Bæjarins besta


Bæjarins besta - 31.10.2001, Síða 5

Bæjarins besta - 31.10.2001, Síða 5
MIÐVIKUDAGUR 31. OKTÓBER 2001 5 á Ísafirði með finnskri vin- konu minni og þekkti voða- lega fáa. Axel var fluttur úr bænum en var að vinna við að leggja sæstreng í kring- um landið og kom við á Ísafirði um sumarið. Hann og Hilmar vinur hans buðu mér og finnsku vinkonunni minni á Djúpmannahátíð í Mjóafirði. Við þágum boðið og í stuttu máli má segja að þetta hafi allt endað voða- lega vel!“ Sjö ár í góðu starfi Axel og Ingibjörg fóru fljótlega að búa saman í Reykjavík. Ingibjörg var í Háskólanum en Axel í Vél- skólanum. Hann fór alla leið í námi þar og útskrifaðist sem vélfræðingur. Sá titill nægði honum ekki og hélt hann áfram að læra. „Ég mátti ekkert vinna í einhvern tíma eftir smávægileg meiðsl og því var tilvalið að setjast aftur á skólabekk.Ég fór í Tækniskólann og útskrifaðist sem vélatækni- fræðingur.“ Á meðan Axel sat á skólabekk vann Ingibjörg hjá Norðurlandaskrifstofu forsætisráðuneytisins. Hún hafði numið sænsku og ís- lensku við Háskóla Íslands og var farin að vinna við norrænt samstarf. „Starfið var fjölbreytt og mjög skemmtilegt. Stundum var ég að ljósrita, stundum var ég að undirbúa fundi og stundum skrifaði ég ræðu- búta fyrir samstarfsráðherra Norðurlanda. Þessu ráð- herrastarfi hafa gegnt þau Sif Friðleifsdóttir og þar á undan Halldór Ásgrímsson og Sighvatur Björgvinsson. Eins og áður sagði var starfið skemmtilegt og and- inn á vinnustaðnum góður, enda var ég þarna í sjö ár, miklu lengur en ég í upphafi ætlaði mér. Það má segja að ég hafi hætt eingöngu til þess að flytja vestur.“ Feilspor í sinfóníunni? Ingibjörg fékk vinnu sem ritari Tónlistarskólans á Ísafirði. Nú finnst eflaust mörgum sem Ingibjörg hafi þarna tekið nokkurt feilspor á framabrautinni. Hvað finnst henni sjálfri? „Það fer allt eftir því hvernig á það er litið. Ég ætlaði aldrei að vera svona lengi hjá for- sætisráðuneytinu. Mig lang- aði alltaf að læra meira og verða mér úti um masters- gráðu. Svo var ég á þeim tímapunkti í lífinu þar sem mann langar til að einbeita sér að einhverju öðru en að klifra metorðastigann. Mér fannst líka kominn tími til að Axel fengi vinnu sem væri meira við hans hæfi og hann er aldeilis lentur á góðum stað núna.“ Vinnan hjá 3X-Stáli ehf. Axel er farinn að vinna hjá spútnikfirmanu 3X-Stáli sem hefur vaxið með ógnar- hraða allt frá stofnun. Hvað er hann að gera og hvernig leggst starfið í hann? „Ég er að vinna þarna á tæknideildinni. Mér finnst fyrirtækið mjög skemmtilegt og andinn góður og gert er vel við alla starfsmenn. Uppbyggingin í 3X er allt önnur en hjá Almennu verk- fræðistofunni þar sem ég vann áður. Samkvæmt því sem ég hef kynnst í 3X vinna menn saman að því að leysa hvert verk. Ég held að það sé mikill kostur fyrir fyrirtækið og án nokkurs vafa eru það mjög nútíma- legir starfshættir.“ Kostir og gallar En ef litið er framhjá vinnunni, þá er eðlilegt að spyrja einnig hverjir séu kostir og gallar þess að búa á Ísafirði... „Það er ýmislegt bæði betra og verra sem maður hefur strax tekið eftir“, segir Ingibjörg. „En ég held að stærsti gallinn láti ekki á sér bera fyrr en fer að hægjast um hjá okkur og við höfum komið okkur almennilega fyrir. Það er vinaleysið. Megnið af okkar vinahóp er fyrir sunnan og það verður eflaust erfitt að venjast því að hafa þá ekki hjá sér. Maður má samt ekki láta það á sig fá, enda efast ég ekki um að við eigum eftir að eignast nýja vini. Svo þekkjum nú líka fólk hérna fyrir vestan. Þegar kemur að stússi hversdagsins held ég að betra sé að búa á Ísafirði. Þar er allt svo miklu einfaldara og þægilegra. Ég bý við hliðina á vinnunni og dagmamman býr hinum megin við mig, þannig að maður er miklu sneggri að koma úr vinnunni, sækja barnið og fara heim en var í Reykjavík. Svo búa foreldr- ar Axels hérna og það er mikill kostur. Þau hafa tekið okkur opnum örmum og það verður eflaust gott að hafa þau sér innan handar.“ Ótæmandi bensíntankur? Axel er sammála því að margt sé auðveldara fyrir vestan. „Það eru allskyns hlutir sem maður gerði fyrir sunnan sem er þægilegra að gera á Ísafirði. Öll útivist er til dæmis auðsóttari. Í Reykjavík er heljarinnar fyrirtæki að fara á skíði, svo nefnt sé dæmi. Hér liggur við að maður geti skroppið í hádeginu. Síðan sparar maður ekki bara tíma á Ísafirði, heldur líka peninga. Við fylltum bensíntankinn á bílnum á Brú í Hrútafirði á leiðinni hingað og hann er ekki enn tómur, mánuði seinna. Í Reykjavík hefði þessi tankur varla dugað í viku.“ Axel og Ingibjörg sjá ekki eftir því að hafa flutt vestur. „Það er ekkert bakslag komið ennþá“, segir Ingi- björg. „Reyndar er veturinn ekki alveg kominn og ekki kominn snjór. Ég vona bara að það verði ekki mjög erfitt að venjast veðurfarinu.“ 44.PM5 19.4.2017, 09:465

x

Bæjarins besta

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.