Bæjarins besta - 24.07.2002, Side 12
ÓHÁÐ Á VESTFJÖRÐUMFRÉTTABLAÐ
Stofnað 14. nóvember 1984• Sími 456 4560 •Fax 456 4564 • Netfang: bb@bb.is • Verð kr. 200 m/vsk
bb.is
– öflugur frétta- og
upplýsingamiðill!
Ísafjörður
Stálu bíl-
númerum
Aðfaranótt sunnudags
gerðu tveir menn um tví-
tugt sér það að leik að
stela bílnúmerum af bif-
reiðum við Urðarveg á
Ísafirði.
Mennirnir hafa báðir
gengist við verknaðinum
og gáfu þær skýringar á
athæfi sínu að þeim hafi
fundist þjófnaðurinn af-
skaplega fyndinn, enda
báðir við skál þá um nótt-
ina.
Sömu nótt var stolið
hjóli undan hjólhýsi við
Urðarveg og tilraun var
gerð til að stela reiðhjóli.
Ísafjörður
Göngustígur
milli gatna?
Húseigendur nokkurra
húsa við Engjaveg og
Seljalandsveg á Ísafirði
hafa óskað eftir því við
bæjaryfirvöld að gerður
verði göngustígur milli
húsa þeirra.
Í bréfi til bæjaryfirvalda
segja húseigendurnir að
talsverður átroðningur
skapist á lóðum þeirra
vegna ferða nemenda MÍ
og annarra íbúa Engjaveg-
ar og Urðarvegar, sem
stytta sér gjarnan leið um
lóðir þeirra. Jafnframt lýsa
bréfritarar því yfir að þeir
séu tilbúnir að láta eftir
hlut í lóðum sínum til
þessara framkvæmda.
Tæknideild Ísafjarðar-
bæjar hefur verið falið að
leggja fram greinargerð
um málið.
Suðureyri
Íbúarnir vilja
íþróttahús
Bæjarráð Ísafjarðar-
bæjar hefur falið tækni-
deild að kanna kostnað
við byggingu íþróttahúss
á Suðureyri, en sem kunn-
ugt er, hefur þar lengi skort
aðstöðu til íþróttaiðkunar.
Súgfirsk ungmenni af-
hentu Halldóri Halldórs-
syni, bæjarstjóra, undir-
skriftarlista vegna málsins
í vor en flest framboð við
bæjarstjórnarkosningar í
vor höfðu það á stefnuskrá
sinni að koma upp íþrótta-
húsi á Suðureyri.
Seglskipið Fiia við bryggju á Ísafirði.
Ungmenni á ferð um Norðurhöf
Seglskútan Fiia frá Raahe
í Finnlandi kom við á Ísa-
firði á fimmtudag í síðustu
viku. Um borð voru níu
ungmenni víðs vegar að af
Norðurlöndum sem hafa að
undanförnu verið á siglingu
um Norðurhöf, en ferð
þeirra er liður í samnorræna
verkefninu „Nordic mess-
ages from the seas“.
Markmiðið með því er að
norræn ungmenni komist í
kynni við hafið og sjávar-
þorp Norðurlanda milli þess
sem þau skapa list með að-
stoð ýmissa miðla. Skip-
verjar kynntu síðan verkefn-
ið í samstarfi við heima-
menn og á föstudag hélt
skútan áleiðis til Húsavíkur.
Sjá einnig viðtal við einn
skipverjanna, Ester Ösp
Guðjónsdóttur á bls. 4 og 5.
Húseignin Grænigarður á Ísafirði
Ráðuneytið samþykkir sölu
Umhverfisráðuneytið hefur
samþykkt sölu Ísafjarðarbæj-
ar á fasteigninni Grænagarði
við Seljalandsveg á Ísafirði
að fenginni tillögu Ofanflóða-
sjóðs. Eignin verður því seld
með þinglýstum kvöðum um
nýtingu. Hefur bæjarstjóra
verið falið að ganga frá söl-
unni.
Ísafjarðarbær mun væntan-
lega gangast við 750.000
króna tilboði barnabarna Pét-
urs Pétussonar í eignina, en
bæjarráð lagði til við bæjar-
stjórn í maí að tilboði þeirra
yrði tekið. Tilboðið er það síð-
asta af fjöldamörgum sem af-
komendur Péturs hafa gert í
eignina frá því að ákveðið var
að selja hana, en af þeim níu
tilboðum sem bárust upphaf-
lega í hana voru átta frá af-
komendum Péturs.
Grænigarður er steinsteypt
hús frá árinu 1950 með tveim-
ur íbúðum. Í kjallara er 68,3m²
íbúð og á þeirri efri er 82,5m²
íbúð. Um er að ræða upp-
kaupahús á snjóflóðahættu-
svæði, sem ekki er gert ráð
fyrir að verði varið og er bú-
seta í húsinu óheimil á tíma-
bilinu 1. nóvember til 30. apríl
ár hvert.
Bátadagur fjölskyldunnar
var haldinn á Ísafirði á sunnu-
dag. Þar gafst mönnum tæki-
færi á að komast á sjóinn með
einum eða öðrum hætti og má
með sanni segja að Ísfirðingar
og aðrir hafi tekið tækifærinu
fegins hendi. Talið er að um
400 manns hafi tekið þátt á
bátadeginum og eru skipu-
leggjendur furðu lostnir, en
himinlifandi, yfir viðbrögðun-
um.
„Það var rosalegt rennerí í
gær. Menn fengu að prófa alls
kyns farartæki og fólkið hafði
líka gaman af því að kíkja á
kajaksmiðjuna sem er í gangi
í aðstöðunni á Suðurtanga“,
segir Rúnar Óli Karlsson.
Um 400 manns tóku þátt
Bátadagur fjölskyldunnar á Ísafirði
Pollurinn á Ísafirði var skrautlegur á sunnudag.