Bæjarins besta - 02.12.2003, Blaðsíða 32
32
grænlenski galdramaðurinn,
lífshlaup Ólafs Guðmundssonar frá Breiðavík,
og margt fleira. Auk þess kvikmyndin
á DVD-diski. Það er eins gott
að tryggja sér eintök strax, því ekki er ráð nema
í tíma sé tekið.
Séra Baldur,
Qupersímán,
Saltstorkin bros,
Þegar himinninn grætur,
Frá Bjargtöngum að Djúpi,
Mannlíf og saga fyrir vestan
Í faðmi hafsins
Kæru Vestfirðingar
og aðrir vandaðir landsmenn!
Gerið jólahátíðina ennþá gleðilegri með
bókunum ykkar frá Vestfirska forlaginu.
Gleðileg jól.
Bækurnar frá Vestfirska forlaginu eru bækurnar
ykkar. Já, fjölbreytt, fróðleg og spennandi bókaflóra,
þar sem allir finna eitthvað við sitt hæfi.
Ólína Þorvarðardóttir
Eftirminnilegasta jólagjöfin mín var
falleg dúkka sem mamma gaf mér
þegar ég var 8 ára. Hún var ljóshærð
í rauðum kjól með fallega slaufu um
mittið. Hún var samstundis nefnd
Slaufa. Systir mín Halldóra fékk aðra
eins, en sú var í bláum kjól og hlaut
af einhverjum ástæðum hið frumlega
nafn „Gúmmíplast“. Mér er Slaufa afar
hugleikin af tveimur ástæðum. Annars
vegar út af rauða kjólnum. Sjálf fékk
ég aldrei að fara í rauð föt vegna þess
að það þótti ekki eiga við rauða hárið mitt sem á þessum árum var
bæði þykkt og strítt. Hins vegar er mér hún minnisstæð vegna atviks
sem varð nokkrum dögum seinna, og ég gleymi ekki meðan ég lifi.
Einn daginn þegar ég kem heim úr skólanum blasir við mér
hryggðarmynd. Slaufa mín liggur á rúminu og búið að klippa fallega
hárið hennar af höfðinu þannig að ekkert er eftir nema fáeinar lýjur út
í loftið. Halldóra systir mín hafði þá verið í hárgreiðsluleik með dúkk-
urnar báðar og af ótta við að „klipping“ myndi valda óafturkræfum
skaða, ákvað hún að klippa mína dúkku frekar en sína. Áfallið sem ég
fékk var ólýsanlegt. Hágrátandi tók ég Slaufu upp og hljóp með hana
til mömmu, orðlaus af geðshræringu. Mamma leit á Halldóru, sem
stóð með skömmustulegt, en líka svolítið meinfýsið vandræðaglott
bak við hurð. Hún hugsaði sig um svolitla stund, tók þá dúkkuna hennar,
klæddi hana þegjandi úr bláa kjólnum og færði í þann rauða. Rétti mér
hana svo og sagði: „Þetta er hún Slaufa þín. Halldóra verður sjálf að
eiga dúkkuna sem hún klippti.“ Af einhverjum ástæðum tók ég þó ekki
gleði mína til fulls - því þó að dúkkurnar væru nákvæmlega eins, þá
vissi ég að það var Slaufa sem lá hárlaus í bláum kjól neðst í
dótakassanum því auðvitað vildi Halldóra systir ekki sjá hana eftir
þetta. Það endaði með því að fáum kvöldum síðar læddist ég að
dótakassanum, dró litlu hryggðarmyndina upp úr honum og stillti henni
á koddann minn. Þar fékk hún að sitja eftirleiðis.
eftirm
innilegasta
jólagjöfin
Hlynur Snorrason
Þegar ég hugsa til baka þá eru það
ekki endilega dýrustu og fyrirferða-
mestu jólagjafirnar sem standa uppúr.
Mig minnir að ég hafi verið um 10 ára
gamall þegar pabbi og mamma gáfu
mér pínulítið útvarpstæki. Þetta hefur
væntanlega verið árið 1973 og þá voru
10 ár í að aðrar íslenskar útvarps-
stöðvar en gamla „Gufan, Rás 1“, yrðu
til. Mér þótti mikið til þessarar jólagjafar
koma og hlustaði talsvert á þetta litla
útvarpstæki sem var knúið rafhlöðum. Rafhlöðurnar geymdi ég á
ofninum á milli þess sem ég notaði þær í útvarpið, til þess að nýta
þær betur. Uppáhaldsþættirnir,
sem ég hlustaði á í þessu litla
tæki, voru aðallega Lög unga
fólksins, Óskalög sjúklinga og
Morgunsaga barnanna. Ég á þetta
litla útvarp ennþá, en það virkar
reyndar ekki lengur. Þetta þótti
mjög vegleg jólagjöf. Síðan eru liðin
30 ár og 10 ára gömul börn munu
sennilega hlægja sig máttlaus af
þessari ljúfsáru endurminningu. Nú
eru gildin önnur, ekki satt?
○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○