Bæjarins besta - 27.11.2002, Blaðsíða 20
ÓHÁÐ Á VESTFJÖRÐUMFRÉTTABLAÐ
Stofnað 14. nóvember 1984• Sími 456 4560 •Fax 456 4564 • Netfang: bb@bb.is • Verð kr. 200 m/vsk
Stuttar af bb.isÁtta milljón króna höfuðstóll í Styrktarsjóði vélstjóra í Ísafjarðarbæ
Allar eignir Vélstjórafélags Ísa-
fjarðar lagðar fram sem stofnfé
Eignir Vélstjórafélags Ísa-
fjarðar, sem nú hefur verið
lagt niður með sameiningu við
Vélstjórafélag Íslands, eru
stofnfé Styrktarsjóðs vélstjóra
í Ísafjarðarbæ, sem stofnaður
var á laugardag. Eignir félags-
ins við slit þess námu átta
milljónum króna og veitti Ól-
ína Þorvarðardóttir, skóla-
meistari Menntaskólans á Ísa-
firði, stofnskrá styrktarsjóðs-
ins viðtöku úr höndum Guð-
mundar Þórs Kristjánssonar,
síðasta formanns Vélstjórafé-
lags Ísafjarðar, og Helga Lax-
Skipverjar á Andey ÍS 440, ísrækjutogara HG, vinna
hér kappsamlega að viðgerð á trolli skipsins, sem rifnaði
illa í síðustu veiðiferð. Þrátt fyrir óhappið gekk veiðin vel
og var landað úr skipinu á Ísafirði rúmlega 30 tonnum
af góðri rækju sem fékkst á Halasvæðinu. Eftir að við-
gerð á trollinu lauk á föstudag hélt skipið rakleitt til
veiða á ný.
Gert við troll Andeyjar
dal, formanns Vélstjórafélags
Íslands.
Afhendingin fór fram í
Verkmenntahúsi Menntaskól-
ans á Ísafirði. Þar var síðari
hluti hátíðarhaldanna í tilefni
þess að öld er liðin frá því að
fyrst var sett vél í íslenskan
fiskibát, sexæringinn Stanley
á Ísafirði.
Um þessar mundir er þess
ekki aðeins minnst, að hundr-
að ár eru frá því að fyrsta
vélin var sett í íslenskan bát.
Hér er einnig um að ræða
hundrað ára afmæli vélstjóra-
stéttarinnar á Íslandi.
Vélstjórafélag Ísafjarðar
var stofnað árið 1937 og sagði
í lögum þess, að yrði félagið
lagt niður skyldu eignir þess
ganga til menntunar vélstjóra
í héraði. Stofnun styrktar-
sjóðsins er lokahnykkurinn á
sameiningarferli félagsins við
Vélstjórafélag Íslands, sem
tekið hefur nokkur ár. Guð-
mundur Þór Kristjánsson var
formaður Vélstjórafélags Ísa-
fjarðar síðustu fjögur ár þess
og var eitt af helstu viðfangs-
efnum hans að sameina félag-
ið Vélstjórafélagi Íslands. Í
stofnskrá Styrktarsjóðs vél-
stjóra í Ísafjarðarbæ segir
m.a.:
Stofnandi sjóðsins er Vél-
stjórafélag Íslands og leggur
félagið fram stofnfé sem er 8
milljónir króna, sem er
óskerðanlegur höfuðstóll
sjóðsins. Markmið sjóðsins er
að styrkja og efla kennslu á
sviði vélstjórnar við Mennta-
skólann á Ísafirði. Markmið-
um sínum skal sjóðurinn m.a.
ná með eftirfarandi hætti:
Efla kynningu á vélstjórnar-
greinum við Menntaskólann
á Ísafirði. Styrkja kaup á kenn-
slugögnum og búnaði til nota
við kennslu í vélstjórnargrein-
um við Menntaskólann á Ísa-
firði. Efla samstarf við aðrar
menntastofnanir sem hafa
með höndum kennslu í vél-
stjórnargreinum. Efla símenn-
tun á sviði vélstjórnargreina í
samstarfi við fyrirtæki og aðr-
ar menntastofnanir.
Starfsmenn Vegagerðarinn-
ar á Ísafirði settu í síðustu
viku upp hlið beggja vegna á
vegunum um Óshlíð og Súða-
víkurhlíð. Hér er um járn-
grindahlið að ræða sem verða
notuð til þess að loka vegun-
um ef mikil snjóflóðahætta
skapast. Hingað til hafa verið
notuð ýmis vegavinnutæki,
heflar, gröfur og slíkt til að
loka vegunum. Bíræfnir öku-
menn hafa átt það til að hunsa
lokunina og fara framhjá tálm-
unum. Þess eru dæmi að menn
sem slíkt hafa gert hafa lent í
vandræðum, auk þess sem
þeir stofna björgunarmönnum
í hættu, auk sjálfra sín, ef þeir
sitja fastir þar sem bráð flóða-
hætta er eða lenda í snjóflóði.
„Hugmyndin er sú, að þegar
svonefnt varúðarástand skap-
ast, þ.e. þegar við teljum að
hætta sé á snjóflóðum, þá
verði sett upp varúðarskilti á
hliðin við hvorn enda. Veg-
farendur vita þá af hættunni
þó að veginum sé ekki lokað.
Þegar snjóflóð hafa fallið og
hættuástand er komið verður
veginum alveg lokað með
þessum hliðum“, segir Geir
Sigurðsson, rekstrarstjóri
Vegagerðarinnar á Ísafirði.
Auknar öryggisráðstafanir á Óshlíð og Súðavíkurhlíð
Hliðum lokað þegar bráð
hætta er á snjóflóðum
Skábraut
á vistina
Gerð hefur verið hellu-
lögð skábraut við inn-
gang heimavistar
Menntaskólans á Ísafirði
og bætir hún aðgengi
fatlaðra að heimavistinni.
Verktakafyrirtækið Ásel á
Ísafirði annaðist verkið.
Einnig er verið að setja
upp lyftu í aðalbyggingu
skólans svo að þeir sem
erfitt eiga með að ganga
tröppur komist með
auðveldari hætti leiðar
sinnar innan skólans.
Tregt rennsli
í Sundahöfn
Kristján Andri Guðjóns-
son, sjómaður á Ísafirði,
sem á sæti í hafnarstjórn
Ísafjarðarbæjar, vakti
máls á því á síðasta
stjórnarfundi að vatns-
rennsli væri lítið á
Sundahafnarsvæðinu á
Ísafirði. „Þar sem ég
landa alltaf er svolítið
kraftleysi, að minnsta
kosti er lítill kraftur miðað
við hafnirnar í Bolungar-
vík og á Flateyri. Hafnar-
stjóri sagðist myndu
athuga málið í samráði
við áhaldahús og tækni-
deild bæjarins“, segir
Kristján Andri.
Fótaaðgerðastofan Silfá,
sem fram til þessa hefur
verið til húsa að Túngötu
3 á Ísafirði, er flutt yfir á
Hlíf á Torfnesi. Engin
breyting verður á starf-
semi stofunnar við flutn-
inginn í nýtt húsnæði, að
sögn eigandans Sigríðar
Hreinsdóttur, en hún er
löggiltur fótaaðgerða-
fræðingur. Á myndinni er
Sigríður á nýja staðnum.
Silfá flutt
yfir á Hlíf
Frá afhendingu stofnskrárinnar. F.v. Guðmundur Þór Kristjánsson, Ólína Þorvarðardóttir,
Helgi Laxdal, Guðmundur Einarsson, vélfræðikennari og Friðbjörn Óskarsson, vélstjóri.