Bæjarins besta


Bæjarins besta - 24.01.2001, Side 2

Bæjarins besta - 24.01.2001, Side 2
2 MIÐVIKUDAGUR 31. JANÚAR 2001 LEIÐARI Bitbein Umboðs- aðilar BB Eftirtaldir einstaklingar sjá um sölu og dreifingu á BB á þétt- býlisstöðum utan Ísafjarðar: Bolungarvík: Nikólína Þor- valdsdóttir, Hjallastræti 38, sími 456 7441. Súðavík: Sindri V. Gunnarsson, Holtagötu 11, sími 456 4982. Suðureyri: Deborah Anne Ólafsson, Aðal- götu 20, sími 891 7738. Flat- eyri: Gunnhildur Brynjólfsdótt- ir, Brimnesvegi 12a, sími 456 7752. Þingeyri: Valdís Bára Kristjánsdóttir, Hlíðargötu 43, sími 456 8263. Frá útgefendum: Útgefandi: H-prent ehf. Sólgötu 9, 400 Ísafjörður, sími 456 4560, fax 456 4564 • Netfang prentsmiðju: hprent@bb.is • Ritstjóri: Sigurjón J. Sigurðsson, sími 892 5362, netfang: bb@bb.is • Ritstjóri netútgáfu: Hlynur Þór Magnússon, símar 456 7322 og 862 1874, netfang: blm@bb.is • Blaðamaður: Hálfdán Bjarki Hálfdánsson, sími 863 7655, netfang: halfdan@bb.is • Ljósmyndari: Halldór Sveinbjörnsson, sími 894 6125, netfang: halldor@bb.is • Stafræn útgáfa: www.bb.is • Lausasöluverð er kr. 200 eintakið m. vsk. • Áskriftarverð er kr. 170 eintakið m. vsk. • Veittur er afsláttur til elli- og örorkulífeyrisþega. Einnig sé greitt með greiðslukorti • Eftirprentun, hljóðritun, notkun ljósmynda og annars efnis er óheimil nema heimildar sé getið. Eina ferðina enn hafa andstæðingar flugvallarins í Vatnsmýrinni, í höfuðborg allra Íslendinga, vonandi, krækt höndum saman til að hrinda í framkvæmd þeim ásetningi að hola innanlandsfluginu niður á Keflavíkurflugvelli. Að því leyti er umræðan nú frábrugðin fyrri atlögum, að loks sér fyrir endann á þeirri fyrirætlan borgaryfirvalda að velta kvölinni yfir á borgarbúa í atkvæðagreiðslu. Rétt er að hafa í huga orð borgarstjóra um að höfuðborgin hafi ákveðnum skyldum að gegna í þjónustu við landsbyggðina. Í því samhengi hljóta greiðar samgöngur að gegna lykilhlut- verki, þar sem þangað er svo margvíslega þjónustu að sækja, sem ekki er til staðar á landsbyggðinni. Hætt er þó við að yfirlýsing borgarstjóra sé haldlítil ef afgerandi meirihluti Reykvíkinga vill flugvöllinn burt. Þá bjóðast nú fleiri valkostir. Ævintýraleg uppfylling í Skerjafirði eða flugvöllur í hrauninu sunn- an Hafnarfjarðar. Reyndar hafa bæjarstjórar Kópavogs og Hafnarfjarðar lagst gegn báðum þessum hugmyndum með hagsmuni bæjarfélaganna eða hluta íbúanna að leiðarljósi. Umræðan í flugvallarmálinu sýnir að lengi lifir í gömlum glæðum. Enn bera menn á borð þau rök með flutningi innanlandsflugs til Keflavíkur, að ekki skipti máli hvort um hálftíma akstur frá höfuðborginni út á flugvöll sé að ræða eða ekki. Það þyki engum tiltökumál erlendis. Sumir telja meira að segja að landsbyggðafólk sé miklu betur sett með að fljúga beint til Keflavíkur, því þá geti það farið beint í aðra vél – til útlanda! Rök af því tagi, að hálftíma akstur til og frá flugvelli skipti ekki máli, benda til að viðkomandi viti ekki um hvað málið snýst. Hafi ekki minnstu hugmynd um hvernig flugsamgöngur að vetrarlagi milli Reykjavíkur og staða úti á landi ganga iðulega fyrir sig, stundum svo dögum skiptir. Og þarf stundum ekki vetur til. Þetta vita þeir hins vegar sem á samgöngunum þurfa að halda vegna erinda til höfuðborgarinnar af ýmsum toga. Samgönguráðherra skilur þýðingu Reykjavíkurflugvallar fyrir íbúa lands- byggðarinnar. Afstaða hans ber vott um skilning hans á nauðsyn þeirra á greiðum og góðum aðgangi að höfuðborginni. Leiði atkvæðagreiðslan í Reykjavík til þess að innanlandsflugi verði beint til Keflavíkurflugvallar, getum við pakkað saman í eitt skipti fyrir öll. Ef það verður þá ekki búið að því áður með stöðugt þrengri kostum, fákeppni og hærri fargjöldum. s.h. Ísafjörður Námskeið fyrir mat- vælafyrirtæki Rannsóknarþjónustan Sýni ehf. hefur ákveðið að efna til námskeiðahalds á Ísafirði dagana 2. og 3. febrúar nk. sem ætlað er starfsmönnum matvælafyrirtækja. Fyrri daginn, kl. 12:30 til 16:30 verður námskeið um ör- yggi matvæla, hreinlæti og þrif og síðari daginn frá kl. 08:30 til 15:30 verður fjallað um uppsetningu HACCP/ GÁMES kerfisins. Rannsóknarþjónustan Sýni ehf. er fyrirtæki sem býður ýmsa þjónustu við matvæla- og fóðuriðna og rekur m.a. prófunarstofu fyrir örveru- og efnagreiningar. Fyrirtækið hefur á undanförnum árum staðið fyrir fræðslu fyrir mat- vælafyrirtæki um uppsetningu HACCP/GÁMES kerfis, ann- ars vegar um öryggi matvæla og hreinlæti og þrif hins vegar. Ýmist hafa námskeiðin verið sérsniðin fyrir hvert fyrirtæki eða haldin námskeið fyrir blandaða hópa úr ýmsum greinum matvælaiðnaðar. Nánari upplýsingar um námskeiðin eru veittar í síma fyrirtækisins 567 3040. Ísafjörður Tvímenningur í badminton Tennis- og badmintonfélag Ísafjarðar heldur um helgina mót í tvímenningi í badmint- on. Keppt verður í tveimur styrkleikaflokkum og ráða keppendur sjálfir í hvorum flokknum þeir keppa. Ekki verður litið til aldurs eða kyns keppenda við skráningu. Mótsskattur er 1.000 krónur en gjald verður fellt niður fyrir nemendur í grunnskóla og framhaldsskóla. Mótið hefst kl.12 á laugardag. Keppendur verða að hafa skráð sig í íþróttahúsinu á Torfnesi fyrir klukkan 20 á föstudag. Tónlistarfélag Ísafjarðar Píanótónleikar í Hömrum Helga Bryndís Magnús- dóttir píanóleikari flytur verk eftir Haydn, Brahms, Liszt og Ravel í Hömrum á Ísafirði á fimmtudagskvöld, en á morgun er sólardagur Ísfirðinga. Helga Bryndís er Vestfirðingur að uppruna, systurdóttir Hermanns á Pósthúsinu á Ísafirði og dótt- urdóttir Ingveldar Her- mannsdóttur og Björns Björnssonar frá Sæbóli í Aðalvík. Á sínum tíma stundaði Helga Bryndís nám hjá Jónasi Ingimundarsyni og síðan í Vínarborg og Helsinki. Hún hefur látið æ meira að sér kveða á síðustu árum og er komin í hóp þekktustu píanó- leikara landsins. Einkum hefur hún leikið kammertón- list, með söngvurum og í Cap- ut-hópnum. Í fyrra lék hún einleik með Sinfóníuhljóm- sveit Íslands og Sinfóníu- hljómsveit Norðurlands við frábærar undirtektir. Tónleikarnir annað kvöld eru þriðju áskriftartónleikar Tónlistarfélags Ísafjarðar á þessu starfsári. Helga B. Magnúsdóttir. „Viðskiptin fara alfarið fram á Netinu og í gegnum síma svo það háir okkur ekkert að vera hér á Ísafirði“, segir Fylkir Ágústsson, eigandi ferðaskrifstofunnar Fylkis og ræðismaður Dana á Ísafirði. „Fólk fer inn á heimasíðuna okkar, velur sér hús eða bíl við hæfi, pantar síðan strax eða hefur samband við okkur og við sjáum um að panta. Við sendum líka verðlista og myndalista um allt land ef þess er óskað.“ Fylkir hefur útvegað Íslendingum bíla- leigubíla í Danmörku í sex ár en í fyrra fékk hann ferðaskrif- stofuleyfi og hefur nú umboð fyrir sumarhús og íbúðir víðs vegar um Danmörku. „Sumarhúsin hafa verið hvað vinsælust af barnafólki enda ákjósanlegur kostur fyrir þann hóp.“ Sumarhúsafyrir- tækið sem Fylkir hefur umboð fyrir heitir DanCenter og er eitt hið stærsta sinnar tegundar í Danmörku með yfir 7.000 hús. Fylkir segir viðskiptin hafa margfaldast á síðasta ári og þakkar hann það fyrst og fremst stórfelldri lækkun á verði flugfargjalda til Dan- merkur. Viðskiptin hafa margfaldast Ferðaskrifstofan Fylkir á Ísafirði Ölgerðin – bílstjóri Ölgerðin Egill Skallagrímsson ehf. óskar eftir að ráða metnaðarfullan, hugmynda- ríkan starfsmann til starfa í útibú Ölgerðar- innar á Ísafirði. Viðkomandi þarf að hafa frumkvæði og geta unnið sjálfstætt. Áhugasamir sendi greinargóðar upplýsing- ar um menntun, reynslu og fyrri störf til af- greiðslu Ölgerðarinnar á Ísafirði, merktar ,,Ölgerðin – bílstjóri“ fyrir 5. febrúar nk. Nánari upplýsingar gefur Daníel í síma 869 0082 og farið verður með allar umsókn- ir sem trúnaðarmál. Þjófnaður á tölvu og verkfærum Dæmdur í skilorðsbundið fangelsi Liðlega tvítugur maður í Bolungarvík var í gær sak- felldur fyrir þjófnaði í Hér- aðsdómi Vestfjarða og dæmdur í tveggja mánaða fangelsi, skilorðsbundið í tvö ár. Á laugardagsmorgni í september 1999 fór hann um borð í bát í höfninni í Bolung- arvíkurhöfn og stal úr honum fartölvu ásamt tilheyrandi. Í febrúar á síðasta ári fór hann um borð í annan bát þar í höfninni og stal úr honum straumbreyti. Sama dag fór hann í heimildarleysi inn í íbúð í fjölbýlishúsi í Bol- ungarvík og stal þar verk- færatöskum. Sakborningur- inn gekkst við verkum sín- um. Innlausnaríbúðir hjá Ísafjarðarbæ Lán úr Íbúðalánasjóði Stjórn Íbúðalánasjóðs hefur samþykkt að veita Ísafjarðar- bæ fimm milljón króna lán vegna innlausnaríbúða sem breyta skal í leiguíbúðir. Lánið er veitt á grundvelli bráða- birgðaákvæðis í lögum frá 1998, þar sem sveitarfélögum er heimilað að leigja út íbúðir sem þau hafa leyst til sín samkvæmt ákvæðum eldri laga. Áður skal sveitarstjórn greiða upp áhvílandi lán sem veitt hafa verið af Byggingar- sjóði verkamanna. Við þær að- stæður á sveitarfélagið rétt á nýju láni úr Íbúðalánasjóði. Hafrannsóknaskipið Árni Friðriksson til sýnis á Ísafirði Á leið til loðnuleitar Árni Friðriksson, rannsókn- arskip Hafrannsóknarstofnun- ar, kom til Ísafjarðar á mánu- dag. Skipið var að ljúka veiða- færarannsóknum og kom til Ísafjarðar til áhafnaskipta. Síðan átti að halda til loðnu- leitar. Að sögn Hjalta Karlssonar hjá Hafrannsóknastofnun á Ísafirði verður byrjað að leita út af Vestfjörðum en síðan verður sennilega farið austur á bóginn. Almenningi var boðið að skoða skipið síðdegis í gær. 04.PM5 19.4.2017, 09:092

x

Bæjarins besta

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.