Bæjarins besta - 24.01.2001, Qupperneq 7
MIÐVIKUDAGUR 31. JANÚAR 2001 7
Bátur til sölu
Til sölu er Knörr, árg. 1998. Vél 290 ha
Yanmar. Veiðileyfi í þorskaflahámarki. Afla-
heimildir geta fylgt. Útbúinn á línu- og færa-
veiðar. Skipti koma til greina.
Skipasalan ehf.
Sími 581 3900 · GSM 698 8004 · Fax 581 3901.
Iðnaðarhúsnæði
Til sölu er iðnaðarhúsnæði að Sindragötu
14 á Ísafirði.
Upplýsingar gefa Páll eða Albert í síma
456 5079.
Haustannarpróf í Mennta-
skólanum á Ísafirði hófust á
mánudag eftir tveggja vikna
kennslu að loknu verkfalli.
Skólahaldið hefur farið vel af
stað eftir verkfallið og brottfall
nemenda virðist minna en
ýmsir bjuggust við eða eitt-
hvað um tíu manns. Þó skýrist
það nánar núna í prófunum.
Prófsýning verður 30. janúar
og síðan verða endurtektar-
próf. Hlé verður dagana 5. og
6. febrúar en kennsla á vorönn
hefst miðvikudaginn 7. febr-
úar.
Ekki verður kennt í dymb-
ilviku fremur en venjulega.
Hins vegar var ákveðið í
skólaráði í samræmi við til-
lögu kennarafundar að kennt
verði á dögum þegar venju-
lega er frí í framhaldsskólum,
þ.e. þriðja dag páska, sumar-
daginn fyrsta og 1. maí. Enda
þótt samþykkt hafi verið á
kennarafundi að leggja þetta
til voru skoðanir skiptar en að
öðrum kosti hefði verið kennt
í dymbilviku. Síðasti kennslu-
dagur í vor verður 18. maí og
skólaslit laugardaginn 9. júní.
Lítið brottfall úr Menntaskólanum á Ísafirði í kennaraverkfallinu
Haustannarpróf standa yfir
Sighvatur Björgvinsson lætur af þingmennsku
Sr. Karl verður þingmaður
Samfylkingar á Vestfjörðum
Sighvatur Björgvinsson,
annar þingmaður Vestfirð-
inga, hlaut stöðu fram-
kvæmdastjóra Þróunarsam-
vinnustofnunar Íslands, en
hann var einn 26 umsækj-
enda. Þessi ákvörðun var
tilkynnt í síðustu viku og
tekur hann við stöðunni um
miðjan næsta mánuð. Sig-
hvatur mun jafnframt láta
af þingmennsku en séra
Karl Valgarður Matthías-
son, sóknarprestur í Grund-
arfirði, tekur sæti hans. Í sam-
tali við blaðið sagði sr. Karl
að sér litist vel á að taka sæti
á þingi sem aðalmaður: „Ég
hefði annars ekki verið að gefa
kost á mér á listanum á sínum
tíma.“
Séra Karl hefur tvisvar tekið
sæti Sighvats á kjörtímabilinu
sem varamaður og lætur vel
af þeirri reynslu sinni. „Mér
fannst það gott tækifæri fyrir
mig. Ég gat komið með tillög-
ur og lagt fram minn skerf til
umræðna um byggðamál. Ég
tel þau brýnustu málefni ís-
lenska samfélagsins í dag og
nauðsynlegt að þau verði tekin
fastari tökum en nú er.“
Karl kveðst gera ráð fyrir
því að koma fljótlega í yfirreið
um Vestfirði, nú þegar mál
hafa skipast með þessum
hætti. „Ég hlakka til að koma
vestur á firði. Þeir eiga stóran
hlut í mér, en hann var prestur
á Vestfjörðum í samtals um
níu ár, þar af fjögur og hálft á
norðursvæðinu og annað
eins á Tálknafirði. Hann
vígðist til Suðureyrar í Súg-
andafirði og þjónaði þá
einnig Bolungarvík í auka-
þjónustu í nokkra mánuði.
Síðan varð hann prestur á
Ísafirði. Eftir það var sr.
Karl prestur á Tálknafirði
og þjónaði þá auk þess
Bíldudal í þrjú ár og Pat-
reksfirði í eitt ár. Síðustu
árin hefur hann verið sókn-
arprestur í Grundarfirði.
Á síðasta ári fækkaði
fólki á Vestfjörðum um
220, samkvæmt skýrslum
Hagstofunnar um búferla-
flutninga sem birtar voru
sl. föstudag. Þetta er mun
meiri fækkun en fram kom
í bráðabirgðatölum sem
miðaðar voru við 1. des-
ember síðastliðinn. Sam-
kvæmt þeim hafði fólki á
Vestfjörðum um 168
manns frá 1. desember
1999 til 1. desember 2000.
Samkvæmt hinum nýju
tölum um almanaksárið
2000 fækkaði í Ísafjarðar-
bæ um 95, í Vesturbyggð
um 75, í Súðavíkurhreppi
um 27, í Kaldrananes-
hreppi um 13, í Árnes-
hreppi um 5, Í Hólmavík-
urhreppi um 4, í Tálkna-
fjarðarhreppi og Brodda-
neshreppi um 3 og í Bol-
ungarvíkurkaupstað um 2.
Mannfjöldi í Bæjarhreppi
stóð í stað en í Kirkjubóls-
hreppi fjölgaði um 2 og í
Reykhólahreppi um 5.
Fólki fækk-
aði um 220
á árinu 2000
Vestfirðir
Íbúum Ísafjarðarbæjar
fækkaði um 95 á síðasta
ári.
Viltu stunda nám
í öldungadeild?
Á vorönn 2001, frá 7. febrúar, verða
kenndir í öldungadeild Menntaskólans á
Ísafirði, áfangarnir enda 402, íslenska 2033,
stærðfræði 122, stærðfræði 323, þjóðhag-
fræði 103 og þýska 103, svo og undirbún-
ingsnám (fornám) fyrir öldungadeildarnám í
ensku og dönsku, ef þátttaka verður næg.
Innritun fer fram til 2. febrúar í síma 456
3599 á skrifstofutíma.
Skólameistari.
Syrt hefur í álinn á ný hjá
liði KFÍ í Epson-deildinni í
körfubolta eftir tvo sigra á
heimavelli í röð. Á fimmtu-
dagskvöld tapaðist útileikur
fyrir Þór á Akureyri, 83-68,
eftir að Þór hafði leitt allan
leikinn.
Á sunnudag tók KFÍ síðan
á móti Skallagrími en þeim
leik hafði verið frestað. Úrslit-
in í þeim leik verða að teljast
verulegt áfall fyrir Ísfirðinga
en gestirnir sigruðu með fjög-
urra stiga mun, 86-90. Skalla-
grímur hafði undirtökin í
leiknum lengst af en í hálfleik
var fimmtán stiga munur, 38-
53. KFÍ og Valur eru nú saman
á botni Epson-deildarinnar
eftir 14 umferðir með 4 stig
en næst fyrir ofan eru Þór og
ÍR með 10 stig.
Dapurt útlit hjá karlaliði KFÍ
Tveir ósigrar enn
Athyglisverð úrslit í leikjum KFÍ við toppliðið
Jafntefli hjá KR og KFÍ, 225-225
KFÍ-stúlkur í efstu deild
kvenna fengu topplið KR í
heimsókn um helgina og léku
þau tvo leiki. Þeir voru hörku-
spennandi og unnust með
aðeins tveimur stigum hvor.
KR-stúlkur sigruðu á föstu-
dagskvöld, 68-70 (sumir segja
að þær hafi stolið sigrinum)
en KFÍ-stelpurnar hefndu fyrir
á laugardaginn og unnu 64-
62. Þetta eru athyglisverð úr-
slit í ljósi þess, að þegar KFÍ-
stelpurnar fóru suður fyrr í
vetur og kepptu við KR, þá
unnu liðin líka sinn leikinn
hvort og þá með aðeins eins
stigs mun hvorn.
Enda þótt jafntefli sé ekki í
dæminu í körfuboltaleikjum,
þá er staðan jöfn hjá KR og
KFÍ í leikjum þeirra fjórum í
deildinni, tveir sigrar og tvö
töp hjá hvoru, og þar af sigur
og tap á bæði heimavelli og
útivelli. Að sjálfsögðu er stiga-
skorunin líka jöfn eða 225-
225. En þróunin í skoruninni
er líka athyglisverð. Í fyrsta
leik liðanna voru skoruð sam-
tals 83 stig, öðrum leiknum
103 stig, þriðja leiknum 126
stig og í fjórða leiknum 138
stig.
Staðan efstu deild kvenna
er nú þannig, að KR er með
16 stig eftir 11 leiki, Keflavík
14 stig eftir 10 leiki og KFÍ
með 12 stig eftir 10 leiki. ÍS
er með 8 stig eftir 10 leiki en
Grindavík er án stiga eftir 9
leiki.
Frá leik kvennaliða KFÍ og KR á laugardag.
Auðunn Einarsson kylfingur
Orðinn golfkenn-
ari í Thailandi
Auðunn Einarsson golf-
leikari frá Ísafirði hefur
skilað inn áhugamannaskír-
teini sínu og gerst golfkenn-
ari í Thailandi. Undanfarin
ár hefur hann dvalist í Thai-
landi nokkra mánuði á ári
við golfæfingar. Nú hefur
hlutverkum verið snúið við
og hann er farinn að kenna
kylfingum þar í landi. Auð-
unn er besti golfleikari Ís-
firðinga og varð m.a. í þriðja
sæti á fyrsta stigamóti síð-
asta sumars sem haldið var
í Vestmannaeyjum.
Auðunn er sonur eins af
fjölhæfustu íþróttamönnum
Ísfirðinga, sem m.a. var einn
af bestu golfleikurum hér
vestra, Einars Vals Krist-
jánssonar heitins yfirkenn-
ara. Annar sonur Einars Vals
er knattspyrnumaðurinn
sprettharði Atli Einarsson,
sem varð Íslandsmeistari
með Víkingi árið 1991.
Auðunn Einarsson.
04.PM5 19.4.2017, 09:097