Bæjarins besta


Bæjarins besta - 02.12.2003, Síða 30

Bæjarins besta - 02.12.2003, Síða 30
30 Einfaldir, rauðir jóladúkar og munnþurrkur í stíl standa alltaf fyrir sínu, saumað úr efni sem Júlíana keypti í Baðstofunni á Ísafirði. Rauðu borðarnir undir eplunum á matardiskunum eru notaðir til að binda utan um munnþurrkur en Júlíönu fannst ekkert síðra að nota þá óbundna. Silfur er allsráðandi á nýársborðinu enda segir Júlíana að henni hafi allaf fundist silfur vera litur nýársins. Fjólublátt eða blátt með, segir hún, að sé allaf flott en nú heldur hún sig samt við dumbrauða litinn sem er ekki síðri. Júlíana lagði rautt vírnet eftir borðinu endilöngu og fléttaði berjalengju og seríu saman við. Vírnetið má nota á ýmsa vegu, t.d. ofan á vasa (ef vasinn er of víður fyrir 2–3 blóm þá standa þau beint með netinu). Þar sem skreytingar mega helst ekki vera of háar á matarborðinu er fallegt að hafa 3–4 litlar skreytingar hlið við hlið í stað stærri skreytinga en það má líka setja litla skál með vatni við hvern disk og láta í eitt blóm, t.d. rós, með smá englahári. Til að fullkomna verkið er döggvað rósarblað eða laufblað með nafni matargests nælt í hverja munnþurrku. Önnur skemmtileg útfærsla, segir Júlíana að lokum, er að setja munnþurrku með seríu í vínglas við hvern disk og njóta síðan þeirrar einstöku stemmningar sem skapast við fallega skreytt hátíðarborð. Borðbúnaðurinn sem notaður er á myndunum fæst hjá Blóma- turninum á Ísafirði. Matardiskarnir á jólaborðinu eru úr svokölluðu Hersianstelli, staup og hnífapör frá Broste Copenhagen, sem og litli jólapokinn. Vatnskanna, glös, kertastaup og epli eru frá Sia. Borðbúnaðurinn á nýársborðinu er frá Broste Copenhagen, þ.e. matarstell, hnífapör, glös, staup og kanna. Hreindýrin eru í einkaeign en verða seld í versluninni í framtíðinni.

x

Bæjarins besta

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.