Bæjarins besta - 31.10.2001, Blaðsíða 1
Dularfulli
Íslands-
meistarinn
– rætt við Helga Ólafsson um skák
og prentsmiðjustörf, sjómennsku og
verkalýðsmál – og um Hólmavík.
Sjá miðopnu.
Miðvikudagur 31. október 2001 • 44. tbl. • 18. árg.
ÓHÁÐ Á VESTFJÖRÐUMFRÉTTABLAÐ
Stofnað 14. nóvember 1984 • Sími 456 4560 • Fax 456 4564 • Netfang: bb@bb.is • Verð kr. 200 m/vsk
Heldur meira líf en áður á fasteignamarkaðinum á Ísafirði
„Gleðilegt að yngra fólk skuli
vera að kaupa hér eignir“
Fasteignasala á Ísafirði og í
Hnífsdal virðist heldur hafa
glæðst á allra síðustu vikum.
Tryggvi Guðmundsson fast-
eignasali á Ísafirði segir að
hér sé að vísu ekki um neinn
stóran kipp í sölunni að ræða.
„Engu að síður er það gleði-
legt að fólk skuli vera að
kaupa hér eignir og þá ekki
síst yngra fólk.“ Þeim Tryggva
og Arnari Geir Hinrikssyni
fasteignasala á Ísafirði ber
saman um að spurn eftir hús-
næði á Suðureyri hafi verið
mikil í sumar. „Þar seldist allt
sem á annað borð var til sölu“,
segir Arnar Geir.
Fjármunir sem veittir voru
til viðbótarlána í Ísafjarðarbæ
frá Íbúðalánasjóði á þessu ári
gengu til þurrðar í haust. Fyrr
í þessum mánuði tilkynnti
Íbúðalánasjóður að Ísafjarð-
arbær hefði fengið 8 milljónir
króna aukningu á kvóta sínum
á viðbótarlánum til íbúða-
kaupa á árinu. Heimildinni
fylgdi sú kvöð að Ísafjarðar-
bær greiði 5% af úthlutuðum
viðbótarlánum í Varasjóð við-
bótarlána. Bæjaryfirvöld hafa
vegna þessa samþykkt 400
þúsund króna aukafjárveit-
ingu er fjármagnist með lán-
töku.
Viðbótarlán sjóðsins hafa
stuðlað að jafnvægi milli
framboðs og eftirspurnar og
væntanlega átt þátt í því að
hafa hemil á verðlækkunum.
Jafnframt hafa þau orðið til
þess að fleira ungt fólk festi
sér húsnæði í bænum.
44.PM5 19.4.2017, 09:461