Bæjarins besta


Bæjarins besta - 11.04.2001, Page 8

Bæjarins besta - 11.04.2001, Page 8
8 MIÐVIKUDAGUR 11. APRÍL 2001 Kitti Muggs á Ísafirði hefur keppt á göngu- skíðum í hálfa öld – þar á meðal á 24 Íslandsmótum í röð og má heita fastur gestur í Vasagöngunni í Svíþjóð „Ég held að hann sé úr leðri allur í gegn, mannskrattinn, ég skil þetta ekki. Hann er eins og sauðnaut. Og étur eins og sauðnaut. Samt er hann alltaf jafngrannur.“ Þannig lýsir einn ágætur fyrrum hval- fangari á Ísafirði Kristjáni Rafni Guðmundssyni (Kitta Muggs) skíðagöngukappa. Kristján er komin hátt á sex- tugsaldur en tekur enn fullan þátt í göngumótum bæði inn- anlands og utan. Enginn vafi leikur á því að Kristján er í betra formi en flestir jafnaldr- ar hans, enda hefur hann alla tíð stundað gönguskíði, sem virðist vera hin hollasta íþrótt. Kristján steig fyrst á göngu- skíði þegar hann var þriggja eða fjögurra ára gamall. „Ég var í þannig fjölskyldu að það var óhjákvæmilegt að ganga á skíðum. Ég þurfti ekki að grenja mikið til að fá mín fyrstu skíði.“ Ekki þótti gott að hafa börn uppi á Dal „Ég man fyrst eftir mér á skíðum fimm ára gömlum. Þá gekk ég fram og til baka í hlíðinni fyrir ofan Eyrina. Þá tíðkaðist það ekki að börn væru að leika sér uppi á Selja- landsdal. Pabbi tók mig nú samt með nokkuð ungan upp á Dal og vakti það mikla at- hygli. Ég var eina barnið á svæðinu og pabbi var eigin- lega skammaður fyrir að taka mig með. Tíðarandinn var allt annar á þeim tíma. Ég tók þátt í minni fyrstu keppni fyrir hálfri öld, þá sjö ára gamall. Fyrir mótinu stóð Guðmundur Halldórsson, sem nú stýrir félagi smábáta- eigenda. Hann var mikill skíðamaður á sínum tíma og átti það til að standa fyrir göngumótum fyrir börn. Mitt fyrsta mót var haldið á Stakka- nesi og man ég eftir því að ég lenti í öðru sæti í mínum flokki.“ Stórveislur í Tungu „Á þessum tíma voru alltaf haldnar göngukeppnir fyrir krakka tvisvar eða þrisvar á ári. Það er erfitt fyrir mig að muna árangur minn í þessum keppnum, því þá fengu menn ekkert alltaf verðlaunapen- inga. Ef einhver verðlaun voru í boði var það yfirleitt skíða- áburður eða eitthvað svoleiðis smotterí. Skíðaganga var mjög vin- sæl íþrótt meðal barna. Um leið og snjór var kominn í hlíðar fórum við að ganga. Við gengum mikið inni í Tungudal við bæinn Tungu og stundum voru þar haldin mót. Þegar það var gert héldu bræðurnir Sigurjón og Bjarni sem bjuggu í Tungu miklar veislur. Þeir höfðu ráðskonu sem hét og heitir enn Símonía og var dugleg við að baka ofan í krakkana. Það voru allt- af stórveislur sem voru haldn- ar í Tungu kringum mót.“ Skíði og fótbolti Kristján fór á sitt fyrsta Ís- landsmót árið 1960. „Það var haldið á Siglufirði þegar ég var fimmtán ára gamall. Mér gekk ágætlega á því móti og varð fyrstur í mínum flokki. Ég endurtók leikinn ári síðar en þegar ég færðist upp í 17- 19 ára flokkinn voru alltaf ein- hverjir Siglfirðingar sem skiptust á að vera á undan mér. Ég var eiginlega alltaf annar í þau þrjú ár sem ég var í þessum flokki. Ég keppti fyrir Skíðaráð Ísfirðinga eins og það hét þá. Fjögur íþróttafélög voru í bænum, Vestri, Hörður, Reyn- ir og Ármann sem öll kepptu sín í milli á litlum mótum sem haldin voru á Ísafirði, en sam- einuðust undir merkjum Skíðaráðsins á Íslandsmótum. Ég æfði skíði hjá Ármanni en keppti í fótbolta með Herði.“ Keppti fram að fertugu Kristján hélt að sjálfsögðu áfram að keppa á Íslandsmót- um eftir að hann varð tvítugur. „Þá færðist maður upp í flokk 20 ára og eldri. Ég afrekaði það að verða Íslandsmeistari fyrstu tvö árin en varð svo annar flestöll næstu ár eftir það. Ég náði aldrei að verða Íslandsmeistari aftur. Alls keppti ég á 24 Íslands- mótum í röð. Undir það síð- asta var ég kominn hátt í fert- ugt og var enn að keppa við menn í kringum tvítugt. Þrátt fyrir það gekk mér bærilega og lenti alltaf í öðru til fimmta sæti þó að ég væri orðinn þetta gamall. Ég fór aldrei að æfa úti í löndum eins og oft var gert og hefur orðið æ algengara í seinni tíð. Reyndar fór ég til Svíþjóðar í þrjá mánuði þegar ég var átján ára gamall og gekk þar nokkuð. Þetta voru samt engar æfingar eins og menn eru að stunda úti í dag, þegar menn fara til Skandi- navíu að hausti og koma ekki aftur fyrr en að vori.“ Reynslan skiptir miklu máli „Ég þótti frekar gamall á þessum síðustu Íslandsmót- um mínum. Reynslan hefur samt gífurlega mikið að segja og hefur mér eflaust þess vegna gengið svona vel að halda í við þá sem voru á hátindi ferilsins.“ Víst er að Kristján hefur sótt nokkuð í reynslubankann á seinni árum og er ekki hægt að segja að reikningur hans þar sé að verða innistæðulaus. Hans reynsla hefur líka nýst þegar hann fer með ungum krökkum frá Skíðafélaginu á mót, en af því hefur hann gert nokkuð á undanförnum árum. „Það skiptir öllu að kunna að bera undir skíðin. Sama hversu mikið menn læra um áburð, þá er ekkert sem getur komið í staðinn fyrir reynsl- una. Maður hefur lent í ýmsu á sínum ferli og snjórinn getur breyst lygilega hratt. Svo nefnt sé dæmi, þá var ég á Ólafsfirði fyrir nokkru, ekki að keppa sjálfur heldur að aðstoða aðra yngri krakka. Kvöldið fyrir mót var 15 stiga frost og við bárum undir skíðin þá um kvöldið í samræmi við það. Daginn eftir var kominn fimm stiga hiti og snjórinn þungur og blautur. Þegar svoleiðis gerist verða menn að hafa snör handtök og vera fljótir að skipta um áburð.“ Elías rann of vel „Þegar ég var á mínu besta skeiði höfðum við marga góða þjálfara. Ég held að þeirra fremstur hafi að öðrum ólöst- uðum verið Itar Dahl, norskur maður sem þjálfaði okkur vet- urinn 1967-68. Hann var og er enn alger snillingur og manna fróðastur í því sem við- kemur skíðaáburði. Seinna varð þessi maður mjög virtur þjálfari og sá meðal annars um þjálfun kvennalandsliðs og unglingalandsliðs Norð- manna. Itar Dahl var mjög kapps- fullur þjálfari og sumir köll- uðu hann ofstækisfullan. Hann vildi meina að hægt væri að nota hvaða tækifæri sem var til að æfa sig. Þannig vildi hann að við æfðum okkur þeg- ar við gengum inn kirkjugólf og gengum með „kraftig frøs- park“, eins og hann orðaði það. Það má segja að Itar hafi verið of góður í að bera undir skíði. Á landsmóti 1967 á Siglufirði bar hann það vel undir skíði Elíasar Sveinsson- ar að hann rann of vel, náði illa kröppu beygjunum í braut- inni og tafðist þess vegna.“ Hefur unnið 12 eða 13 Fossvatnsgöngur Ein þeirra keppna sem Kristján hefur hvað mestar mætur á er Fossvatnsgangan svokallaða. „Sú keppni hefur mikla og merkilega sögu. Fyrsta keppnin var haldin á fjórða áratug síðustu aldar og hefur verið haldin svo til sleitulaust síðan. Ég keppti fyrst í göngunni árið 1956. Þá var ég ekki nema 12 ára gamall en mjög óvenju- legt var að menn kepptu svona ungir. Ég held að það hafi meira að segja ekki verið lög- legt, menn hafi þurft að vera sextán eða sautján ára. Ég 15.PM5 19.4.2017, 09:278

x

Bæjarins besta

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.