Bæjarins besta


Bæjarins besta - 02.12.2003, Qupperneq 18

Bæjarins besta - 02.12.2003, Qupperneq 18
18 Inn úr kuldanum Á aðventunni er fátt skemmtilegra en að upplifa jóla- stemmninguna í miðbænum; rölta um göturnar, skoða jólaskreytingarnar í búðargluggunum og jafnvel kaupa fáeinar jólagjafir. Oftar en ekki hittast vinir og kunningjar á förnum vegi og er þá margt spjallað í skini jólaljósanna. Ef kuldinn bítur kinn er tilvalið að setjast inn á kaffihús en með smá fyrirhyggjusemi er einnig hægt að bjóða upp á heitt tepúns í rólegheitum heima í stofu. Uppskriftin af tepúnsinu er fengin hjá Guðlaugu Stefánsdóttur á Ísafirði sem segist gjarnan eiga tepúns í ískápnum á þessum árstíma og hita það upp eftir þörfum. Hún segir einnig tilvalið að bera það fram með biscotti og kryddbrauði enda sé hægt að gera útbúa bæði með góðum fyrirvara líkt og tepúnsið. Kryddbrauð 3 dl rúsínur • 3 dl vatn • 2 dl sykur • 2 msk smjörlíki • 100 gr súkkat 1 tsk kanill • 1/2 tsk múskat • 1/2 tsk negull • 1/2 tsk natron • 1 tsk lyftiduft • 4 1/2 dl hveiti Vatn, rúsínur, sykur og smjörlíki soðið í 5 mínútur. Kælt. Þurrefnin sigtuð saman við. Deigið hrært samfellt ásamt súkkati. Bakað í vel smurðu og brauðmylsnustráðu jólakökumóti við 180° C í 40–50 mín. Biscotti 2 bollar hveiti • 1 bolli sykur • 1/2 tsk lyftiduft • 1/2 tsk matarsóti 1/2 tsk salt • 1/2 tsk kanill • 1/4 tsk negull • 1/4 bolli sterkt expressókaffi, kælt (kannski þarf meira) • 1 1/2 msk mjólk • 1 stórt egg • 1 tsk vanillusykur • 100 g valhnetur, heslihnetur eða möndlur, gróft saxað • 150 gr suðusúkkulaði, brytjað • 3/4 bollar þurrkuð hindiber, kirsuber eða trönuber (má sleppa) Þurrefnum er blandað saman í hrærivélarskál. Vökva blandað saman við og blandan hrærð vel. Ef deigið er of þurrt, bætið þá við kaffi. Hnetum, súkkulaði og berjum blandað saman við. Tekið úr skálinni og hnoðað upp með hveiti. Skipt í tvennt og búnar til lengjur sem síðan eru settar á plötu með bökunarpappír. Bakað við 170°C í 20–30 mín. Tekið úr ofninum og kælt. Lengjurnar skornar í sneiðar og settar aftur á plötu og sárið látið snúa upp. Bakað aftur í 6–8 mín. við 150°C. Kökurnar eiga að vera harðar og það er líka afskaplega gott að dýfa þeim í kaffi. Tepúns 4 bollar vatn • 4 tsk Earl Grey te (laust ekki í pokum) • 3–4 kanilstangir • 1 tsk negulnaglar Þegar vatnið er soðið er te, kanil og negul bætt út í. Strax að því loknu er potturinn tekinn af hellunni, lok sett á hann og látið bíða í 5 mínútur. Að því búnu er teblandan sigtuð. 2 bollar appelsínu Trópí • safi úr einni stórri sítrónu • 3/4 bolli sykur • 3 bollar vatn Appelsínusafinn, sítrónusafinn, sykurinn og vatnið sett í pott og suðan látin koma upp á blöndunni. Hún er síðan kæld og blönd- unum tveimur blandað saman. Tepúnsið má ýmist bera fram heitt eða kalt.

x

Bæjarins besta

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.