Bæjarins besta - 11.04.2001, Síða 11
MIÐVIKUDAGUR 11. APRÍL 2001 11
spurður hvort hann hafi verið
góður og hvað hann hafi unnið
til afreka á þeim vettvangi,
svarar hann:
„Það var nú ekki neitt
merkilegt. Bara einhver Vest-
fjarðamet. Reyndar syntum
við undir Íslandsmeti í boð-
sundi á aldursflokkamóti í
Vestmannaeyjum árið 1988 en
það var dæmt ógilt vegna þjóf-
starts. Ég man það eins og
það hafi gerst í gær. Reyndar
unnum við það mót þrátt fyrir
að þetta sund væri ógilt. Þetta
var síðasta mótið sem lið Bol-
víkinga vann. Eftir það fór að
halla undan fæti.“
Ferð á mót hefur
mikið að segja
Benedikt segir að ferð á mót
eins og á Innanhússmeistara-
mótið í Vestmannaeyjum um
daginn hafi mikið að segja
fyrir hina ungu keppendur,
jafnvel þótt við miklu eldri og
reyndari keppinauta sé að
eiga, og kannski ekki síst þess
vegna.
„Það er eins og vítamín-
sprauta fyrir þau að kynnast
þessu, sjá besta sundfólk
landsins í keppni og vera með
á stóru móti í öðrum lands-
hluta. Stelpurnar koma tví-
efldar til baka.“ Hann segir
líka að frammistaða Heiðars
Inga Marinóssonar á Ísafirði
á þessu móti, en hann gerði
sér lítið fyrir og vann fyrsta
Íslandsmeistaratitil Vestfirð-
inga í sundi í mörg ár, hafi
mikið að segja fyrir þau yngri
og hvetji þau áfram.
Spilaði með Hallbirni
Benedikt er hættur að spila
á skemmtunum, að minnsta
kosti í bili. Vinnan og þjálfun-
in taka tíma hans allan. Áður
lék hann á harmóniku með
ýmsum grúppum. Meðal ann-
ars með Hallbirni Hjartarsyni
í nokkur ár ásamt fleiri Bol-
víkingum, svo sem Pálma
Karvelssyni frænda sínum,
Sigga Lassa og fleirum.
„Við spiluðum bæði fyrir
norðan og héldum líka fullt af
tónleikum fyrir Hallbjörn eftir
að Kántrýbær brann. En ég er
hættur. Þetta er erfiður bran-
si.“
Hélt að það
yrði lítið mál
Þó að þjálfunin hjá þeim
systkinum Benedikt og Sól-
veigu hafi gengið vel í vetur,
þá hafa þau aldrei fengist við
slíkt áður. „Þetta er alveg nýtt
fyrir mér en mér finnst mjög
skemmtilegt að prófa þetta.
Þegar ég var beðinn að koma
að þjálfa, þá renndi ég blint í
sjóinn. Það var á föstudegi í
lok september í haust og í
rauninni allt of seint til að
byrja þjálfun fyrir keppnis-
tímabilið. En ég samþykkti
þetta og hélt að það yrði lítið
mál, kannski klukkutími á
dag. En svo fóru hjólin að
snúast og þetta vatt upp á sig
og varð miklu meira en ég
hafði búist við.
Ég byrjaði með alla hópana,
frá þeim yngstu og upp í þá
elstu en ég sá að það gekk alls
ekki upp. Þess vegna fékk ég
Sólveigu systur til liðs við mig
og hún sér um yngri hópana,
níu ára og yngri, og ferst það
mjög vel. Ég hef hins vegar
einbeitt mér að eldri hópunum
og segja má að ég sé heltekinn
af þessu. Ég hugsa helst ekki
um annað þegar ég er kominn
heim úr vinnunni!“
Sólveig Sigurðardóttir er
þremur árum eldri en Bene-
dikt bróðir hennar. Á ungum
aldri var hún var líkt og hann
mjög efnileg í sundinu. „Við
hættum bara allt of ung“, segir
hann.
„Ungmenna-
félagshjartað“
Ungmennafélagshjartað er
ríkt og sterkt í Bolungarvík,
líkt og víðar. Benedikt hefur
litla sögu að segja af því, sem
gerðist fyrir um tíu árum eða
nokkru eftir að hann var
hættur að æfa eins og fleiri
sem höfðu verið í hinu öfluga
liði UMFB á árunum þar á
undan. „Guðmundur Hrafn
Arngrímsson félagi minn,
tveimur árum eldri en ég,
var fenginn til að keppa á
EG-móti í sundi sem hér
var haldið. Hann var þá
sautján ára og var hættur að
æfa fyrir einu ári. Hann var
eitthvert mesta afreks-
mannsefni í sundi sem Vest-
firðingar hafa átt. Á meðan
hann keppti var hann alltaf í
fyrstu sætunum. Þarna var
hann skráður með annan
besta tímann en því hafði
hann ekki átt að venjast.
Landsliðsmaður á Ísafirði
var skráður með besta tím-
ann.
Þetta var mesta niðurlæg-
ing sem Guðmundur hafði
orðið fyrir, að vera skráður
á eftir Ísfirðingi. Hann sýndi
í þessu sundi hvað menn
komast áfram á viljanum og
vitneskjunni um að vera að
keppa fyrir sitt félag í Bol-
ungarvík. Hann var alveg
snarvitlaus í lauginni og var
hálfri laugarlengd á undan
Ísfirðingnum í markið. Ég á
þetta sund á myndbandi sem
vitnisburð um það“, segir
Benedikt, „hvernig ung-
mennafélagshjartað getur
drifið menn áfram.“
Grundvöllurinn
skiptir mestu
Benedikt finnst að stund-
um og helsti oft hér vestra
sé of lítil rækt lögð við
grundvöllinn í íþróttastarf-
inu, þjálfun og uppbygg-
ingu yngstu flokkana. „Mér
finnst það áberandi í starfi
íþróttafélaga hér á Vest-
fjörðum, að það sé oft eins
og allt of mikið sé sparað í
yngstu flokkunum. Það eru
einmitt þeir flokkar þar sem
síst á að spara.
Ef áherslan er lögð á
grunninn, þá skilar það sér
þegar fram í sækir. Það er
dýrt að vera að kaupa utan-
aðkomandi atvinnumenn í
meistaraflokkum félag-
anna. Mér finnst miklu
skynsamlegra að rækta upp
eigin afreksmenn í íþrótt-
um.“
„Það er eins og vítamín-
sprauta fyrir unga fólkið að
kynnast þessu, sjá besta
sundfólk landsins í keppni
og vera með á stóru móti í
öðrum landshluta.“
hann Jónasson, Albert Högna-
son og Páll Harðarson. Í fram-
leiðsludeild fyrirtækisins á
Ísafirði eru 25 starfsmenn og
hjá dótturfyrirtækinu Stál-
nausti í Reykjavík eru 6 starfs-
menn. Í Kanada starfar dóttur-
fyrirtækið 3X-Stal Inc. með
þrjá til fimm starfsmenn, en
það var stofnað í byrjun þessa
árs. Loks er að nefna mark-
aðsfyrirtæki í Bandaríkjunum,
sem er að hluta í eigu 3X-
Stáls en Lárus Guðbjartsson
stjórnar. Samtals eru starfs-
menn hjá 3X-Stáli eða fyrir-
tækjum á vegum þess um 40
talsins.
Fjölmenni var í veislunni.
Höfuðstöðvar 3X-Stál ehf.
eru við Sindragötu á Ísafirði.
Jónas H. Pétursson,
vélvirki og einn eigenda
vélsmiðjunnar Þryms ehf.
á Ísafirði hafði um margt
að spjalla við Halldór
Halldórsson, bæjarstjóra
Ísafjarðarbæjar.
15.PM5 19.4.2017, 09:2711