Bæjarins besta


Bæjarins besta - 27.11.2002, Page 6

Bæjarins besta - 27.11.2002, Page 6
6 MIÐVIKUDAGUR 27. NÓVEMBER 2002 kona vikunnar Nafn: Guðrún K. Guðmannsdóttir. Fædd/-ur, hvar og hvenær: Á Vindhæli A-Húnavatns- sýslu 11. maí 1953. Atvinna: Framkvæmdastjóri Lífeyrissjóðs Vestfirðinga. Fjölskylda: Maki er Bjarni Jóhannsson og eigum við tvær dætur, tvo tengdasyni og einn dótturson. Helstu áhugamál: Ættfræði. Bifreið: Subaru Forrester. Hvernig bíl vildir þú helst eiga? Subaru Forrester. Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú varst lítill? Bóndi. Uppáhalds matur? Þverskorin ýsa með kartöflum og smjöri. Versti matur sem þú hefur smakkað? Kalkún. Uppáhalds drykkur? Kaffi. Uppáhalds tónlist? Öll sígild tónlist. Uppáhalds íþróttamaður eða félag? Veit ekki. Uppáhalds sjónvarpsefni? Fréttir. Uppáhalds vefsíðan? bb.is Besta kvikmynd sem þú hefur séð? Stella í orlofi. Fallegasti staður hérlendis? Rauðisandur. Fallegasti staður erlendis? Rínardalurinn. Ertu hjátrúarfull(ur)? Já. Uppáhalds heimilistækið? Uppþvottavélin. Hvað er það skemmtilegasta sem þú gerir? Lesa skemmtilegar bækur. Hvað fer mest í taugarnar á þér og hvers vegna? Óheiðarleiki. Hvað gerir þú til að láta þér líða vel? Kúri undir sæng með spennandi bók. Áttu þér leyndan draum sem þú ætlar að láta ræt- ast? Já. Hvað er það neyðarlegasta sem þú hefur lent í? Veit ekki. Ef þú værir bæjarstjóri í einn dag, hverju myndir þú breyta? Ég myndi reyna að fá ungt fólk til að setj- ast hér að og kynna því hve gott er að búa hér og ala börnin sín upp hér. Lífsmottó? Njóta hvers dags eins og hann væri sá síðasti. Þverskorin ýsa með kartöflum og smjöri í uppáhaldi Sælkeri vikunnar er Edda Björg Kristmundsdóttir, bókasafnsfræðingur á Ísafirði Marbella kjúklingur Ég tók að mér að hlaupa í skarðið fyrir Ingibjörgu ensku- kennara við Menntaskólann á Ísafirði, sem var stödd á Spáni, þannig að mér fannst við hæfi að koma með uppskrift af þessum spænskættaða kjúklingarétti. Þetta er frábær gestaréttur því að hann er látinn marinerast í nokkra klukku- tíma og því er ekkert nema að stinga honum í ofninn áður en gestirnir koma. Efni: 2-4 kjúklingar, hlutaðir niður 1 hvítlaukur, smátt saxaður ½ dl oregano salt og nýmalaður svartur pipar 1-1½ dl ólífuolía 2½ dl steinlausar sveskjur 1-1½ dl ólífur 1 krukka kapers + soðið úr krukkunni 6 lárviðarlauf 1-1½ dl steinselja, smátt söxuð 1 dl hvítvín 1 dl púðursykur Aðferð: Setjið kjúklingabitana í stóra skál. Blandið öllu nema hvítvíninu og púðursykrinum saman og hellið yfir bitana. Látið standa í ísskáp í 10 klst. Hrærið og snúið kjúklinga- bitunum með reglulegu millibili. Setjið í eldfast form. Hitið ofninn í 180-200 gráður og bakið kjúklingaréttinn í 30 mínútur. Lækkið hitann niður í 150 gráður og ausið saf- anum reglulega yfir meðan á steikingu stendur. Hrærið saman hvítvínið og púðursykurinn og hellið því yfir stuttu áður en kjúklingarétturinn er tilbúinn. Hvers kyns salöt með fetaosti og ólífuolíu/balsamico-ediki passa vel með þessum rétti. Nýr vegur um Arnkötludal milli Stranda og Reykhólasveitar Talinn kosta milli 600 og 700 milljónir króna Lokið er undirbúningsat- hugunum á vegagerð milli Hólmavíkur og Gilsfjarðar um Arnkötludal og Gautsdal. Um yrði að ræða 24,6 km veg í flokki C1, sem er vegur í hæsta gæðaflokki. Athuganir þessar lét einkahlutafélagið Leið vinna fyrir þann styrk sem stjórn Byggðastofnunar samþykkti í sumar að veita félaginu. Í minnisblaði Línuhönnun- ar hf., sem annaðist athugan- irnar, kemur fram að áætlaður kostnaður við alla þætti vegar- lagningarinnar er um 686 milljónir króna. Í þeirri fjár- hæð er m.a. innifalinn undir- búningur, hönnun, verktaka- kostnaður og eftirlit, auk þess sem í tölunni er gert ráð fyrir 15% óvissu. Kostnaður við hina eiginlegu vegagerð, þ.e. verktakakostnaður, er áætlað- ur um 527 milljónir króna. Heildarbreidd klæðningar á veginum yrði 6,5 m, langhalli færi hvergi yfir 6% og hönn- unarhraði yrði 90 km/klst. Áætlunin er gerð samkvæmt verkþáttaskrá Vegagerðarinn- ar og einingarverð eru miðuð við verðlag í október 2002. Vegur þessi myndi stytta mjög vegalengdina frá norður- svæðum Vestfjarða og suður á land. Margt hefur á síðustu misserum verið fjallað um þá kosti sem vænlegir teljast í samgöngubótum Vestfirð- inga. Þar má nefna, að fyrir tæpu ári héldu fulltrúar Bol- ungarvíkurkaupstaðar, Ísa- fjarðarbæjar og Súðavíkur- hrepps samráðsfund um sam- göngumál á Vestfjörðum, og mæltu þeir meðal annars ein- dregið með því „að vegur verði lagður um Arnkötludal milli Stranda og Reykhóla- sveitar“. Að lokinni ofangreindri undirbúningsvinnu liggur næst fyrir að afla fjár til frekari athugana og er nú unnið að aukningu hlutafjár og öflun lánsfjár. Öllum sem áhuga hafa er heimilt að gerast hlut- hafar í Leið ehf. Einkahlutafélagið Leið var stofnað í Bolungarvík fyrir tæpu ári að frumkvæði Jónas- ar Guðmundssonar sýslu- manns, sem hefur lengi barist fyrir bættum vegsamgöngum fyrir Vestfirðinga. Félaginu er ætlað að beita sér fyrir fram- þróun í samgöngum á landi með því m.a. að annast einka- fjármögnun og rekstur ann- arra samgöngumannvirkja. Ljósakrossar Gjaldið fyrir að stinga ljósakrossi í sam- band er 1.000 krónur. Kirkjugarðsvörðurinn á Ísafirði, Ingi Jóhannesson, sími 456 3560, tekur á móti gjaldinu. Kirkjugarðar Ísafjarðar. Listasýning Boggu í Súðavík Breytir litlitlum gróðri í litskrúðugar skreytingar Vilborg Arnarsdóttir, sem betur er þekkt undir nafninu Bogga, hélt listasýningu í þjónustumiðstöðinni í Súðavík á laugardag. Sýn- ingin var vel sótt af Súðvík- ingum og nærsveitarmönn- um. Þar voru meðal annars til sýnis blómaskreytingar úr villtum plöntum, þurrkuðum garðagróðri og lituðum blóm- um úr náttúru Súðavíkur. Um- gerðir skreytinganna voru gamlar, ónothæfar grammó- fónplötur sem hafa verið mót- aðar á ýmsa vegu. Hugmynd Vilborgar með þessu er að sýna fram á möguleikana á því að koma ónothæfum hlutum í nýtt hlutverk og breyta litlitlum gróðri, sem naumast verður tekið eftir, í litskrúðugar skreytingar. Einnig sýndi Bogga andlits- myndir af fólki á norðanverð- um Vestfjörðum, teiknaðar á árunum 1991-93, ásamt nýj- um myndum. Teikningarnar verða uppi í þjónustumiðstöð- inni í Súðavík til 29. nóvem- ber. Þetta er fyrsta einka- sýning Vilborgar. Listakonan Bogga við blómaskreytingar sínar.

x

Bæjarins besta

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.