Bæjarins besta - 27.11.2002, Page 2
2 MIÐVIKUDAGUR 27. NÓVEMBER 2002
ÚTGÁFAN
ISSN 1670 - 021X
Útgefandi:
H-prent ehf.
Sólgötu 9, 400 Ísafjörður
Sími 456 4560,
Fax 456 4564
Ritstjóri:
Sigurjón J. Sigurðsson,
sími 892 5362, bb@bb.is
Blaðamaður:
Hálfdán Bjarki Hálfdánsson
sími 863 7655,
halfdan@bb.is
Ritstjóri netútgáfu:
Hlynur Þór Magnússon
sími 892 2240
blm@bb.is
Ljósmyndari:
Halldór Sveinbjörnsson
sími 894 6125,
halldor@bb.is
Ábyrgðarmenn:
Sigurjón J. Sigurðsson og
Halldór Sveinbjörnsson
Fréttavefur: www.bb.is
Önnur útgáfa:
Á ferð um Vestfirði
Umboðsaðilar BB:
Eftirtaldir aðilar sjá um
dreifingu á blaðinu á þétt-
býlisstöðum utan Ísa-
fjarðar: Bolungarvík:
Sólveig Sigurðardóttir,
Hlíðarstræti 3, sími 456
7305. Súðavík: Sólveig
Gísladóttir, Arnarflöt 7, sími
456 4106. Suðureyri:
Deborah Anne Ólafsson,
Aðalgötu 20, sími 891
7738. Flateyri: Gunnhildur
Brynjólfsdóttir, Brimnesvegi
12a, sími 456 7752.
Þingeyri: Anna Signý
Magnúsdóttir, Hlíðargötu
14, sími 456 8233.
RITSTJÓRNARGREIN
Frumkvöðlarbb.is
pú
lsi
nn
fy
rir
ve
sta
n
Sölustaðir á Ísafirði:
Hamraborg, Hafnarstræti
7, sími 456 3166. Flug-
barinn, Ísafjarðarflugvelli,
sími 456 4772. Bónus,
Ljóninu, Skeiði, sími 456
3230. Bókhlaðan, Hafn-
arstræti 2, sími 456 3123.
Bensínstöðin, Hafnarstræti,
sími 456 3574. Samkaup,
Hafnarstræti 9-13, sími 456
5460. Krílið, Sindragata 6,
sími 456 3556.
Lausasöluverð er kr. 200
eintakið m.vsk. Áskriftarverð
er kr. 170 eintakið. Veittur
er afsláttur til elli- og
örorkulífeyrisþega. Einnig
sé greitt með greiðslukorti.
Ákvörðun þeirra Árna Gíslasonar og Sophusar J. Nielsen á Ísafirði að vélvæða
sexæringinn Stanley markar ein stærstu tímamótin í útgerð á Íslandi. Allar götur síð-
an frumkvöðlarnir stigu heillasporið hafa Vestfirðingar verið fljótir að tileinka sér
nýjungar í sjávarútvegi enda jafnan staðið í fremstu röð á þeim vettvangi. Skal eng-
an undra, þegar litið er til hversu nátengdir hafinu þeir hafa alla tíð verið og háðir
því, sem það gefur af sér.
Á þeim hundrað árum, sem liðin eru síðan litla Möllerup-vélin var sett í árabátinn
Stanley, hefur orðið bylting í öllu er lýtur að útgerð. Stöðugt þarf stærri sneið af kök-
unni til þess eins að standa undir kostnaði við sístækkandi fiskiskip, öflugri veiðar-
færi og tæknibúnað. „Sjálfbær nýting fiskistofna“ var orðalag sem menn kunnu ekki
skil á þegar aðstæður í lífríki hafsins og veðurfar réðu mestu um aflaföng frá ári til
árs. Nú eru breyttir tímar. Frelsi til fiskveiða horfið. Íbúar sjávarþorpa, sem við upp-
haf vélvæðingar bátaflotans horfðu vonaraugum út á hafið, lúta nú boðum og bönn-
um og eiga sér fárra kosta völ eftir áralanga ofveiði, sem stærri og kraftmeiri skip og
veiðarfæri, sem engu eira, hafa leitt af sér.
Auðlindir heimsins eru ekki óþrjótandi nægtabrunnur. Fiskimiðin við Ísland eru
þar engin undantekning. Við getum því hvorki vænst né krafist meira en sjálfbærs
afraksturs þeirra ár hvert. Allt þar umfram er stuldur frá komandi kynslóðum. Sjálf-
bær nýting fiskistofna og umgengni um miðin hlýtur að miklu leyti að grundvallast
á gerð veiðarfæra og hvar þau eru notuð innan lögsögunnar.
Tillögu Einars Kristins Guðfinnssonar alþingismanns um veiðafærarannsóknir á
Ísafirði var fálega tekið á sínum tíma. Engu breytti að sérmenntaður maður á þessu
sviði er búsettur á Ísafirði og að innan Netagerðar Vestfjarða hefur verið byggð upp
mikil þekking á veiðarfærarannsóknum. Frumkvæði þeirra Netagerðarmanna var
því miður enginn gaumur gefinn af yfirvöldum. Að þjóð, sem á jafnmikið undir
fiskveiðum komið og Íslendingar, skuli láta sig engu varða að afla þekkingar á sviði
veiðarfæra og hvaða áhrif þau hafa á lífríkið, er með öllu óskiljanlegt.
Auðvitað ber að nýta þá þekkingu og reynslu, sem byggst hefur upp á þeim
stöðum, sem næstir eru grunninum, sem velferð okkar stendur og fellur með, fiski-
miðunum. Vestfirðingar hafa sýnt að þeir rísa undir nafni sem frumkvöðlar í sjávar-
útvegi. Þeim er því vel treystandi til fleiri góðra verka en þeir sýndu fyrir einni öld
með fyrsta vélknúna fiskibátnum. s.h.
Ísafjörður
Léttir tón-
leikar á
sunnudag
Söngtónleikar og har-
monikutónleikar verða
haldnir í Frímúrarasalnum
á Ísafirði á sunnudag.
Flytjendur verða harmo-
nikuleikarinn Vadim Fyo-
dorov og systurnar Mari-
ola og Elzbieta Kowal-
czyk.
Að sögn þeirra sem
standa að tónleikunum
verður efnisskráin létt og
skemmtileg. Tónleikarnir
hefjast klukkan 18. Að-
gangseyrir verður 1.500
krónur en 500 krónur fyrir
grunnskólanema.
Þingeyri
Sólveig með
sölusýningu
Sólveig Vagnsdóttir,
handverkskona á Þing-
eyri, opnar sölusýningu á
næstu dögum.
Sýningin verður þar
sem verslun Gunnars Sig-
urðssonar var til húsa og
stefnir Sólveig að opnun
hennar fyrsta dag desem-
bermánaðar. „Ég hef lík-
lega opið fram til jóla en
það fer þó eftir því hvernig
viðtökurnar verða. Til
sýnis og sölu verða verk
úr leir og timbri“, segir
Sólveig.
Sorpbrennslan Funi í Engidal í Skutulsfirði
Eina stöðin með starfsleyfi til að
eyða úrgangi frá sjúkrahúsum
Sorpendurvinnslan Funi á
Ísafirði eina stöðin hérlendis
sem hefur starfsleyfi til að
brenna sérstakan úrgang frá
heilbrigðisstofnunum eða
svokallað sjúkrahússorp. Með
hugtakinu „sjúkrahússorp“ er
átt við sérstakan úrgang frá
heilbrigðisstofnunum sem
hefur í för með sér meiri sýk-
ingarhættu og hættu á meiðsl-
um en annar úrgangur. Til
þessa flokks heyrir sóttmeng-
aður úrgangur, líkamsleifar,
hvassir hlutir, lyfjaúrgangur
og frumubreytandi efni, sem
geta haft stökkbreytingar í för
með sér. Auk Funa á Ísafirði
eru hér á landi fimm stöðvar
sem brenna við háan hita, en
þær eru í Skaftafelli, á Kirkju-
bæjarklaustri, í Vestmanna-
eyjum, á Suðurnesjum og á
Tálknafirði. Þær stöðvar hafa
þó ekki starfsleyfi til brennslu
á áðurnefndum úrgangi.
Þetta kemur fram í svari um-
hverfisráðherra við fyrirspurn
Einars K. Guðfinnssonar á Al-
þingi um stöðu þessara mála
hérlendis. Einnig kemur fram,
að magn úrgangs frá heil-
brigðisstofnunum hafi verið
kannað árið 2000. Ætla megi
að úrgangur sem fellur undir
framangreint sé nálægt 350
tonnum á ári. Sorpbrennslan
á Suðurnesjum tók á móti
stærstum hluta þess eða 220
tonnum árið 2000 og 280
tonnum árið 2001.
Heilbrigðisstofnanir þar
sem mest fellur til af umrædd-
um úrgangi flokka hann yfir-
leitt og aðgreina frá öðrum
úrgangi þó að enn vanti upp á
að hann sé flokkaður sem
skyldi. Núna fer úrgangur frá
heilbrigðisstofnunum að
miklu leyti á förgunarstaði
fyrir neysluúrgang og almenn-
an rekstrarúrgang. Á Suður-
nesjum er gömul sorpbrennsla
sem tekur á móti stærstum
hluta þessa úrgangs en þar er
ekki fullnægjandi förgun á
sóttmenguðum úrgangi, segir
í svari umhverfisráðherra.
Áætlunarflug milli Ísafjarðar og Bíldudals
Flogið þrisvar í viku frá
næstu mánaðamótum
Áætlunarflug milli Bíldu-
dals og Ísafjarðar hefst 1. des-
ember. Flogið verður þrisvar í
viku svo lengi sem einhver
farþegi eða einhver vara bíður
flutnings milli staðanna. Flog-
ið verður frá Ísafirði klukkan
10 að morgni alla þriðjudaga
og fimmtudaga og til baka frá
Hvassnesflugvelli við Arnar-
fjörð korter fyrir 11. Á föstu-
dögum verður flogið frá Ísa-
firði korter fyrir tólf á hádegi
og lagt af stað til baka laust
fyrir klukkan hálf eitt.
Samkvæmt upplýsingum
frá Vegagerðinni verður í ein-
staka tilfellum mögulegt að
hnika til brottfarartíma, en
semja þarf fyrirfram um slíkt
við Finnbjörn Bjarnason,
afgreiðslumann Íslandsflugs
á Bíldudal.
Flugfélagið Jórvík mun
annast þetta flug. Félagið er
undirverktaki Íslandsflugs
sem gert hefur samning um
sjúkra- og áætlunarflug við
íslenska ríkið. Í þessar ferðir
verða notaðar vélar af gerð-
unum Cessna 402 og Cessna
404.
Knúið á um byggingu íþróttahúss á Suðureyri
Grunnskólinn og íþróttafél-
agið búa við „ófremdarástand“
„Bæjarstjórn á að vera full-
ljóst það ófremdarástand sem
grunnskólinn og íþróttafélag-
ið búa við varðandi aðstöðu
fyrir íþróttakennslu, þar sem
þetta mál var mikið rætt í ný-
afstaðinni kosningabaráttu. Þá
höfðu ýmsir aðilar sem nú
hafa hlotið kosningu uppi orð
um að þetta mál fengi skjóta
afgreiðslu ef þeir fengju ein-
hverju um það ráðið að afstöð-
num kosningum.“ Þetta segir
m.a. í bréfi til bæjaryfirvalda
frá fulltrúum foreldraráðs og
félaga á Suðureyri. Í bréfinu
er óskað eftir upplýsingum um
gang mála vegna íþróttahúss.
„Ekki hægt „að líta á þetta
sem eitthvert kvein í óánægð-
um hluta bæjarbúa heldur ber
sveitarfélaginu lagaleg skylda
til þess að hafa þetta í lagi.
Getum við því ekki séð að
hægt sé að víkja sér undan
því að ráða bót á þessu máli
sem fyrst“, segir í bréfinu.
Í bókun bæjarráðs Ísafjarð-
arbæjar, þar sem erindi þetta
var tekið fyrir, er bent á á að
fjárhagsáætlun sé í vinnslu og
forgangsröðun ekki lokið.