Bæjarins besta - 24.07.2002, Page 5
MIÐVIKUDAGUR 24. JÚLÍ 2002 5
smáar
ustu sýn lífs míns til þessa
þegar við sigldum fram hjá
norskum olíuborpalli þegar
tekið var að kvölda. Það er
alveg einstakt að sjá þessar
ljósaborgir standa upp úr auðn
hafsins. Birtan í loftinu olli
því að mér leið hálfpartinn
eins og ég væri að sigla inn í
vísindaskáldsögu. Reyndar
var ekki lítið um svona upp-
lifanir í ferðinni. Mér leið statt
og stöðugt eins og ég væri að
taka þátt í einhverju miklu
ævintýri.
Á leiðinni frá Hjaltlandi til
Færeyja lentum við t.a.m. í
miklu roki og öldugangi þegar
ég átti vakt uppi á dekki. Þetta
var um miðja nótt og kolniða-
myrkur úti, en vegna vindátt-
arinnar þurftum við að rifa
meginseglið og binda það nið-
ur. Það var rosaleg upplifun
að hanga yfir ólgandi hafinu
með báðum höndum í ránni,
reynandi að binda niður seglið
með lappirnar í lausu lofti og
vitandi að það eina sem hélt
mér frá því að detta voru mínar
eigin hendur.
Síðar sama kvöld lá ég svo
sofandi í káetunni minni þar
sem ég átti frívakt. Það var
enn mikill öldugangur og ég
vaknaði við að báturinn gekk
undan mér. Ég var í örfáar
sekúndur stödd í lausu lofti
án þess að átta mig almenni-
lega á því og rétt náði að hugsa
„hvar er koddinn minn?“ áður
en ég skall niður í kojuna aftur,
beint á koddann. Þetta er
ævintýramennska, þetta er ak-
sjón“, segir Ester og brosir.
Tími ævintýranna
er ekki liðinn
Þrátt fyrir að Ester hafi notið
sjóferðarinnar til hins ýtrasta
og upplifað þar mörg ævintýri
var hún engu að síður fegin
þegar fyrstu merki um heima-
landið tóku að sjást við sjón-
deildarhringinn. „Það var góð
tilfinning þegar ég gerði mér
grein fyrir því að þetta hvíta
sem ég sá við sjónarröndina
var ekki ský heldur Vatna-
jökull“, segir hún. „Ég þrætti
reyndar við hin í áhöfninni
sem héldu því lengi vel fram
að stolt okkar Íslendinga væri
ekkert annað en skýjabakki.
Þegar fólk skreið upp úr káet-
um sínum klukkan átta morg-
uninn eftir lék hins vegar eng-
inn vafi á því að við værum að
nálgast áfangastað. Við blöstu
Mýrdals- og Eyjafjallajökull
í glampandi sólinni og mávar
sveimuðu milli fiskibáta
skammt frá okkur. Þegar ég
leit yfir þetta laust þeirri hugs-
un í mig að ég væri komin
alla leið yfir Atlantshafið á
skútu. Það er ansi stór hugsun
að hafa gert eitthvað á borð
við þetta og mér varð þá ljóst
hversu verðmæt þessi ferð á
eftir að verða mér þegar fram
líða stundir.
Að sigla á tíu hnúta ferð
undir segli með öldurnar fyss-
andi umhverfis mig, vindurinn
blæs, maður horfir á skýin og
hefur eitt andartak ekki minn-
stu hugmynd um hvaða dagur
er eða hvað maður heitir yfir-
leitt. Í stutta stund saman-
stendur umheimurinn af blárri
auðn hvert sem augað lítur og
þá er eins og lífið sé fullkomið,
ævintýri.“
– En heldur þú að verkefnið
eigi eftir að skila einhverju til
hins almenna borgara?
„Fólk getur að sjálfsögðu
farið í Hafnarhúsið og skoðað
hvað við höfðumst að á þess-
um þremur vikum. En ég held
að það mikilvægasta séu
kannski skilaboðin sem við
sendum umheiminum; það er
hægt að upplifa ævintýri þó
að nútíminn hellist óðum yfir
okkur. Það er hægt að taka
skref til baka til þess að upp-
lifa heiminn og finna vindinn
á andlitinu. Það er ennþá
hægt.“
Ester Ösp Guðjónsdóttir.
Óska eftir 2ja herb. íbúð til
leigu, helst á eyrinni á Ísafirði.
Uppl. í síma 849 0113.
Til sölu er 3ja herb. íbúð á eyr-
inni á Ísafirði á mjög góðu verði.
Góð eign til að byrja á. Uppl. í
síma 690 2100.
Til leigu er lítil íbúð á eyrinni á
Ísafirði. Laus frá og með 15.
júlí. Uppl. í síma 896 0542.
Til sölu er lítill Whirlpool ísskáp-
ur, aðeins notaður í 1 ár. Verð
kr. 16 þús. Uppl. í símum 456
4011 og 848 0528.
Til sölu er amerískt, king size
rúm, sófasett og þurrkari. Uppl.
í síma 690 3115.
Til sölu er vandað og gott skrif-
borð. Uppl. í síma 456 8230.
Til sölu er nettur leður hornsófi
ásamt borði. Verð kr. 30.000.
Uppl. í síma 690 7270.
Óska eftir konu til að þrífa
heimahús tvisvar í mánuði.
Uppl. í síma 660 6081.
Frá 1. september er til leigu
stúdíóíbúð að Hlíðarvegi 42 á
Ísafirði. Uppl. í símum 456
3704 og 456 4022.
Til sölu er dökkgrænn Silver
Cross barnavagn með bátalag-
inu. Verð kr. 15.000. Uppl. í
síma 861 4654.
Blár Nokia 6110 GSM-sími
tapaðist fyrir ca. tveimur mán-
uðum. Finnandi vinsamlegast
hafi samband í síma 863 4295
eða 456 4295.
Óska eftir að leigja 1-2ja herb.
húsnæði í Skutulsfirði næsta vet-
ur. Reglusemi og skilvísum
greiðslum heitið. Uppl. í síma
456 2025 eða 869 4787.
Til leigu er 3ja herb. íbúð að
Engjavegi 17. Leigist frá og
með 1. ágúst. Leiga kr. 30.000.
á mán. Uppl. í síma 867 0397.
Til sölu er Apollo Lux tjaldvagn.
Uppl. í síma 456 5481.
Til sölu er sófaborð, hillusam-
stæða og tölvuborð fyrir lítinn
pening. Uppl. í símum 456
5063 og 866 7012 e. kl. 16.
Til sölu er uppstoppaður refur
og fálki. Uppl. í síma 861 4709.
Til sölu er emaleruð Sóló elda-
vél. Uppl. í síma 855 4100.
Til leigu er 4ra herb. íbúð frá 4.
ágúst nk. Sér inngangur og
geymslur. Vel staðsett. Sann-
gjörn leiga. Upplýsingar í síma
867 5161.
Neðstikaupstaður á Ísafirði
Gestum fjölgar miðað
við sama tíma í fyrra
Talvert fleiri ferðamenn
hafa sótt Byggðasafnið í
Neðstakaupstað á Ísafirði
heim það sem af er júlí en á
sama tíma í fyrra. „Við fund-
um fyrir örlítilli aukningu í
júní, þrátt fyrir að þá hafi engin
skemmtiferðaskip komið til
bæjarins. Það sem af er júlí
hefur verið talsverð aukning
gesta. Sem fyrr virðast Íslend-
ingar vera heldur fleiri en er-
lendir ferðamenn“, segir
Heimir Hansson, safnvörður
í samtali við blaðið.
Greiðasala í Tjörukaffi hef-
ur tekið mikinn kipp í júlí.
„Það var tiltölulega rólegt í
júní, en gestum hefur fjölgað
mikið að undanförnu. Það er
skemmtilegt að segja frá því
að ferðamenn eru mjög
ánægðir, ekki bara með safnið
og kaffihúsið í Neðstakaup-
stað, heldur með Ísafjörð allan
og þá sérstaklega miðbæinn.
Helst kemur það Íslendingum
á óvart hvað allt er í miklum
blóma“, segir Heimir.
Deild 21 innan Vinnuskóla Ísafjarðarbæjar
Ágæt útkoma í umhverf-
ismati hjá fyrirtækjum
Fyrirtæki í Ísafjarðarbæ
koma ágætlega út úr umhverf-
ismati sem deild 21 innan
vinnuskóla bæjarins gerði í
sumar. Alls var skoðað ytra
umhverfi 70 fyrirtækja í öllum
þéttbýliskjörnum bæjarins og
gerð könnun á innra umhverfi.
„Niðurstöður ytra matsins
komu ágætlega út. Af 70 fyr-
irtækjum voru 21 fyrirtæki
sem fengu engar athugasemd-
ir og voru talin til fyrirmyndar
fyrir Ísafjarðarbæ“, segir í nið-
urstöðu umhverfismatsins.
„Niðurstaða þessa um-
hverfismats er á margan hátt
athyglisverð og gefur ein-
hverja hugmynd um ástand
umhverfismála hjá fyrirtækj-
um í Ísafjarðarbæ. [...] Sú
spurning sem endurspeglar ef
til vill einna best hið raun-
verulega ástand umhverfis-
mála í Ísafjarðarbæ er síðasta
spurningin það sem spurt er
hvort svarandi telji fyrirtæki í
Ísafjarðarbæ eiga við um-
hverfisvandamál að stríða.
Eins og fram kom áður skipt-
ust svarendur í tvær nánast
hnífjafnar fylkingar og því
greinilega skiptar skoðanir um
þetta mál“, segir í niðurstöðu
matsins.
Í lokaorðum niðurstöðunn-
ar segir: „Það er vissulega
margt sem má betur fara hjá
fyrirtækjum Ísafjarðarbæjar
en einnig margt, ef ekki fleira,
sem við getum verið ánægð
með. Að lokum má nefna að
fljótlega eftir heimsóknina
mátti sjá að fyrirtækin höfðu
mörg hver greinilega vaknað
til umhugsunar eftir fyrri
heimsóknina og á nokkrum
stöðum er búið að setja blóm
við byggingar og hreinsa til á
lóðum. Þessi viðbrögð þurfa
þó ekki að koma á óvart því
að það er oft að fólk verður
samdauna umhverfi sínu og
hættir að taka eftir því sem
mætti betur fara og er því
ánægt þegar einhver bendir á
það sem fara má betur.“
Mýrakirkja
Tónleikar
á föstudag
Sópransöngkonan Diljá
Sigursveinsdóttir heldur
tónleika í Mýrakirkju í
Dýrafirði á föstudag kl.
21:00 við undirleik Guð-
nýjar Einarsdóttur, organ-
ista.
Mýrakirkja fagnaði 100
ára afmæli árið 1997 og
hafa vandaðir, menningar-
og kirkjulegir viðburðir
verið fastir liðir í sumar-
dagskrá kirkjunar síðan
þá, enda hentar hún vel
fyrir slíka starfsemi þar
sem hljómburður í henni
þykir afar góður og nægt
rými er fyrir áhorfendur.
Aðgangur á tónleikana
er ókeypis, en dagskrá
þeirra samanstendur af
fjölda laga úr ýmsum átt-
um og er þar m.a. að finna
falleg íslensk sönglög sem
flestir ættu að þekkja.
Sóknarnefnd Mýrakirkju
býður alla velkomna.
Sveinbjörn sigraði í kajakróðri
Siglingadagar við Ísafjarðardjúp
Sveinbjörn Kristjánsson frá
Bolungarvík sigraði í keppni
í kajakróðri sem haldin var á
Ísafirði á laugardag í tilefni af
siglingadögum sem standa
yfir. Keppnin var mjög spenn-
andi og tók það Sveinbjörn
56 mínútur og 11 sekúndur
að róa tíu kílómetra, en þjálfari
hans, Halldór Sveinbjörnsson,
kom í mark tveimur sekúnd-
um síðar.
Af þeim sem réru styttri
vegalengdina, 6,5 kílómetra,
var Baldur Pétursson frá Flat-
eyri röskastur, réri á 36:24. Þá
sigraði Elísabet Finnbogadótt-
ir í kvennaflokki og réri 6,5
kílómetra á 44 mínútum.
Elísabet var reyndar eina kon-
an sem tók þátt og vilja for-
kólfar kajakíþróttarinnar hvet-
ja vestfirskar valkyrjur til að
snúa sér að kajakróðri.
Um kvöldið gerðu kajak-
menn sér glaðan dag í Tjöru-
húsinu í Neðstakaupstað á Ísa-
firði. Sigurður Rúnar Jónsson,
betur þekktur sem Diddi fiðla,
lék á harmonikku fyrir lúna
en ánægða kajakgarpa og
Rúnar Óli Karlsson, einn
skipuleggjenda siglingadaga,
lék á gítar.
Siglingadögum verður fram
haldið um næstu helgi. Á
föstudag hefst kajaknámskeið
í Reykjanesi í umsjón Hall-
dórs Sveinbjörnssonar og
munu enn nokkur sæti vera
laus. Hægt er að skrá sig hjá
Halldór í síma 894-6125, eða
hjá Pétri síma 893-1791.
Þá má ekki gleyma hinu
rómaða bátaballi í Ögri sem
haldið verður á laugardags-
kvöld. Hljómsveitin Rós mun
þar leika fyrir dansi og að
vanda verður boðið upp á
rabbabaragraut með rjóma í
hléi.
Þrír efstu í kajakróðrinum. F.v. Sveinbjörn Kristjánsson, Halldór Sveinbjörnsson og
Gunnar Tryggvason ásamt Rúnari Óla Karlssyni.