Bæjarins besta


Bæjarins besta - 10.07.2002, Page 9

Bæjarins besta - 10.07.2002, Page 9
MIÐVIKUDAGUR 10. JÚLÍ 2002 9 Verðlaunahafar á VÍS-mótinu. F.v. Pétur Þór Birgisson, Tryggvi Guðmundsson, Haukur Eiríksson, Kristinn Kristjánsson og Sigurður Fannar Grétarsson. Ljósmynd: Grétar Sig- urðsson. VÍS-mótið í golfi var haldið í Tungudal á sunnudag. Leik- nar voru átján holur í opnum flokki og sigraði Haukur Ei- ríksson án forgjafar, en hann fór hringina á 81 höggi. Í öðru og þriðja sæti lentu þeir Krist- inn Kristjánsson og Tryggvi Guðmundsson sem léku báðir á 84 höggum. Með forgjöf sigraði Pétur Þór Birgisson, en hann lék hringina á 66 höggum. Það gerði Haukur Eiríksson einn- ig, en Sigurður Fannar Grét- arsson sló tvö högg til við- bótar og lenti í þriðja sæti. VÍS-mótið í golfi Haukur sigraði Krakkarnir á leikskólan- um Eyrarskjóli á Ísafirði hafa undanfarna daga verið með hendurnar á kafi í rusli og sjaldan skemmt sér betur. Orsakast það ekki af því að krakkarnir hafi verið sérlega sóðalegir upp á síðkastið, heldur nánast hinu gagn- stæða. Gámaþjónusta Vest- fjarða hefur undanfarnar vikur átt samstarf við leik- skóla Ísafjarðarbæjar um verkefni sem vekja á athygli á nauðsyn sorpflokkunar á heimilum og hafa elstu börnin á þeim því staðið í ströngu við að týna og flokka rusl í nágrenni sínu. Starfsmenn Gámaþjón- ustunnar hafa mætt að morgni til og spjallað við börnin á elstu deildum leikskólanna um endurvinn- slu og í framhaldinu afhent þeim poka og einnota han- ska. Með þessa kostagripi í farteskinu hafa krakkarnir síðan haldið í gönguferðir um nágrenni leikskóla sinna og týnt upp rusl á víðavangi, sem þau hafa svo meðferðis aftur á leikskólann og flokka í góðu tómi. Deginum eftir hafa Gámaþjónustumenn svo snúið aftur og tekið við ruslinu í þartilgerða gáma, leyft börnunum að lítast um í ruslabílunum og kynnt þeim starfsemi Gámaþjón- ustunnar. Ragnar Ágúst Kristinsson, framkvæmda- stjóri Gámaþjónustunar, segir að verkefnið sé skemmtileg leið til þess að vekja athygli á nauðsyn þess að flokka sorp og efast ekki um að það eigi eftir að skila árangri. „Mér datt í hug að það gæti verið sniðugt að reyna að virkja krakkana og það hefur sýnt sig að þau hafa afar gaman af þessu. Þeim finnst ægilega flott að fá ein- nota gúmmíhanska og barmmerki sem þau fá af- hent að verkefninu loknu vekja ekki síður hrifningu. Við höfum nú lokið yfirreið okkar um leikskóla bæjarins og erum þessa stundina að velta því fyrir okkur að gera þetta að árlegum viðburði og fara jafnvel á fleiri leik- skóla næst. Ég hef á tilfinn- ingunni að þessir krakkar verði öflugir í því að flokka heimilissorpið þegar fram líða stundir og þeir eiga væntanlega líka eftir að vekja foreldrana til umhugs- unar þegar þau snúa heim með þessa þekkingu í far- teskinu,“ segir Ragnar. Ragnar bendir forsvars- mönnum leikskóla í ná- grenninu er kunna að hafa áhuga á þátttöku í verkefn- inu að hafa samband við sig, því framkvæmd þess sé reglulega skemmtileg og ekkert því til fyrirstöðu að ferðast víðar. Leikskólakrakk- ar á kafi í rusli Gámaþjónusta Vestfjarða og leikskólinn Eyrarskjól Ragnar Á. Kristinsson, framkvæmdastjóri Gámaþjón- ustunnar, afhendir Ólöfu Gísladóttur, fóstru, viðurkenn- ingu fyrir þátttöku leikskólans í verkefninu og krakkarnir fylgjast spenntir með.

x

Bæjarins besta

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.