Bæjarins besta


Bæjarins besta - 24.01.2001, Síða 5

Bæjarins besta - 24.01.2001, Síða 5
MIÐVIKUDAGUR 31. JANÚAR 2001 5 Vestfirðir í forystuhlutverki „Fundurinn í Osló var mjög gefandi. Ég fékk mikið af lesefni um Staðardag- skrána frá norska umhverfis- ráðuneytinu og á það eflaust eftir að nýtast vel við fram- kvæmd verkefnisins. Fund- armenn voru meðal annars frá Longyearbyen á Sval- barða og frá Sisimiut á Grænlandi. Það var afar fróðlegt að heyra um ólíkar aðstæður á þessum fjarlægu stöðum. Ísafjörður er lengst á veg kominn í Staðardagskrár- vinnunni og verður eflaust fyrirmynd annarra bæja sem þátt taka í verkefninu. Formaður verkefnisins á heimskautasvæðunum er Íslendingur, Stefán Gíslason fyrrverandi sveitarstjóri á Hólmavík. Það er því ljóst að Ísland, og kannski ekki síst Vestfirðir, gegna for- ystuhlutverki í þessu samstarfi.“ Jeppaflotinn vakti athygli „Ég sýndi fundarmönnum stutt myndband sem ég hafði tekið upp á Ísafirði. Þeim þótti bærinn snyrti- legur og frágangur á mann- virkjum yfirleitt góður. Voldugur bílafloti bæjarbúa vakti mikla athygli. Stórir jeppar sáust oft aka framhjá myndavélinni. Ég sagði þeim að mikið öryggi væri í því fólgið að eiga vel búinn bíl á þessum slóðum, en ókostirnir væru að sjálf- sögðu að þeir eyða meira eldsneyti og menguðu meira. Þetta væri sérstaklega óheppilegt í ljósi þeirra miklu verðhækkana á olíu sem dunið hafa yfir okkur.“ Fíkniefna- vandamál í Osló Fundurinn var haldinn í stjórnsýsluhverfinu í Osló. „Fundað var í voldugum steinkumbalda sem áður hafði verið fangelsi. Okkur var sagt að nú væri erfitt að komast inn, öfugt við það sem áður var. Það var líka raunin, í móttökunni voru stæðilegir verðir sem hleyptu manni með semingi í gegnum hlið sem opnaðist og lokaðist með fjarstýr- ingu. Þegar frí gafst frá fundarhöldum fékk ég tækifæri til að skoða Osló á eigin vegum. Borgin er falleg og velmegun mikil en skuggahliðarnar leyna sér ekki. Fíkniefnaneysla er mikið vandamál í borginni. Eitt sinn þegar ég var á göngu um Vor frelsers gravlund gekk ég fram á ungt par sem var að sprauta sig í handlegginn nálægt gröf skáldsins Henriks Ibsens. Á Karl Johan götunni var mikið um fólk í annarlegu ástandi að biðja um smápeninga. Það kemur manni á óvart að í ríkasta landi í heimi þurfi fólk að betla. Osló er mjög dýr borg og sjálfsagt eru miklar kröfur gerðar til fólks um að það þéni vel og standa sig. Það er greinilega ekki allt fengið þó velmegunin í þjóðfélaginu sé mikil.“ Langafi var vinsæll maður Fjölnir er uppalinn á Sauðárkróki. Hann segist illa geta hugsað sér að búa annars staðar en á lands- byggðinni. „Við Heiðrún kona mín erum sammála um það. Að sjálfsögðu vill hún helst búa í sínum heimabæ og hafði ég síður en svo eitthvað á móti því að flytja hingað. Við höfðum fyrir nokkuð löngu síðan ákveðið að flytja burtu frá Reykjavík við gott tækifæri. Ég á ættir að rekja til Ísafjarðar. Móðurafi minn, Hjörtur Jónsson loftskeyta- maður, var lengi stöðvar- stjóri Pósts og síma á Ísa- firði. Langafi minn, Jón Grímsson, var málafærslu- maður í bænum og skilst mér að hann hafi verið vinsæll maður. Við erum mjög ánægð með að vera flutt til Ísa- fjarðar. Hér er gott að ala upp börn, en við eigum lít- inn dreng sem heitir Tryggvi Fjölnisson. Hann er eins árs gamall og upprennandi Bakkapúki. Framboð á menningar- og afþreyingar- efni er mjög mikið hér í bænum. Ég veit að til að svo megi vera þarf góða þátttöku bæjarbúa. Því hef ég reynt eftir fremsta megni að taka þátt í því sem mér hefur þótt áhugaverðast. Ég vona að einhvern tímann fái ég prestsstöðu á svæðinu en hvað gerist í framtíðinni verður tíminn að leiða í ljós. Ég vil frekar búa úti á landi en í Reykjavík, svo mikið er víst. Skarkali höfuðborgarinnar hentar eflaust sumum, en ekki mér.“ Slökkviliðið komið með SMS-boðunarkerfi „Það besta og örugg- asta sem í boði er“ Slökkvilið Ísafjarðarbæj- ar hefur lagt eldri boðunar- kerfum og tekið í notkun SMS-boðun í GSM-kerfi Símans. „Þetta er bylting“, segir Hermann G. Her- mannsson, varðstjóri. Nú er komið SMS-boðum til um fimmtíu manna samtímis á svæðinu frá Þingeyri til Ísa- fjarðar en áður þurfti að hringja í hvern og einn eða nota brunalúðra. „Nýja kerf- ið er það besta og öruggasta sem í boði er í dag. Við erum búnir að þrælprófa þetta á alla vegu og það hef- ur allt virkað alveg hundrað prósent“, segir Hermann. Neyðarlínan er beintengd inn á SMS-kerfið og hefur for- gang á skólakrakkana og aðra sem nota það venjulega. Þó að GSM-símakerfið sjálft detti út eiga SMS-boðin að komast til skila. Á það fékkst reynsla um áramótin þegar álagið á GSM-kerfið varð svo mikið að allir símar virkuðu á tali og samband náðist ekki. SMS-boð bárust hins vegar með eðlilegum hætti. Á síðasta ári var ákveðið að leggja niður símboðakerfið sem starfrækt hefur verið hér á landi um nokkurt árabil. Hermann segir að tiltölulega fáir slökkviliðsmenn í Ísa- fjarðarbæ hafi verið með sím- boða. „Við vorum illa búnir að því leyti. Á Flateyri og Suð- ureyri voru engir en nokkrir á Þingeyri og á Ísafirði, helst aukasjúkraflutningsmenn og nokkrir aðrir. Fyrir einu eða tveimur árum stóð til að kaupa miklu fleiri símboða en sem betur fer varð ekkert úr því.“ Hjá Slökkviliði Bolung- arvíkur var byrjað að prófa SMS-kerfið eftir síðustu helgi, að sögn Ólafs Bene- diktssonar, slökkviliðs- stjóra. Síðan verður það tek- ið í fulla notkun alveg á næstunni, „en við erum með blástur til vara“, segir Ólaf- ur. Skipsbækur Guðmundar Einarssonar, vélstjóra Einfalt form til að skrá viðhald og hirðingu Út eru komnar fjórar bæk- ur eftir Guðmund Einarsson, kennara við Menntaskólann á Ísafirði. Um er að ræða véladagbók og leiðarbók– skipsdagbók sem komið hafa út árlega að undanförnu og skipsdagbók og báta- dagbók sem komnar eru út í fyrsta sinn. Síðarnefnda bókin eru ólík hinum eink- um að því leyti, að ekki er skylda að hafa hana um borð þó að vissulega sé það æskilegt. Véladagbókin hefur komið út árlega síðan 1986 en hún er ætluð til notkunar í skipum sem eru yfir 24 metrar að lengd. Leiðarbók– skipsdagbók kom fyrst út Guðmundur Einarsson. árið 1995. Hún er ætluð bæði til notkunar við strand- veiðar og úthafsveiðar. Bátadagbók er eingöngu ætluð bátum sem ekki ná 24 metrum í lengd. „Í bátadag- bókinni er mjög einfalt form til þess að skrá niður við- hald og hirðingu vélar og vélbúnaðar. Einnig nýtist hún vel sem siglingabók ef skipið er undir 12 rúmlest- um að stærð“, segir höfund- urinn. Guðmundur Einarsson var lengi yfirvélstjóri á bátum og togurum en fór í land árið 1989 og hefur síðan kennt vélstjórnarfræði við Menntaskólann á Ísafirði. Hann veitir nú vélstjórn- ardeild skólans forstöðu. Skipsbækur, fyrirtæki Guðmundar og Ólafar Veturliðadóttur konu hans, selja bækur þessar um allt land. 3X-Stál ehf. á með stöðugt aukin umsvif í Kanada Fyrirtækið 3X-Stál á Ísa- firði vinnur nú að því að koma á laggirnar dótturfyrirtæki í St. John’s á Nýfundnalandi, sem ætlað verður að annast þjónustu við rækjuiðnaðinn þar í landi. Jóhann Jónasson framkvæmdastjóri hefur unn- ið að undirbúningi þar vestra um nokkurra vikna skeið og fyrir skömmu er Sigurður Jónsson skipatæknifræðingur einnig farinn vestur um haf. Þeim rækjuverksmiðjum fjölgar stöðugt í Kanada sem eru með vinnslulínur og annan búnað frá 3X-Stáli. Hinu nýja fyrirtæki er ætlað að annast þjónustu við þær verksmiðjur, svo og viðgerðar- og viðhalds- þjónustu við aðrar rækjuverk- smiðjur í landinu. Ef vel gengur má búast við því að nýja fyrirtækið verði opnað innan nokkurra vikna, samkvæmt heimildum blaðs- ins. Þjónustufyrirtæki í St. John’s Höfuðstöðvar 3X-Stál á Ísafirði. 04.PM5 19.4.2017, 09:095

x

Bæjarins besta

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.