Bæjarins besta - 24.01.2001, Qupperneq 11
MIÐVIKUDAGUR 31. JANÚAR 2001 11
Barnsfæðingar í vatni eru ekki nýjar af nálinni en hafa
þó verið afar fátíðar á Ísafirði. Svo fátíðar, að þegar þetta
er ritað hefur einungis ein slík átt sér stað á Fjórðungs-
sjúkrahúsinu á Ísafirði. Þeim á þó líklega eftir að fjölga,
taki konur mark á Kristínu Álfhildi Bjarnadóttur, móð-
urinni sem þar átti í hlut. Áður hafði hún fætt tvö börn á
hefðbundnari máta og hefur því góðan samanburð. Hún
mælir eindregið með vatnsfæðingum.
„Þetta var rosalega þægilegt. Ég náði að slaka alveg á
milli verkja. Þar að auki var þetta allt miklu eðlilegra því
engin verkjalyf voru notuð. Heitt vatn hefur svo róandi
og deyfandi áhrif á mann að það var ekki nauðsynlegt að
dópa mig upp.“
Fyrsta vatnsfæðingin á Ísafirði
Nýr liðsmaður Manchester United? Áslaug Hauksdóttir
ljósmóðir leggur nýfædda stúlkuna á brjóst móður sinnar,
Kristínar Álfhildar Bjarnadóttur. Faðirinn, Björn Jóhanns-
son horfir stoltur á.
Engin
verkjalyf notuð
Áslaug Hauksdóttir ljós-
móðir var á Ísafirði í tvær
vikur að leysa af Sigríði Ólöfu
Ingvarsdóttur, starfandi ljós-
móður á Fjórðungssjúkrahús-
inu. Áslaug, sem hefur verið
ljósmóðir í meira en þrjátíu
ár, hefur haft brennandi áhuga
á barnsfæðingum í vatni allt
frá því hún kynntist þeim fyrst
fyrir fimm árum í Danmörku.
„Ég varð strax alveg heilluð
því ég sá að þetta hjálpar kon-
um alveg heilmikið. Þær slaka
miklu betur á, finna skemur
fyrir hríðunum og losa mikið
endorfín, en það er eins konar
deyfilyf sem líkaminn fram-
leiðir. Yfirleitt þarf ekki að
gefa þessum konum verkjalyf
sem er mjög gott því allt sem
móðirin fær, fær barnið einn-
ig.“
„Fyrir og eftir bað“
„Mig langaði mikið að inn-
leiða þessa siði á Íslandi. Á
Selfossi var fyrsta baðkarið á
fæðingastofu og því réð ég
mig þangað. Þar fórum við af
stað með barnsfæðingar í
vatni og var sjúkrahúsið á Sel-
fossi brautryðjandi að því
leyti.
Eftir það fór ég tvö sumur
til Danmerkur til að kynna
mér þetta betur. Þar á eftir fór
ég til Keflavíkur og kom
vatnsfæðingunum af stað þar.
Nú tala ég um mína ljósmóð-
urtíð sem fyrir og eftir bað.“
Inngrip fátíðari
„Rannsóknir sýna, að sé rétt
að málum staðið eru barns-
fæðingar í vatni ekki áhættu-
meiri en fæðingar „á landi“.
Inngrip eins og notkun sog-
klukkna og tanga og keisara-
skurðir eru fátíðari, noti konur
vatn á fyrsta stigi fæðingar.
Einn helsti kosturinn er
samt sá, að konurnar fá að
stjórna fæðingu sinni sjálfar.
Þær finna sjálfar í hvaða stell-
ingu best er að vera. Ljós-
mæður stjórna ekki stelling-
um konunnar því hún hlustar
á líkama sinn og hagar sér
eftir því hvað hann segir
henni.
Þegar barnið er fætt getur
konan sjálf tekið það upp úr
vatninu. Það finnst konunum
alveg dásamlegt. Þess má geta
að barninu er strax lyft upp úr
vatninu og það fer ekki að
anda fyrr en það kemur upp
úr.“
Feður hafa
farið með ofan í
Þegar Áslaug er spurð hvort
engir ókostir fylgi því að fæða
í vatni er svarið auðsótt. „Nei,
í raun ekki. Það eina sem mér
dettur í hug er að fari konur of
snemma í vatnið geta hríðir
minnkað. Efasemdamönnum
hefur fundist það galli að ekki
sé hægt að hafa konurnar í
sírita, en mér finnst það líka
vera kostur. Þá er ekki verið
að binda konuna eins mikið í
sömu stellingu og fæðingin
verður eðlilegri.
Konur fæða ekki í vatni
nema allt sé í lagi. Það fer
engin í vatn nema hraust kona
sem átt hefur eðlilega með-
göngu. Þess vegna er notkun
sírita ekki eins mikilvæg og
hjá konum sem eitthvað er að
hjá. Auðvelt er að fylgjast með
hjartslætti fósturs konu sem
er í vatni, en til eru vatnsheld
lítil tæki til hlustunar.
Ég man ekki eftir neinni
móður sem hefur verið annað
en hæstánægð með vatnsfæð-
ingar, hafi hún á annað borð
prófað þær. Allar hafa þær
sagst ætla að gera þetta aftur
og mæla með þessu.
Ekki má gleyma feðrunum,
en þeir hafa ekki síður en kon-
urnar verið hrifnir af vatns-
fæðingum. Þeim hefur fundist
þeirra þáttur verða stærri en
við hefðbundnar fæðingar.
Þeir hafa líka farið ofan í með
konunum í heimafæðingum,
en ég er með stóran ferðapott
sem ég fer með í heimahús.“
Stór og góð baðkör
Áslaug segir baðkerið sem
fætt er í ekki vera mikið frá-
brugðið venjulegum baðkör-
um. „Það þarf helst að vera
breiðara og dýpra en enginn
sérstakur búnaður er í því. Það
var því miður ekkert baðker á
fæðingardeildinni á Ísafirði
svo að Kristín þurfti að eiga á
legudeild.
Ég vona að vatnsfæðingum
eigi eftir að fjölga á Ísafirði
og fæðingardeildin fái baðker.
Sigríður Ólöf ljósmóðir má
alveg taka á móti börnum í
vatni, enga sérstaka viðbótar-
menntun þarf til. Það er þó
góð venja að ljósmæður séu
búnar að fylgjast með og taka
þátt í nokkrum vatnsfæðing-
um svo þær öðlist öryggi áður
en þær taka einar á móti börn-
um á þennan hátt. Ljósmæður
verða að vera búnar að lesa
mikið og kynna sér vatnsfæð-
ingar vel áður en þær hefjast
handa. Ég er alveg tilbúin að
koma hingað aftur því vatns-
fæðingar eru mitt áhugamál.“
Ekki nýtt af nálinni
Áslaug segir fyrstu skráðu
fæðinguna í vatni hafa átt sér
stað árið 1803 í Frakklandi.
„Þar var kona sem legið hafði
kvalin í tvo sólarhringa í er-
fiðri fæðingu. Það vissi enginn
hvað átti að gera en um leið
og hún var sett í vatn fæddi
hún. Vatnsfæðingar hófust að
einhverju marki í Evrópu fyrir
um 30-40 árum. Nú á dögum
tíðkast vatnsfæðingar í flest-
um löndum Evrópu og einnig
víðast hvar í Ameríku.
Þó að fyrsta skráða vatns-
fæðingin hafi verið fyrir 200
árum er talið að konur í
Karíbahafinu hafi löngu áður
sótt í vatn til að fæða. Þessar
fæðingar eru því ekkert nýjar
af nálinni þó þær eigi sér ekki
langa sögu á Íslandi.“
Stenst samanburð
ágætlega
Kristín Álfhildur Bjarna-
dóttir, sú fyrsta sem fæðir í
vatni á Ísafirði, segist hafa
ákveðið með stuttum fyrirvara
að fæða á þennan máta. „Ég
fór upp á sjúkrahús að morgni
tíunda janúar. Þá spurði Ás-
laug ljósmóðir hvort ég vildi
ekki nota vatn við fæðinguna
og leist mér og eiginmanni
mínum, Birni Jóhannssyni,
vel á það. Eftir að hafa rætt
við og heyrt álit Áslaugar á
þessum fæðingum var ég al-
veg viss um að vilja fæða á
þennan hátt. Hríðirnar minnk-
uðu og ég var send heim en
kom svo aftur seinna um dag-
inn og fæddi stúlkubarn.Áslaug Hauksdóttir ljósmóðir með nýfædda stúlkuna.
Það var alveg frábært að
fæða í vatni. Það gekk fljótt
og vel að fæða og samanborið
við mínar fyrri fæðingar var
þetta mjög þægilegt. Ég hafði
áður verið lurkum lamin eftir
að hafa fætt en í þetta sinn
leið mér eins og nýslegnum
túskildingi.“
Mælir með
vatnsfæðingum
„Ég vissi að Sigríður Ólöf
væri að fara í leyfi og var ég
að vona að ég næði að eiga
áður en hún færi. Sigríður
hafði reynst mér svo vel við
síðustu fæðingu mína og mér
líkaði vel við hana. Þessari
nýju reynslu hefði ég samt
alls ekki viljað fara á mis við
og er ég mjög þakklát Áslaugu
fyrir.
Mér fannst þetta allt miklu
eðlilegra. Vegna þess að engin
verkjalyf voru notuð fann ég
miklu betur fyrir barninu og
vissi hvernig fæðingin gekk.
Ég get hiklaust mælt með
þessu við allar verðandi mæð-
ur.“
Áslaug Hauksdóttir ljósmóðir.
04.PM5 19.4.2017, 09:0911