Bæjarins besta - 11.04.2001, Síða 7
MIÐVIKUDAGUR 11. APRÍL 2001 7
áttum þó okkar túttubyssur
svo við gætum varist árásum
ef setið var fyrir okkur.
Ég flutti svo í Eyrargötuna
þegar ég var orðin 10 eða 11
ára gömul. Samkvæmt skil-
greiningu á landamærum var
ég komin í neðri bæinn, a.m.k.
að efri mörkum hans. Á þeim
tíma var hvort eð var farið að
þynnast aðeins í þessum Hlíð-
arvegshóp og aldurssamsetn-
ing krakkanna orðin örlítið
önnur.“
Torfneshúsið
óþægilega stórt
„Ég gekk hina hefðbundnu
menntaleið á Ísafirði, fór í
barnaskóla, svo í gagnfræða-
skóla og að lokum í mennta-
skóla. Mér finnst nokkuð
merkilegt að ég hóf bæði mína
barnaskólagöngu og mína
menntaskólagöngu í sama
húsinu. Ég var fyrstu tvö ár
mín í Menntaskólanum á Ísa-
firði í gamla barnaskólahúsinu
og fannst það breyting til hins
verra þegar flutt var inn á Torf-
nes. Ég veit að margir sam-
nemendur mínir voru sam-
mála mér. Það varð allt svo
óþægilega stórt þegar við fór-
um inn á Torfnes.“
Húsakönnun
með Elísabetu
„Þegar ég útskrifaðist úr MÍ
flutti ég til Reykjavíkur og
settist á skólabekk í Háskóla
Íslands. Ég byrjaði í lögfræði,
en féll naumlega á öðru ári.
Ef slíkt gerist þurfa menn að
endurtaka fyrsta árið. Þegar
ég hafði verið að stúdera lög í
þrjú ár og hafði bara lokið
einu námsári, ákvað ég að
söðla um og fór í sagnfræði.
Mér sóttist sagnfræðin ansi
vel og kláraði BA-námið, auk
þess sem ég lauk uppeldis-
og kennslufræði til kennslu-
réttinda. Núna er ég að taka
mastersnámið utan skóla og
er einmitt byrjuð að leggja
drög að ritgerðinni.
Þegar ég var í námi vann ég
með Elísabetu Gunnarsdóttir
arkitekt að húsakönnun á Ísa-
firði. Við athuguðum sögu
húsanna og þróun byggðar á
Eyrinni. Þegar ég flutti aftur
heim að námi loknu fékk ég
vinnu á Bókasafninu og
skjalasafninu, hálfan daginn
á hvorum stað, auk þess að
ljúka við húsakönnunina.
Vinnufyrirkomulagið hjá
mér hefur verið svo til óbreytt
síðan ég flutti aftur vestur. Að
vísu vinn ég núna fullan
vinnudag á skjalasafninu og
er því sjaldan á vakt á bóka-
safninu.“
Hefur vanist því að
búa í safngrip
Jóna Símonía býr í Faktors-
húsinu í Neðstakaupstað. „Ég
var eins og áður sagði að leysa
Jón Sigurpálsson af á Byggða-
safninu. Hann bjó þá í Fakt-
orshúsinu en ég í í foreldra-
húsum. Þegar Jón flutti inn á
Kúabú sótti ég um að fá húsið
í Neðsta á leigu og fékk það.
Það tók mig nokkurn tíma
að venjast því að búa í safn-
grip. Á sumrin koma margir
ferðamenn að skoða og kíkja
þá gjarnan á glugga. Í fyrstu
varð mér nokkuð um þegar ég
sat á kvöldin í stofunni og var
að horfa á sjónvarp og tók svo
allt í einu eftir því að einhver
túristi var að horfa inn um
gluggann. Núna er ég búin að
venjast því að lifa hálfopin-
beru lífi á sumrin og finnst
mjög gott að búa í Neðsta-
kaupstað.“
Steikingatólg
og vítissóti
Heyrst hefur að Jóna búi til
sínar eigin sápur. Hvernig
kom það til? „Þó karlinn minn
komi oft drullugur heim úr
vinnunni varð hann ekki
kveikjan að því að ég fór að
búa til mínar eigin sápur. Ég
keypti oft kaffisápur sem seld-
ar voru í Kaffitári í Reykjavík.
Þar er kona sem lifir á því að
búa til þessar sápur. Kaffið er
mjög lykteyðandi og svínvirk-
ar þegar maður hefur til dæmis
verið að skera lauk.
Ég las innihaldslýsinguna
á sápunni og sá að það væri
nú sennilega ekki svo erfitt að
búa þetta til. Við tókum okkur
saman fjórar vinkonur í
saumaklúbbnum og reyndum
að búa til sápu.
Þetta var mikið ævintýri og
við þurftum að prófa okkur
nokkuð áfram. Sápa er gerð
þannig að blandað er saman
tólg og einhverri annarri feiti,
í okkar tilfelli kókosfitu og
olíu. Þessi blanda er vermd
upp í ákveðin hita og þá settur
vítissóti saman við. Svo getur
maður sett hvað sem er í sáp-
una, kaffi, haframjöl eða ilm-
olíur. Síðan er beðið í nokkrar
vikur eftir því að vítissótinn
hreinsi sig út úr sápunni.“
Alltaf mikið fyrir dútl
Jóna býr líka til sín eigin
páskaegg. „Það er nokkuð
langt síðan að ég eignaðist
mót fyrir páskaeggja. Ég var
búin að fá leiða á verksmiðju-
framleiddum páskaeggjum.
Mér fannst þau öll vera ná-
kvæmlega eins og fannst
framleiðendurnir heldur nískir
á innmatinn. Ég ákvað því
fyrir nokkru að prófa að búa
til mín eigin egg.
Að mörgu þarf að gæta þeg-
ar búið er til páskaegg. Eftir
miklar prófanir komst ég að
því að heppilegast var að nota
ákveðna blöndu af rjóma-
súkkulaði og súkkulíki. Það
tók mig síðan svolítinn tíma
að finna rétta þykkt í eggin.
Mesta vandamálið er þó ef-
laust að ná súkkulaðinu úr
mótunum þegar það hefur
harðnað. Það vill oft springa
og þá er ekkert annað að gera
en að steypa upp á nýtt. Páska-
eggjaframleiðsla getur tekið
mikinn tíma en þar sem ég
hef alltaf verið mikið fyrir
svona sérstakt dútl kemur tím-
inn ekki í veg fyrir fram-
kvæmdir.“
Byggingarframkvæmdir sem eiga sér engan sinn líka hér á landi?
Ævintýrahöllin Snjóbakki
hjá Sólbakka ofan Flateyrar
Þegar leið á tíunda tímann
á föstudagskvöld byrjaði fólk
að streyma til teitis í nýju húsi
rétt ofan við Flateyri. Teitið
var haldið til heiðurs Teiti Ein-
arssyni frá Sólbakka á Flateyri
(syni Einars Odds) og honum
í kveðjuskyni, en Teitur var á
förum til Úganda. Nýja húsið
stendur rétt hjá Sólbakka og
heitir Snjóbakki. Þar er vold-
ugur skafl og hafa röskir menn
á Flateyri gert þar mikil húsa-
kynni á skömmum tíma og
eftir fyrirfram gerðri teikn-
ingu.
Skammt inn af fordyri er
bar sem nefnist Einarsbar.
Hægt er að fara tvær leiðir
niður í setustofu en sætin eru
höggvin í veggina. Skammt
frá barnum er gengið upp í
virkisturn. Um allt hús eru
holur í veggi fyrir kerti í ál-
formum. Í samkvæminu log-
aði á þeim tugum saman og
herbergi og gangar líktust
helst ævintýrahöll eða sviðs-
mynd í Stjörnustríði. Ekki var
mjög hlýtt inni þegar teitið
hófst en það fór að lagast þeg-
ar fólki fjölgaði.
Um fimmtán manns munu
hafa lagt hönd að verki við
þetta hús. Einkum voru notað-
ar skóflur en einnig vélsög,
sem mun vera nýmæli í snjó-
húsagerð hérlendis. Þrátt fyrir
óteljandi kertaljós er eldhætta
í húsinu talin hverfandi lítil.
Barinn Einarsbar er hann
formlega apótek. Eina framlag
Lýðs Árnasonar læknis á Flat-
eyri til hússins var sú tillaga
að þar yrði apótek. Lyfin sem
þar fást eru mjög á eina lund,
öll til notkunar innvortis og
öll í vökvaformi. Læknirinn
hefur látið þess getið, að þegar
Vagninum fræga á Flateyri var
lokað um skeið á sínum tíma,
þá versnaði mjög heilsufar í
plássinu.
Helst verður fundinn einn
alvarlegur galli á þessu annars
ágæta húsi. Sá galli kemur
fram þegar vorar og kemur
jafnframt í veg fyrir að sú hug-
mynd verði að veruleika, að
hægt verði að nota húsið sem
sumarbústað.
Nokkrir gestanna í forstofunni, þeirra á meðal Lýður Árnason læknir.
Árangur Heiðars Marinóssonar kom mest á óvart á Opna Sjálandsmótinu
Sigraði í 50 m skriðsundi og bætti
piltametið sem Örn Arnarson átti
– fær mjög lofsamlegan vitnisburð frá fyrrverandi landsliðsþjálfara
Heiðar Ingi Marinósson
frá Vestra á Ísafirði sigraði í
50 m skriðsundi á Opna Sjá-
landsmótinu í sundi um
helgina. Íslenska unglinga-
landsliðið, sem Heiðar Ingi
var valinn í að loknu Innan-
hússmeistaramóti Íslands í
sundi í síðasta mánuði, fór
til keppni á mótinu. Heiðar
Ingi bætti þarna piltametið
sem ekki ómerkari sundmaður
en Örn Arnarson átti áður.
Þess má geta, að á þessu sama
móti setti Örn tvö ný Íslands-
met.
Keppinautar Heiðars Inga í
50 m skriðsundinu voru 36
sundmenn frá Norðurlöndum
og Þýskalandi. Guðmundur
Harðarson, fyrrum landsliðs-
þjálfari í sundi, segir að á
þessu móti hafi árangur Heið-
ars Inga komið mest á óvart.
„Pilturinn er langur og mjór,
syndir tæknilega vel og sýnir
mikið keppniskap. Þar virðist
vera mikið efni á ferðinni“,
sagði Guðmundur. Auk hins
frábæra árangurs í 50 m skrið-
sundi var 100 m skriðsundið
líka mjög gott hjá Heiðari.
Heiðar Ingi Marinósson.
Fjórtánda verslun fyrirtækisins en sú áttunda á landsbyggðinni
Húsasmiðjan opnaði á
mánudagsmorgun verslun
að Mjallargötu 1 og timbur-
sölu að Árnagötu 1 á Ísa-
firði. Þetta er fjórtánda
Húsasmiðjuverslunin og sú
áttunda utan höfuðborgar-
svæðisins. Eins og kunnugt
er keypti Húsasmiðjan versl-
unina Metró-Áral af Alfreð
Erlingssyni og fjölskyldu
hans. Alfreð á enn húsnæðið
í félagi við aðra en Húsa-
smiðjan mun hafa það á
leigu. Stjórnendur Húsa-
smiðjunnar segjast binda
miklar vonir við þessa nýju
verslun á Ísafirði og vona að
henni verði vel tekið. Á
vormánuðum stendur til að
Húsasmiðjan opni tvær
verslanir til viðbótar, aðra á
Egilsstöðum en hina á
Selfossi.
Húsasmiðjan
opnar á Ísafirði
Húsasmiðjan á Ísafirði.
Gleðilega
páskahátíð!
15.PM5 19.4.2017, 09:277