Bæjarins besta - 24.07.2002, Qupperneq 2
2 MIÐVIKUDAGUR 24. JÚLÍ 2002
LEIÐARI
Gatslitin plata
Umboðs-
aðilar BB
Eftirtaldir einstaklingar sjá um
sölu og dreifingu á BB á þétt-
býlisstöðum utan Ísafjarðar:
Bolungarvík: Nikólína Þor-
valdsdóttir, Hjallastræti 38,
sími 456 7441. Súðavík: Linda
Rut Ásgeirsdóttir, Arnarflöt 9,
sími 586 2192. Suðureyri:
Deborah Anne Ólafsson, Aðal-
götu 20, sími 891 7738. Flat-
eyri: Gunnhildur Brynjólfsdótt-
ir, Brimnesvegi 12a, sími 456
7752. Þingeyri: Selma Rut
Sófusdóttir, Hlíðargötu 40, sími
456 8269.
Frá útgefendum:
Útgefandi: H-prent ehf. Sólgötu 9, 400 Ísafjörður, sími 456 4560, fax 456 4564 • Netfang prentsmiðju: hprent@bb.is • Ritstjóri: Sigurjón J. Sigurðsson, sími 892
5362, netfang: bb@bb.is• Ritstjóri netútgáfu: Sigurjón J. Sigurðsson • Blaðamenn: Haukur Magnússon, sími 695 8158, netfang: haukur@bb.is, Hálfdán Bjarki
Hálfdánsson, sími 863 7655, netfang: blm@bb.is • Ljósmyndari: Halldór Sveinbjörnsson, sími 894 6125, netfang: halldor@bb.is • Fréttavefur: www.bb.is •
Lausasöluverð er kr. 200 eintakið m. vsk. • Áskriftarverð er kr. 170 eintakið • Veittur er afsláttur til elli- og örorkulífeyrisþega. Einnig sé greitt með greiðslukorti
Hreppsnefnd Súðavíkur-
hrepps samþykkti einróma á
fundi á föstudag að ganga til
samninga við Ómar Má Jóns-
son í starf sveitarstjóra. Ómar
Már er iðnrekstrarfræðingur
að mennt. Hann er fæddur og
uppalinn í Súðavík, en hefur
undanfarin ár starfað sem
framkvæmdastjóri vörukynn-
ingarfyrirtækisins Fagkynn-
ingar ehf. í Reykjavík. Ómar
Már var valinn úr hópi þrettán
umsækjenda um starfið og er
tekinn fram yfir Ágúst Kr.
andi sveitarstjóra sem bæði
sóttu um starfið.
Aðrir umsækjendur um
starfið voru eftirtaldir; Snorri
Ásmundsson, Reykjavík, Ein-
ar Garðar Hjaltason, Akureyri,
Áróra Jóhannsdóttir, Reykja-
vík, Bergþóra Kristín Grétars-
dóttir, Reykjavík, Böðvar
Jónsson, Kópavogi, Hafsteinn
Sævarsson, Borgarnesi, Jakob
Kristinnsson og Jón Kr. Auð-
bergsson, Bíldudal og Krist-
ján G. Þorvaldz og Vignir Þór
Jónsson, Reykjavík.
Súðavíkurhreppur
Ómar Már Jónsson
ráðinn sveitarstjóri
Björnsson, fyrrverandi sveit-
arstjóra hreppsins, og Frið-
gerði Baldvinsdóttur, núver-
Ómar Már Jónsson.
Grammófónplatan frá árinu 1915, sem bóndinn á Hrafnabjörgum spilaði í nýja
safnahúsinu á Ísafirði á harmonikuhátíðinni í byrjun mánaðarins, hljómaði ólíkt betur
en gatslitin plata stjórnvalda allra tíma um úttekt á skattsvikum, sem enn einu sinni hef-
ur verið sett á fóninn, stjórnvöldum sjálfum til friðþægingar. Söngtextinn er
kunnuglegur: Þriggja manna nefnd komin á koppinn, til að gera úttekt á neð-
anjarðarhagkerfinu, sem talið er að velti tugum milljarða króna á ári hverju
og vanskilum vörsluskatta, eins og það heitir á fínu máli að skila ekki inn-
heimtufé til ríkissjóðs.
Samtök aldraðra sýndu nýverið fram á að skatthlutfall ellilífeyris hefði hækkað
verulega síðasta áratuginn. Stjórnvöld segja á móti að ráðstöfunartekjur hafi hækkað
á tímabilinu og því skipti skattahækkunin ekki máli. Auðvitað er þetta yfirlýsing um að
lífeyrisþegar hafi ekki haft þörf fyrir alla kaupmáttaraukninguna og því hafi ríkisvaldið
séð ástæðu til að höggva af henni með skattahækkun. Þetta eru skilaboðin til þess hluta
þjóðarinnar, sem búinn er að skila dagsverkinu og fer ekki fram á annað en að fá að
njóta ávaxta áratuga erfiðis og ævikvöldsins með reisn.
Búnaðarbankinn fer nú mikinn í að ná yfirtökum á SPRON í skjóli laga, sem þing-
heimur hefur greinilega misskilið (eða ekki skilið frekar en kvótalögin á sínum tíma)
þá sett voru. Til verksins nýtur bankinn aðstoðar fimm kunnra manna. Fyrir hjálpsemina
mun hann, að sögn, ætla að þóknast hverjum og einum þeirra um allt að sjö milljónir.
Fjarri lagi er að ofsjónir yfir þessu lítilræði ráði þar um, að á þetta er minnst. Hins vegar
er upplagt að hafa hliðsjón af þessu í umfjöllun um ,,skattaréttlætið“, sem blasir við í
samfélaginu. Vinna fimm menninganna telst ekki ,,unnin með hörðum
höndum“, heldur heitir þetta að ,,láta fjármagnið vinna fyrir sig.“ Á þessu
tvennu er 28,54% skattamismunur, hinum hörðu höndum í óhag.
Eftirlaunaþeginn, sem átti þess kost að búa í haginn fyrir elliárin með
lífeyrissparnaði og galt keisaranum fulla skatta af öllum tekjum sínum, þar með töldu
því, sem hann lagði til hliðar til elliáranna, er ekki talinn þess verður að ávöxtun sparn-
aðar hans falli undir skilgreininguna að láta fjármagnið vinna fyrir sig, heldur meta
stjórnvöld greiðsluna til hans, sem vinnu hinna hörðu handa og tvískatta hana þar með.
Kosningar til alþingsins nálgast. Stjórnmálamenn allra flokka verða að átta sig á því,
að sá hluti þjóðarinnar, sem sætir þvílíku ranglæti og á sér stað með skattlagningu
eftirlauna, er býsna stór. Hristi þessi fjölmenni hópur af sér klafann og sýni hversu
voldugur og sterkur hann er, er hætt við að hrikti í innviðum á höfuðbólunum stjórn-
málaflokkanna.
s.h.
Þingeyri
Ölvunarakst-
ur og ólæti á
tjaldstæðinu
Lögreglunni á Ísafirði barst
á þriðja tímanum í fyrrinótt,
tilkynning um að tveir menn
sem sætu við drykkju í húsbíl
á tjaldstæðinu á Þingeyri,
væru að egna hvorn annan til
þess að fara á skytterí.
Lögregla fór á staðinn og
gerði upptæka tvo riffla sem
fundust í fórum mannanna,
en lét annars iðju þeirra óá-
talda. Rúmum tveimur tímum
síðar barst lögreglu aftur
ábending frá tjaldstæðinu, nú
þess efnis að ölvaður ökumað-
ur æki þar um á sama húsbíl.
Mun maðurinn hafa ekið fram
hjá tjöldum á tjaldstæðinu og
rakleiðis út af því, en ferð
sína endaði hann á steypu-
stöpli við íþróttahúsið á Þing-
eyri þar sem sat hann fastur
og reyndi að losa bifreiðina
þegar lögreglu bar að garði í
annað sinn.
Að sögn lögreglu var mað-
urinn mjög ölvaður.
Bolungarvík
16.500 tonn-
um landað
hjá Gná ehf
Í gær var landað um 1000
tonnum úr loðnuskipinu Erni
í Bolungarvík. Skip eru enn
að veiðum fyrir vestan Kol-
beinsey, og að sögn Einars
Jónatanssonar, framkvæmda-
stjóra loðnubræðslunnar
Gnár, er veiðin eitthvað farin
minnka. „Með þeim afla sem
verið er að landa núna höfum
við tekið inn 16.500 tonn á
þessari vertíð“, segir Einar.
Ekki hafa fleiri skip boðað
komu sína til Bolungarvíkur
enn sem komið er. „Maður
fer varlega í að fá afla, því ef
við höfum ekki undan er hrá-
efnið fljótt að skemmast“, seg-
ir Einar Jónatansson.
Um þessar mundir eru
nemendur á kajaksmíða-
námskeiði á vegum Sigl-
ingadaga við Ísafjarðardjúp,
að leggja lokahönd á báta
sína. Alls eru átta nemendur
á námskeiðinu og smíða þeir
saman fimm báta.
Meðal nemenda á nám-
skeiðinu er kajakfrömuður-
inn Sigurður Hafberg frá
Flateyri, en hann segist hafa
fulla trú á því að fleyturnar
verði fyrirtaks smíði þegar
yfir lýkur. Kennarar á nám-
skeiðinu koma frá Græn-
landi en það eru þeir Aap-
anngujuk Jakobsen og Ole
Petrussen og nota þeir aðal-
lega furu, ask og eik í grind
bátanna sem klæddir eru
með bóðmullardúk.
Formlegur lokadagur
námskeiðsins, sem haldið
er í tengslum við siglinga-
daga á Ísafirði, var á sunnu-
dag. Þar sem ekki reyndist
unnt að ljúka smíðinni nýttu
sumir tækifærið og tóku sér
frí frá vinnu á mánudag til
að nýta grænlensku kennar-
ana enn betur, en þeir fara
til síns heima von bráðar.
Smíða kajak úr
timbri og bóðmull
Sigurður Rúnar Jónsson (Diddi fiðla) fær tilsögn frá
Aapanngujuk Jakobsen við smíðina.
Listasumarið í Súðavík fer fram dagana 8.-11. ágúst
Fjölbreytt dagskrá í fjóra daga
Dagskrá hins árlega Lista-
sumars í Súðavík, sem fer
fram helgina 8.-11. ágúst, hef-
ur nú verið opinberuð og að
vanda verður fjöldi forvitni-
legra viðburða á dagskrá. Há-
tíðin hefst með námskeiði í
gerð íkonamynda sem fer
fram 7. og 8. ágúst. Þar kenna
mægðurnar Sóley Veturliða-
dóttir og Sveinfríður Hávarð-
ardóttir þessa mætu list. Opin-
ber setningarathöfn listasum-
arsins fer fram kl. 20 að kvöldi
fimmtudagsins 8. ágúst við
félagsheimili staðarins. Hin
árlega bíósýning í Súðavíkur-
bíói hefst stundarfjórðungi
síðar, en að þessu sinni verður
sýnd íslenska kvikmyndin
Regína.
Á föstudeginum 9. ágúst ber
hæst fjölskylduferð út á Fola-
fót sem farin verður með
Hornströndum ehf. Þar verða
áhugasamir ferjaðir út í Fola-
fót, en þaðan munu þeir ganga
þriggja klukkustunda leið sem
liggur yfir Fót og að Hesti.
Þátttakendur verða síðan
keyrðir þaðan heim til Súða-
víkur. Göngulúnir gestir ættu
ekki að láta sér leiðast þá um
kvöldið, því kl. 22 hefjast tón-
leikar Sextetts Kristjönu Stef-
ánsdóttur, jazzsöngkonunnar
góðkunnu frá Selfossi, í sal
Grunnskóla Súðavíkur.
Klukkan 11 að morgni laug-
ardagsins 10. ágúst verður
gengið um gamla þorpið í
Súðavík undir leiðsögn Ragn-
ars Þorbergssonar. Ragnar er
kunnugur öllum krókum og
kimum þar, en gengið verður
frá mósaíklistaverkinu við
Aðalgötu. Tveimur tímum
síðar hefst „Geislaglóð“,
íþróttagleði ungmennafélags-
ins Geisla.
Kl. 14 verður Félagsmið-
stöð Félags sumarbúa í Súða-
vík opnuð formlega í gamla
pósthúsinu á staðnum. Þar
hyggjast sumarbúar standa
fyrir uppákomum á borð við
sögukvöld og ljóðalestur fram
á haust, en einnig verður fé-
lagsmiðstöðin vettvangur fyr-
ir gesti til þess að sýna sig og
sjá aðra.
„Dýrðleg veisla“ nefnist
viðburður er hefst kl. 15 þenn-
an dag í nýrri þjónustumiðstöð
Súðavíkurhrepps. Þar munu
tveir Súðvíkingar snæða mat
frá sjö þjóðlöndum með við-
eigandi tónlist með hverjum
rétti. Sýningargestir geta
fylgst með tilburðunum um
leið og þeir þiggja mat af
veisluborðinu, en ílátin sem
þeir eru bornir fram í eru
sýningargripir. Samhliða
veislunni verður samsýning
listakvennanna Ingiríðar Óð-
insdóttur, Jónu Thors, Sigríðar
Erlu Guðmundsdóttur og
Kristínar Ísleifsdóttur opnuð
í þjónustumiðstöðinni.
Þá um kvöldið fer fram
varðeldur og brekkusöngur í
Súðavík, en í ár eru það Súð-
víkingar sjálfir sem stýra her-
legheitunum eins og þeim ein-
um er lagið. Frosti Gunnars-
son gegnir störfum brennu-
stjóra, og Egill Heiðar Gísla-
son frá Grund og Stefán Kjart-
ansson í Eyrardal stýra söng-
num. Eftir varðeldinn skokka
gestir í Grunnskóla Súðavík-
ur, kaupa sér sérlagaða súpu
og brauð og hita þar upp fyrir
ball kvöldsins í félagsheimili
Súðvíkinga, en þar leikur
hljómsveitin Bland í poka
fyrir dansi. Súpusérfræðingur
þessa Listasumars er Súðvík-
ingurinn góðkunni Esra Esra-
son.
Lokadagur hátíðarinnar
hefst með fjölskylduguðs-
þjónustu í Súðavíkurkirkju, en
að henni lokinni geta gestir
matast í kaffihlaðborði á sal
grunnskólans. Þar verður af-
rakstur íkonanámskeiðsins til
sýnis auk þess sem leikararnir
þjóðkunnu Björgvin Franz
Gíslason og Þórunn Clausen
sýna uppfærslu Hafnarfjarðar-
leikhússins á sögunni um
Rauðhettu. Kaffihlaðborðið er
síðasti dagskrárliður Lista-
sumarsins að þessu sinni, en
því verður formlega slitið kl.
16 á sunnudaginn.