 ára. Á það er minnt að hluti ökumanna er ósjálfráða og því í raun á ábyrgð foreldra sinna í umferðinni. Menn verða fyrst sjálfráða 18 ára gamlir. Enn upp úr stendur al- mennt virðingarleysi fyrir sjálfum sér og samferðamönnum í umferðinni, þótt meirihlutinn sé til friðs. Of mikið er í húfi til að líða þessa villimennsku á þjóð- vegunum. Notið bílbelti, akið ódrukkin er boðskapurinn. Vestfirðingar! Virðum umferðarlög og verum fyrirmynd. Atvinnuþróunarfélag Vestfjarða hf. 4,6 milljóna króna hagn- aður á síðasta starfsári Í ársskýrslu Atvinnuþróun- arfélags Vestfjarða fyrir árið 2001, sem lögð var fram á aðalfundi félagsins fyrir stuttu, kemur fram að heildar- tekjur félagsins á síðasta rekstrarári þess voru 42,4 milljónir króna. Rekstrargjöld námu 37,6 milljónum króna og því er árið gert upp með um 4,6 milljóna króna hagn- aði eftir skatta. Hagnaður af rekstri félagsins skýrist að öllu leyti af umsýslu félagsins með kalkþörungaverkefninu svo- kallaða, en það er tilrauna- verkefni á vegum félagsins sem ætlað er að rannsaka möguleika á vinnslu kalkþör- unga í Húnaflóa og Arnarfirði. Á sama hátt hefur kalkþör- ungaverkefnið haft áhrif á efnahag félagsins, en eignir þess hafa hækkað um níu milljónir króna frá fyrra ári og nema nú um 20 milljónum króna. Skuldir félagsins hafa einnig aukist um 4,3 milljónir króna og nema 9,7 milljónum í dag, en stærsti hluti þeirra, alls þrjár milljónir, er vegna fjárfestinga í Íslenska Kalk- þörungafélaginu ehf.. Atvinnuþróunarfélagið stofnaði Íslenska Kalkþör- ungafélagið ehf um mitt síð- asta ár. Félagið er að öllu leyti í eigu Atvinnuþróunarfélags- ins, en hlutafé nemur 6,1 millj- ón kr. Með stofnun félagsins er þróunarkostnaður vegna kalkþörungaverkefnisins að hluta eignfærður hjá Atvinn- þróunarfélaginu. Íslenska kalkþörungafélagið ehf. tók einnig við umsjón kalkþör- ungaverkefnisins fyrir hönd Atvinnurþróunarfélagsins. Talsvert tap er af rekstri þess og jafnar það út hagnað í árs- reikningi. Þar sem enn er veru- leg óvissa um framgang kalk- þörungaverkefnisins, er því jafnt hagnaður ársins 2001, sem og eignarhlutur Atvinnu- þróunarfélagsins kalkþör- ungafélaginu, í raun reiknis- legar stærðir sem ekki er enn ljóst hvers virði eru. Almennur rekstur Atvinnu- þróunarfélags Vestfjarða byggir að meginhluta á fram- lögum frá Fjórðungssambandi Vestfjarða og Byggðastofnun samkvæmt samkomulagi þar að lútandi. Af 21,1 milljón króna sem stofnanirnar tvær greiða samtals til Atvinnuþró- unarfélags Vestfjarða er hlutur Byggðastofnunar 16,1 milljón króna á ári og Fjórðungssam- bands Vestfirðinga fimm milljónir. Þessi framlög hafa verið óbreytt frá árinu 1998. Í ársskýrslunni segir að miðað við almennar verðlagshækk- anir ættu framlög þessa árs að nema um 25,7 milljónum króna og að þess sé vænst að í nýjum samningum verði framlög hækkuð auk þess sem aukið tillit verði tekið til stöðu atvinnulífs og fólksfækkunar á Vestfjörðum. Byggðastofnun sagði upp samningum sínum við At- vinnuþróunarfélagið í lok árs 2000, en hefur þó greitt sam- kvæmt samkomulaginu til þessa dags. Í skýrslunni kem- ur fram að frá þeim tíma hafa viðræður átt sér stað milli fé- lagsins og Byggðastofnunar, en engin niðurstaða hafi feng- ist. Þetta veldur nokkurri óvissu um framlög til félags- ins og gerir skipulagningu á starfsemi þess erfitt fyrir að því er segir ársskýrslunni. Þess ber að geta að á stjórnar- fundi Byggðastofnunar í Bol- ungarvík þann 20. júní sl., að aðalfundi Atvinnuþróunarfé- lagsins loknum, var ákveðið að gera átak í málefnum at- vinnuþróunarfélaga á landinu. Þá var m.a. samþykkt að fram- lengja ótímabundið sam- starfssamning við vestfirsk sveitarfélög um rekstur At- vinnuþróunarfélags Vest- fjarða og hækka jafnframt framlög til þess um 2 milljónir króna árlega. Sól og fegurð á Ísafirði verður lokuð frá og með 12. júlí til 12. ágúst vegna sumar- leyfa. Hittumst hress og kát. Lokað vegna sumarleyfa Upledger höfuð- beina- og spjald- hryggjar meðferð „Introduction to CranioSacral Therapy“ námskeið verður haldið 10. og 11. ágúst á Ísafirði. Námskeiðið er ætlað almenningi sem vill fræðast um meðferðina og læra grunn- handtök til að nota á sína nánustu. Kennarar eru Erla Ólafsdóttir, sjúkraþjálf- ari og Birgir Hilmarsson, nuddfræðingur. Þau hafa réttindi frá Upledger Institute. Verð fyrir námskeiðið er kr. 15.000.- og er kennslubók innifalin. Upplýsingar gefa Erla í síma 566 7803 og Birgir í síma 864 1694.

x

Bæjarins besta

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.