Bæjarins besta


Bæjarins besta - 24.01.2001, Blaðsíða 3

Bæjarins besta - 24.01.2001, Blaðsíða 3
MIÐVIKUDAGUR 31. JANÚAR 2001 3 Rafn Pálsson er aftur kominn heim til Ísafjarðar eftir margra ára útivist Raflagnir í hjarta Evrópusambandsins – og asnar, kindur, endur, hænur, gæsir, kalkúnar og hundur í garðinum Rafn Pálsson rafvirki er ný- kominn heim frá Belgíu en þangað fór hann fyrir sjö árum síðan með unnustu sinni og núverandi eiginkonu, Marij Colruyt. Hann býr nú í leigu- íbúð í Miðtúninu á Ísafirði og vinnur með pabba sínum, Páli Sturlaugssyni í Straum. Ekki kom Rafn tómhentur frá Belg- íu heldur hafði hann með sér auk eiginkonu sinnar tvo syni þeirra, þá Gísla og Julo Thor. „Við erum ekki búin að koma okkur almennilega fyrir ennþá. Til stendur að flytja hingað að fullu í sumar. Þang- að til leigjum við íbúðina hans Smára Haraldssonar kennara sem er við nám í Skotlandi.“ Fékk nóg af fiskvinnslu Marij kona Rafns kom til Ísafjarðar sem skiptinemi fyrir tæpum tólf árum. „Þannig kynntumst við. Ég var þá að læra til stúdentsprófs í Menntaskólanum á Ísafirði og við vorum saman í bekk vet- urinn sem hún var skiptinemi. Hún fór aftur út til Belgíu um sumarið og fór í háskóla en ég varð eftir á Ísafirði og kláraði stúdentspróf. Þegar ég var orð- inn stúdent fór ég að læra raf- virkjun og tók fyrri hluta námsins á Ísafirði. Ég þurfti svo að fara norður á Akureyri til að klára námið. Mér tókst að fá Marij til mín til Akureyrar og gekk sá vetur stórslysalaust fyrir sig. Reyndar fékk Marij nóg af fiskvinnslu eftir að hafa unnið hjá Útgerðarfélagi Akureyr- inga. Þegar tók að vora fór Marij út til Belgíu en ég varð eftir heima á Íslandi. Ætlunin var að ég myndi klára sveinspróf- ið en fara svo út til hennar. Það gekk eftir og fór ég til Belgíu þá um haustið þegar ég hafði lokið sveinsprófi í rafvirkjun.“ Íslendingur kaupa ekki regnhlíf „Mig langaði til að fara í skóla þarna úti. Ég fór í tækniskóla í Gent og byrjaði að læra eitthvað sem myndi sennilega kallast rafvélafræði á íslensku. Ég komst fljótlega að því að ég þurfti að læra flæmsku almennilega áður en ég gat farið að læra eitthvað annað. Einkunnir mínar í tækniskólanum voru þó alveg í meðallagi. Það segir þó í raun meira um ástundun hinna en árangur minn. Ég hreinlega skildi ekki hvað sumt af þessu liði var að gera þarna. Margir virtust vera í skólanum bara til að skemmta sér og öðrum, enda féllu meira en sextíu pró- sent af nemendunum og þótti mönnum ekkert óeðlilegt við það. Sjálfur féll ég í fyrstu tilraun en hafði nokkuð góða afsökun þar sem ég talaði ekki stakt orð í flæmsku og því síður í frönsku. Eftir áramót ákvað ég að fara í málaskóla. Það nám gekk öllu betur og mér gekk ágætlega að lesa flæmskuna. Vorið sem ég var í þessum málaskóla var mjög vætusamt og í mars var hellidemba alla dagana. Í einhverju þrjósku- kasti neitaði ég að kaupa mér regnhlíf og sagði að slíkt gerðu Íslendingar ekki. Því kom ég alltaf holdvotur í skól- ann þá um vorið.“ Uppbygging um allt landið Rafn og Marij bjuggu fyrst í bænum Halle, um tuttugu kílómetra frá hjarta Evrópu- sambandsins. „Það búa um 20.000 manns í bænum. Þó er þjónustustigið lægra en á Ísa- firði, engin sundlaug er í bæn- um og íþróttamannvirki eru af skornum skammti. Bærinn er það stutt frá Brüssel að mönnum hefur ekki fundist taka því að hafa sérstaka sund- laug þar. Þetta er annað en á Íslandi þar sem byggð eru íþróttamannvirki í hvaða smá- þorpi sem er. Þegar ég hafði verið í Belgíu í einn vetur sótti ég um vinnu sem rafvirki í verslunarkeðju. Einhvern veginn tókst mér að staulast í gegnum viðtalið og fékk að byrja mánuði síðar. Ég vann þarna í tvö ár og líkaði mjög vel, lærði mikið og fór að hugsa á annan hátt en ég var vanur. Í vinnunni eignaðist ég líka marga góða vini og held ég enn sambandi við nokkra þeirra. Rafvirkjar í Evrópu eru mjög misjafnt launaðir. Sá sem vinnur í verslunum fær mun minna greitt en sá sem vinnur í byggingariðnaði þó að þessir tveir vinni svo til sömu vinnuna. Þetta átti ég voðalega erfitt með að skilja og skil ekki enn.“ Geislavirkni og ólétta fara ekki vel saman Þau Rafn og Marij keyptu sér hús í Belgíu. „Við festum kaup á hálfuppgerðum sveita- bæ og giftum okkur mánuði seinna eða um sumarið 1996. Í brúðkaupsveislunni voru um tuttugu Íslendingar, fjöl- skyldumeðlimir og vinir. Mikið fjör var í veislunni og er hún í raun efni í sérstakt viðtal. Marij lærði líftæknifræði á þessum tíma og höfðum við ákveðið að vera í Belgíu á meðan hún væri að klára dokt- orsnám í faginu. Eftir eins og hálfs árs doktorsnám varð hún ólétt. Í náminu þurfti hún að vinna við rannsóknir á geisla- menguðum efnum og þótti okkur ekki sniðugt að hún væri að því á meðan hún gekk með barn. Nemendurnir áttu það til að hita upp pizzur í sama örbylgjuofni og þeir not- uðu fyrir sýnin. Því var ákveð- ið að hún myndi hætta námi, okkur fannst það einfaldlega ekki áhættunnar virði. Háskólarnir þarna úti eru þannig að hættir þú í doktors- námi byrjar þú ekkert aftur. Marij þarf því að láta sér mast- erinn nægja, enda er það ekki ónýt menntun. Samt er litið allt öðruvísi á menntun þarna úti. B.S. prófskírteini er verð- laus pappír einn og sér og fer menntunin ekki að telja fyrr en menn eru komnir með mastersgráðu.“ Verslað á daginn, hanastélsboð á kvöldin „Þegar ég hafði unnið hjá verslunarkeðjunni í tvö ár ákvað ég að breyta til. Ég tók mér því eins árs frí frá störfum til að læra frönsku og dytta að húsinu okkar. Þá fór ég í mála- skóla þar sem var mikið af fólki frá hinum Evrópusam- bandslöndunum. Með mér í skólanum voru margar eiginkonur erlendra manna sem unnu allan daginn. Helsta viðfangsefni kvenn- anna var að eyða peningum og hlaupa úr einni búðinni í aðra. Það mátti skilja á tali þeirra nokkurra að þær gerðu ekkert annað en að versla á daginn og fara í hanastélsboð á kvöldin.“ Vélsög á trén Rafni gekk vel að gera upp húsið á meðan hann lærði frönsku. „Sveitabærinn okkar er í smáþorpinu St. Pieters kapelle rétt sunnan við Brüss- el. Þar er einn slátrari, ein skranbúð og einn leikskóli. Fleira er ekki í þorpinu nema 300-500 manns og nokkrar kýr. Alltaf fjölgaði dýrunum í garðinum okkar. Þegar upp var staðið áttum við þrjá asna, þrjátíu kindur, tuttugu kalk- úna, eitthvað af hönum og gæsum og hundinn Spark sem ég keypti á markaðnum fyrir 7000 krónur. Það eru líklega einhver þau bestu kaup sem HAFNIR ÍSAFJARÐARBÆJAR Laus er staða hafnarvarðar við hafnir Ísafjarðarbæjar með starfsstöð á Ísa- firði. Viðkomandi þarf að vera með skipstjórnarréttindi, vélstjóraréttindi og tölvukunnátta er æskileg. Laun eru samkvæmt launakerfi FOS Vest. Umsóknarfrestur er til 1. febrúar 2001. Upplýsingar gefur Hermann Skúlason, hafnarstjóri í símum 456 5209 eða 892 4804. Hafnarstjóri. HEILSA OG HEILBRIGÐI 2001 Í tilefni af verkefninu ,,Heilsa og heil- brigði 2001“ sem er átaksverkefni skólasamfélagsins á Ísafirði munu Anton Bjarnason lektor í íþróttum við Kennaraháskóla Íslands og Anna Sigríður Ólafsdóttir, næringarfræð- ingur hjá Manneldisráði halda fund með foreldrum grunnskólabarna, sunnudaginn 28. janúar kl. 20:30 á sal grunnskólans. Þau munu m.a ræða um mikilvægi hreyfingar og hollrar næringar fyrir börn og unglinga. Grunnskólinn og foreldrafélagið. ég hef gert. Garðurinn er heldur stór, eitthvað um tveir hektarar. Ég notaði hann mikið til að láta tímann líða og gerðist mikill áhugamaður um alls konar trjáplöntur. Þó var sá áhugi minn mest tengdur vélsög og held ég að ég hafi fellt allt að sextíu tré á fjórum árum.“ Verslunarmanna- helgin eins og templarahátíð Rafn hefur engan sérstakan áhuga á fótbolta. Samt komst hann ekki hjá því að fylgjast með Evrópumeistaramótinu í knattspyrnu sem haldið var í Hollandi og í Belgíu í sumar. „Ég fékk heimsókn í sumar þegar til mín komu gamlir fé- lagar mínir frá Ísafirði, þeir Ingvi Gunnarsson og Krist- mann Kristmannsson. Þeir hafa töluvert meiri áhuga á fótbolta en ég og fóru á nokkra leiki. Ég tók samt ekkert voða- lega mikið eftir mótinu enda er lítið um íþróttamannvirki í bænum sem ég bjó í. Fyrir tveimur árum fékk ég líka heimsókn. Þá komu nokkrir strákar á svokallað „karnival“ sem stendur í viku á ári. Ef mönnum finnst mikið fyllirí á Íslendingum um versl- unarmannahelgi ættu þeir að bregða sér út til Belgíu þegar þessi ósköp standa yfir. Við fórum ekki út nema eitt kvöld og vorum þá búin að fá nóg. Það er svo ofsalega margt fólk á götunum og kaupir þú tutt- ugu bjóra á fati eru ekki nema tíu eftir þegar þú ert kominn út úr búðinni. Það þykir ekkert tiltökumál þó teknir séu bjórar héðan og þaðan. Okkur hjónunum fannst alltaf gaman að fá íslenska vini í heimsókn og gerðum okkar besta til að taka vel á móti höfðingjum sem komu.“ Telst vera vel kvæntur Núna eru þau Rafn, Marij, Gísli og Julo Thor komin til Íslands. „Addi Kalli vinur minn hringdi í mig í fyrra og spurði hvort ég væri ekki til- búinn að hjálpa honum við skíðaþjálfun. Ég kom því með fjölskylduna hingað síðasta vetur og okkur líkaði svo vel að við erum komin aftur núna. Við stefnum svo að því að flytja fyrir fullt og allt til Ís- lands í sumar. Núna er ég að vinna í raf- magni með pabba. Ef það fer einhvern tímann að snjóa fer ég að þjálfa skíðakrakka, en ég stundaði skíðaíþróttina talsvert þangað til ég komst á menntaskólaaldur. Eiginlega má segja að ég hafi alist upp á Seljalandsdal til 16 ára aldurs. Marij verður með annan fót- inn í Belgíu. Hún er að vinna hjá belgísku fjárfestingarfyr- irtæki og metur þar fjárfest- ingarkosti í líftæknifyrirtækj- um erlendis. Stefnan er að flytja til Ísafjarðar í sumar en til Reykjavíkur fer ég aldrei. Við höfum ekkert að sækja þangað enda getur Marij allt eins stundað sína vinnu hér eins og þar. Við eigum eftir að hnýta marga lausa enda áður en við getum flutt endanlega til landsins. Marij er þó mjög jákvæð á að setjast að á Ísa- firði og telst ég vel kvæntur að eiga konu sem vill setjast að á Vestfjörðum á þessum síðustu og verstu tímum.“ Rafn Pálsson. 04.PM5 19.4.2017, 09:093

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.