Bæjarins besta


Bæjarins besta - 02.12.2003, Page 13

Bæjarins besta - 02.12.2003, Page 13
13 á okkar heimili, jólakaka og lagterta. Þessar uppskriftir eru báðar fengnar hjá mæðrum okkar…en þær bragðast samt engan veginn eins og hjá þeim! Laufabrauðið er steikt rétt fyrir jólin þegar börnin og barnabörnin eru komin í jólafrí. Þá hópast hjörðin við eldhúsborðið hjá okkur og sker út alls kyns listaverk og húsmóðirin steikir, því laufabrauðið verður að vera með hangikjötinu á jóladag. Rúgbrauð að hætti heimilisins er síðan undirbúið fyrir skötuveisluna á Þorláksmessu; seytt í 16 tíma í 100 gráðu heitum ofni. Þegar svo 23. desember rennur upp er blessuð skatan sett í pott og fjörmikill ástvinahópur kemur og snæðir saman. Ekki eru allir jafn hrifnir af lyktinni, en einhvern veginn er það nú svo að hún tilheyrir þessum degi og er algjörlega ómissandi. Hangikjötið er síðan soðið á eftir svo lyktin af því ilmar um allt hús og þá fer nú rétti jólailmurinn að færast yfir. Það skapast líka einstök stemmning þegar við hlýðum á lestur jólakveðja í Ríkisútvarpinu þennan dag. Húsmóðirin fer helst ekki út úr húsi því það er svo notalegt að hlusta á þulina lesa kveðjurnar. Stundum heyrum við nöfnin okkar nefnd og þá trilla tár niður kinnar af gleði. Aðfangadagur rennur upp. Um hádegi er mikið líf og fjör hjá okkur. Fjölskyldan er alltaf saman þá. Möndlugrauturinn, sem er dæmigerður jólahrísgrjónagrautur með saft, sveitarjóma og kanelsykri, er borinn á borð. Mikill spenningur liggur í loftinum um hver fær möndluna. Jólasveinar koma með gauragangi og kætast með heimilisfólki og færa börnunum gjafir. Að því loknu er hamborgarahryggurinn settur í pott og allt gert klárt fyrir kvöldverð. Ljúf tónlist berst um húsið og við bíðum eftir að heyra kirkjuklukkurnar frá kirkjunni okkar hringja jólin inn. Alltaf er farið til aftansöngs á aðfangadagskvöld, eftir það er farið í kirkjugarðinn þar sem eru tendruð kertaljós hjá leiðum ástvina Lífsmottó okkar er að jólin séu fagnaðarhátíð. Bjart skal vera í hverju hjarta, kyrrlát og hátíðleg gleði, sem sönn heimili skapa. Jólatré, jólakerti og jólagjafir eftir getu hvers og eins, en aðeins á jólanótt eða jóladagskvöld og ekki oftar því annars verður enginn hátíðleiki. Viljum við að lokum senda öllum hátíðarkveðjur og biðja Guð um að gefa öllum gleðileg jól. Jólanótt Þú kemur ennþá, kæra jólanótt. Þú kemur enn með birtu, frið og yl. Þú veitir ennþá veikum nýjan þrótt og vermir þá, sem ennþá finna til.

x

Bæjarins besta

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.