Bæjarins besta - 21.02.2001, Síða 12
12 MIÐVIKUDAGUR 21. FEBRÚAR 2001
Sjónarspil kringum
Orkubú Vestfjarða
Bryndís Friðgeirsdóttir, bæjarfulltrúi
í Ísafjarðarbæ skrifar
,,Vandann í félags-
lega húsnæðis-
kerfinu á að
leysa á landsvísu“
Mikil umræða hefur farið
fram um Orkubú Vestfjarða
meðal Vestfirðinga að undan-
förnu og þá sérstaklega meðal
íbúa Ísafjarðarbæjar. Í þeirri
umræðu hefur m.a. komið
fram, að almenningur saknar
þátttöku sveitarstjórnamanna.
Þó ekki hafi mikið heyrst í
okkur sveitarstjórnarmönnum
í fjölmiðlum um málið höfum
við þó fundað og rætt mikið
um málið.
Ég fullyrði að við erum þó
enn á byrjunarreit, þ.e. okkur
hefur ekki orðið ágengt í
samningum við ríkisvaldið
frekar en í öðrum málum sem
snerta samskipti ríkis og sveit-
arfélaga. Reynsla okkar í þeim
samskiptum hefur vakið þá
tilfinningu meðal sveitar-
stjórnarmanna, að helsti óvin-
ur sveitarfélaga í dag sé ríkis-
valdið.
Ofurvaldið
Í stuttu málið verður hér
greint frá því, hvernig samn-
ingar um sölu á hlut sveitarfé-
laga í Orkubúi Vestfjarða
horfa við sveitarstjórnar-
manni. Sú greining er ekki
algild um alla sveitarstjórnar-
menn og skiptir þá máli uppi
á hvaða hól viðkomandi
stendur og hvert hann beinir
sjónum sínum. Þótt við sveit-
arstjórnarmenn höfum ekki
tekið slaginn með almenningi
í fjölmiðlum er það ekki vegna
þess að við séum öll sammála.
Ég hef t.d. ekki viljað hingað
til fljúgast á við félaga mína í
bæjarstjórn um hvað sé rétt
og rangt. Til þess vantar okkur
einfaldlega fleiri staðreyndir
eins og t.d. um virkjunarrétt
fyrirtækisins o.fl. því að orku-
þörf mun aukast í framtíðinni.
Ég hef heldur ekki upplýst þá
skoðun mína í fjölmiðlum, að
ég greiddi atkvæði á móti því
að breyta rekstrarformi fyrir-
tækisins í hlutafélagsform. Ég
virði samt skoðanir félaga
minna og þeir væntanlega
mína.
Nú sé ég mig hins vegar
knúna til að tjá mig þó enn
vanti marktækar upplýsingar
um málið. Ég er ekki með
þessari grein að saka fulltrúa
okkar í viðræðunefnd við rík-
isvaldið um að leyna okkur
upplýsingum, heldur rök-
styðja þá skoðun mína að öll-
um mátti ljóst vera að við eig-
um við ofurefli að etja, þ.e.
ríkisvaldið, og engu hægt að
treysta nema því sem er und-
irritað og stimplað í bak og
fyrir. Ofurvaldið lagði upp
með ákveðna niðurstöðu og
heldur fast við hana: Við
ákveðum hvað þið gerið við
peningana sem frúin í Ham-
borg sendir ykkur!
Skilyrt Vest-
fjarðaaðstoð
Þegar bæjarstjórn Ísafjarð-
arbæjar fjallaði fyrst um málið
var formið og farvegur það
sem skipti mestu máli, þ.e.
hvert væri hlutverk Fjórð-
ungssambandsins, stjórnar
OV og sveitarstjórna. Þó mátti
heyra einstaka fulltrúa tala um
merg málsins sem var og er
enn: „Ég vil ekki selja“, „ég
vil selja“ eða „ég hef ekki
nægar upplýsingar til að taka
ákvörðun“.
Þeir sem sögðust ekki vilja
selja voru sakaðir um ábyrgð-
arleysi í fjármálum, þar sem
staða sveitarsjóða væri svo
slæm að ekki mætti slá á út-
rétta hönd ríkisvaldsins sem
væri að finna leið til að „rétta
Vestfirðingum meira fé en þeir
ættu skilið að fá“. Þeim sem
vildu fá frekari upplýsingar
var sagt þær fengjust ekki,
allt væri komið fram sem
þyrfti að vita. Þeir sem vildu
selja sögðust taka þá ákvörð-
un til þess að koma í veg fyrir
að félagsmálaráðuneytið
kæmi vestur og slökkti á öll-
um ljósastaurum þar sem brátt
yrði ekkert rekstrarfé aflögu
til að láta loga á þeim.
Mér er til efs að það ágæta
ráðuneyti nenni að hefja þá
vinnu að slökkva ljós víða á
landsbyggðinni, því það eru
ekki aðeins sveitarsjóðir á
Vestfjörðum sem glíma við
bága fjárhagsstöðu. Það ætti
frekar að vera kappsmál fyrir
ráðuneytið að ljós loguðu
skært sem víðast um landið
og framkvæma áætlanir þar
að lútandi fyrir landið allt.
Hlutafélag strax
Sl. vor var mikill þrýstingur
á sveitarstjórnarmenn að taka
skjótt ákvörðun um að breyta
rekstrarformi Orkubúsins úr
sameignarfélagsformi í hluta-
félag. Helstu rökin fyrir hinum
mikla flýti sem þurfti að hafa
við voru þau, að ný orkulög
tækju brátt gildi og í þeim
væri ákvæði um að öllum
orkufyrirtækjum landsins yrði
breytt í hlutafélög. Eigendur
hefðu hvort sem er ekkert um
málið að segja, þetta yrði
stjórnvaldsaðgerð í skjóli til-
skipunar frá Evrópuvaldinu.
Nú hefur okkur borist til
eyrna, eins og svo margt í
þessu máli, að þetta ákvæði
yrði ekki haft inni. Þeir sem
sögðu að ekkert lægi á, orku-
lögin tækju ekki gildi fyrr en
um mitt næsta ár og það
vantaði undirritaðaðar yfirlýs-
ingar í þessum efnum, fengu
önnur vararök frá stjórnend-
um hraðlestarinnar. Þau vara-
rök voru þau, að Vesturbyggð
óskaði eftir því að selja sinn
hlut sökum bágrar fjárhags-
stöðu og ekki mættu önnur
sveitarfélög á Vestfjörðum
standa í vegi fyrir því.
Þeir sem ekki kaupa þessi
rök velta því fyrir sér, hvort
Ísafjarðarbær þurfi á næsta
kjörtímabili að taka ákvarð-
anir í nýja stóra kjördæminu
með tillti til t.d. hagsmuna
Akraness í skjóli samvinnu
sveitarfélaga. Það er út af fyrir
sig efni í aðra grein sem gæti
heitið Sundrung sveitarfélaga
fremur en Samvinna sveitar-
félaga gegn ríkisvaldinu
Verðið skilyrt
Viðræðuefndir voru skipað-
ar, eins og gengur, sem í áttu
sæti fulltrúar ríkisvalds og
sveitarfélaga. Það fyrsta sem
þurfti að gera var að hengja
verðmiða á fyrirtækið. Okkur
var strax ljóst í upphafi, að
það verð sem búið var til var
háð skilyrðum. Félagslega
íbúðakerfið var inni í verðinu,
þ.e. hluti af andvirði söluverðs
á hlut Orkubúsins væri tekinn
upp í skuldir í félagslega
íbúðakerfinu og til að koma
íbúðunum niður í markaðs-
verð. Rökin fyrir verðlagn-
ingu Orkubúsins voru þau, að
ríkisvaldið væri að finna leið
til þess að rétta Vestfirðingum
fjármagn úr ríkissjóði, svo trú-
legt sem það svo er.
Vestfirðingum
þvegið bak við eyrun
Þegar talað var við þing-
menn Vestfjarða um málið þá
létu þeir sér fátt um finnast.
Þeir sökuðu sveitarstjórnar-
menn um ábyrgðarleysi, við
hefðum látið byggja svo mikið
af félagslegu íbúðarhúsnæði
til að halda hjólunum gang-
andi og skapa verktökum
vinnu og svo fengist enginn
til að kaupa þetta rándýra
húsnæði. Margt getur verið
satt í þessum efnum og ég hef
ekki enn heyrt sveitarstjórnar-
menn koma sér undan ábyrgð
í þessum efnum. En það vekur
furðu hjá hugsandi fólki, að
einungis Vestfirðir skulu vera
teknir fyrir og skrúbbaðir bak
við eyrun eins og óþekkir
krakkar.
Tekið skal fram, að sum
sveitarfélög á Vestfjörðum
eiga ekki í fjárhagsvanda með
félagslega íbúðakerfið. Þessi
sami vandi í félagslega íbúða-
kerfinu er víða í sveitarfélög-
um landsins og er nefnd á
vegum ríkisvaldsins að finna
lausn á því máli í samvinnu
við sveitarfélögin. Sú nefnd á
meðal annars að komast að
niðurstöðu um hvernig ríki og
sveitarfélög geta skipt á milli
sín kostnaði við að koma fé-
lagslegum íbúðum niður á
markaðsverð og grynnka á
skuldahalanum. Flestir eru
sammála um að sveitarfélögin
geta ekki ein boðið ábyrgð á
þeim kostnaði með þeim
tekjustofnum sem þeim eru
skammtaðir af ríkisvaldinu.
Það kemur því spánskt fyrir
sjónir, að mitt ofan í vinnu
nefndarinnar skuli ríkið koma
með þessa sértæku „vestfirsku
aðstoð“. Hvað geta hin
sveitarfélögin gert, sem ekkert
Orkubú eiga til að selja?
Sveitarstjórnarmenn og al-
menningur hafa vakið athygli
á þessu en ekkert hefur verið
tekið tilllit til málflutnings
þeirra. Félagar okkar í sveit-
arstjórnum í landinu og þing-
menn utan Vestfjarða, sem
hafa áhyggjur af fjárhags-
vanda sveitarfélaga, hafa beð-
ið okkur hér fyrir vestan að
gera þeim ekki þann óleik að
trufla þessa vinnu með þeim
hætti sem ríkið leggur til.
Vandann í félagslega hús-
næðiskerfinu á að leysa á
landsvísu, því að hann er ekki
sérstakt vestfirskt fyrirbæri.
Við sveitarstjórnarmenn átt-
um að setja skilyrði um að
nefnd um endurskoðun fé-
lagslega íbúðakerfisins lyki
sinni vinnu áður en samninga-
viðræður hæfust um sölu á
hlut sveitarfélaganna í Orku-
búi Vestfjarða.
Á leiðarenda eða
byrjunarreit?
Eftir að öll sveitarfélög
höfðu samþykkt hlutafélags-
væðinguna var samningurinn
kynntur á fundi af fulltrúum
okkar sveitarstjórnarmanna í
viðræðunefndinni. Á fundin-
um kom fram, að félagslega
húsnæðiskerfið væri ekki inni
(ríkið hefði e.t.v. gleymt að
setja það inn). Nú er allt til
reiðu, sveitarfélög geta farið
að semja við ríkið um kaup á
hlut þeirra í Orkubúinu.
En viti menn. Ríkið gleym-
di engu og allt er inni eins og
var í upphafi. Við erum á byrj-
unarreit. Félagslega húsnæð-
iskerfið var sett inn af hálfu
ríkisvaldsins og er þar enn
eins og náttúruafl. Enginn fær
því breytt þrátt fyrir mótmæli
sveitastjórnarmanna og hávær
mótmæli íbúanna.
Bryndís Friðgeirsdóttir,
bæjarfulltrúi í Ísafjarðarbæ.
Guðrún Anna Tómasdóttir og Ingunn Ósk Sturludóttir.
Hamrar, tónleikasalur Tónlistarfélags Ísafjarðar
Söngtónleikar Ingunnar
Óskar og Guðrúnar Önnu
Ingunn Ósk Sturludóttir,
mezzósópran og Guðrún
Anna Tómasdóttir, píanó-
leikari halda söngtónleika í
Hömrum, tónleikasal Tón-
listarskóla Ísafjarðar þriðju-
daginn 27. febrúar kl. 20:30.
Á efnisskránni verða þjóð-
lagaútsetningar eftir Brah-
ms, ljóðasöngvar eftir
Granados, Tsjækovskí, Sig-
valda Kaldalóns og Atla
Heimi Sveinsson og aríur
eftir G. Bizet.
Ingunn Ósk lauk 8.stigs
prófi frá Söngskólanum í
Reykjavík, en stundaði síð-
an framhaldsnám í London
um tveggja ára skeið. Hún inn-
ritaðist síðan í Sweelinck
tónlistarhákólann í Amster-
dam þaðan sem hún lauk prófi
frá ljóða-og óperudeild skól-
ans vorið1992. Hún hefur
haldið fjölda tónleika hér
heima og erlendis, sungið
með Sinfóníuhljómsveit
áhugamanna og komið fram
sem einsöngvari með ýmsum
kórum. Ingunn fluttist vestur
á firði vorið 1995 og er nú
búsett í Vigur. Hún hefur kennt
söng við Tónlistarskólann á
Ísafirði.
Guðrún Anna er af ís-
firsku bergi brotin. Hún lauk
burtfararprófi frá Tónlistar-
skólanum í Reykjavík árið
1985. Þaðan lá leið hennar
til Lyon í Frakklandi. Síðan
innritaðist hún í Sweelinck
tónlistarháskólann og lauk
þaðan prófi árið 1992. Hún
hefur haldið einleikstón-
leika á Ísafirði og í Reykja-
vík og komið fram við ýmis
tækifæri heima og erlendis.
Hún er nú búsett í Amster-
dam, þar sem starfar sem
píanóleikari og kennari.
08.PM5 19.4.2017, 09:2212