Bæjarins besta


Bæjarins besta - 31.10.2001, Qupperneq 8

Bæjarins besta - 31.10.2001, Qupperneq 8
8 MIÐVIKUDAGUR 31. OKTÓBER 2001 Dularfulli Íslandsmeistarinn – rætt við Helga Ólafsson um skák og prentsmiðjustörf, sjómennsku og verkalýðsmál – og um Hólmavík Það rifjaðist upp fyrr í mánuð- inum þegar haldið var skákmót í tilefni aldarafmælis Taflfélags Ísafjarðar og sigurvegarinn var Helgi Ólafsson, að hér var kom- inn maðurinn sem eitt sinn varð Íslandsmeistari í skák ungur að árum. Ýmsar sögusagnir urðu til um þennan dularfulla skákmann, sem kom, sá og sigraði helstu skákmenn landsins en hvarf að svo búnu á sjóinn og ekkert spurðist til lengi vel. Sumir sögðu hann sama mann- inn og síðar kom fram á Hólma- vík, bjó þar lengi, dró fram taflið á ný, og varð formaður í Verka- lýðsfélaginu á staðnum. Við feng- um Helga til að segja okkur und- an og ofan af skákinni, sjósókn frá Hólmavík og verkalýðsmál- um, en einnig uppvextinum í Leirunni og vinnunni í Prent- smiðju Þjóðviljans. Helgi Ólafsson er fæddur í Leiru á Reykjanesi, um fimm kílómetra frá Keflavík. Í Leir- unni var þéttbýli á tímum ára- bátanna og fólk lifði jöfnum höndum á sjósókn og land- búnaði. Aðstæður voru aðrar þegar Helgi var að alast upp um miðja síðustu öld. Þá eru komnir vélbátar og Keflavík aðalhöfnin. Þangað sækir fólk vinnu úr Leirunni meðfram búskapnum. Það gerði faðir Helga sem vann verkamanna- störf í Keflavík meðfram bú- skapnum í Leirunni. Hins veg- ar leikur ekki síst forvitni á því að vita hvar Helgi lærði að tefla. eða húkkaði mér far út í Leiru. Ég var hjá ákaflega merkileg- um kennara í Barnaskólanum sem hét Vilborg Auðunsdóttir og var formaður Verkakvenna- félagsins í Keflavík. Hún hafði voðalega gaman að því að tefla og var alveg þrælsterk. Hún hélt að okkur taflinu í skólanum og tefldi við okkur. Ég fékk mikinn áhuga á skák- inni og má segja að ég hafi fengið þessa dellu þá. Maður lærði nú mest á því að tefla, og þá helst við þá sem voru betri en maður sjálfur. Eftir að ég hætti í skóla og var að vinna í Keflavík, bauð Vilborg mér oft í kjötsúpu og tafl. Við tefldum þá oft langt fram á nótt, höfðum kaffi og kjötsúpu með, og milli skáka fékk ég fræðslu um stéttabar- áttuna. Hún var mikil baráttu- kona og ég held að margir búi enn að íslenskukennslunni sem þeir fengu hjá henni. Það var mikið skáklíf í Keflavík þegar ég var að alast upp. Það var held ég 1956 þegar ég er tólf ára, sem Tafl- félagið í Keflavík var endur- vakið og það var mikið líf í því næstu árin. Það var ekki mikið um bækur um skák, enda ekki um auðugan garð að gresja á því sviði þá. Ég man nú samt eftir einni bók sem var gefin út á þessum árum, Kennslubók í skák eftir Emanúel Lasker, þunnt kver en gott. Það voru nokkrir öfl- ugir skákmenn í Keflavík á þessum árum. Þar voru áber- andi bræður frá Siglufirði, Ragnar og Óli Karlssynir, og Páll G. Jónsson athafnamaður, síðar kenndur við Pólaris.“ Hjá erkikommum á Þjóðviljanum „Eftir Gagnfræðaskólann fór ég að vinna svona hitt og þetta. Ég var mikið í útskipun á þessum árum og prófaði að- eins að vinna á Vellinum en ekki var ég mikið þar. Svo fór ég að vinna í prentsmiðju í Keflavík og síðar í Prent- smiðju Þjóðviljans í Reykja- vík. Þar var maður hjá þessum erkikommúnistum öllum, Magnúsi Kjartanssyni og fleirum. Magnús var þá ritstjóri Þjóðviljans. Hann var nú frægastur fyrir Austragreinar- nar. Ég kom nú ekkert nálægt þeim. Það var oftast sami maðurinn í prentsmiðjunni sem setti þær, Leifur Björns- son hét hann. Sigurður Guð- mundsson var ritstjóri með Magnúsi, mikill indælismað- ur. Ég var þarna í tvö, þrjú ár. Móðir mín kenndi mér mannganginn „Það var móðir mín sem kenndi mér mannganginn. Hún tefldi nú ekkert sjálf, ekki svo ég yrði var, nema þegar hún kenndi mér fyrstu sporin í skáklistinni. Það var ekki mikið um að konur stunduðu skák á þeim tíma. Ég gekk í barnaskólann í Keflavík. Ég byrjaði ekki í skóla fyrr en ég var níu ára gamall en var þá búinn að læra að lesa heima. Ég tók oftast rútuna inn til Keflavík- ur, en stundum gekk ég heim 44.PM5 19.4.2017, 09:468

x

Bæjarins besta

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.