Bæjarins besta - 31.10.2001, Qupperneq 6
6 MIÐVIKUDAGUR 31. OKTÓBER 2001
Jólavörurnar eru komnar!
m.a. frá Sia
Skartgripir • 30% afsláttur af Haustlaukum
Opið mánudaga til föstudaga frá kl. 11-18
og laugardaga frá kl. 12-16.
EG - húsinu
Bolungarvík
Ákveðið hefur verið að
verkefnið Staðardagskrá 21 á
Norðurheimskautssvæðinu,
sem styrkt er af Norrænu ráð-
herranefndinni, veiti sérstök
umhverfisverðlaun á vetri
komanda. Ísafjarðarbær á
aðild að þessu verkefni, auk
bæjanna Sisimiut á Grænlandi
og Longyearbyen á Sval-
barða. Verðlaunin verða veitt
einum aðila á hverjum stað,
auk þess sem einn þessara
þriggja verður verðlaunaður
sérstaklega. Þau verða veitt
einstaklingi, fyrirtæki eða fé-
lagasamtökum fyrir verkefni
eða hugmynd sem stuðlar að
velferð íbúanna á staðnum í
umhverfislegu, félagslegu og
efnahagslegu tilliti í anda
sjálfbærrar þróunar og Staðar-
dagskrár 21 (Lokal Agenda
21). Verðlaunin einskorðast
því ekki við verkefni í hefð-
bundnum skilningi, þ.e. verk-
efni sem miða að fegrun hins
sýnilega umhverfis.
Verðlaunin verða afhent í
febrúar 2002 í formi viður-
kenningarskjals og óvænts
glaðnings. Ætla má að þau
hafi umtalsvert auglýsingar-
og kynningargildi fyrir þann
sem þau hlýtur. Umsóknir eða
tilnefningar til umhverfisverð-
launa Staðardagskrár 21 á
Norðurheimskautssvæðinu
skv. framanskráðu eru vel
þegnar. Ásamt stuttri lýsingu
á viðkomandi verkefni og rök-
stuðningi fyrir gildi þess, ber
að skila slíku með tölvupósti
eða bréflega í síðasta lagi 24.
desember 2001 til Fjölnis Ás-
björnssonar á Tæknideild Ísa-
fjarðarbæjar á Ísafirði.
Fjölnir Ásbjörnsson.
Leitað eftir tilnefning-
um í Ísafjarðarbæ
Umhverfisverðlaun Staðardagskrár 21 á norðursvæðum
Lítið verið sótt á hefðbundnar rjúpnaslóðir
Rjúpan dreifð og
heldur sig hátt
– vaxandi sókn sunnanmanna á vestfirskar veiðilendur
Veiðimenn hér vestra eru
bjartsýnir á nýbyrjaðan
rjúpnaveiðitíma. Reyndar
hefur gott haust gert mönn-
um erfitt fyrir og snjóleysi í
fjöllum veldur því að rjúpan
heldur sig hátt og er mjög
dreifð. Enn hefur lítið verið
hægt að sækja á hefðbundn-
ar rjúpnaslóðir inni í Ísa-
fjarðardjúpi en hins vegar
hefur nokkuð náðst af rjúpu
uppi á Breiðadalsheiði og
eins á Þorskafjarðarheiði.
Þar hafa menn verið að
koma með allt að tuttugu
rjúpur eftir daginn og eiga því
ekki von á öðru en veiðin verði
ágæt um leið og snjór kemur í
fjöll.
Sívaxandi ásókn veiði-
manna að sunnan vekur
áhyggjur hér fyrir vestan.
Aldrei hafa fleiri aðkomu-
menn sótt á t.d. Þorskafjarðar-
heiði en í haust og stefnir á að
svo verði út tímabilið. Heyrst
hefur að fullbókað sé í gist-
ingu hjá bændum sem leigja
út sumarhús í við Þorskafjarð-
arheiði og munu það að
stærstum hluta vera aðkomu-
menn sem hafa fengið hús-
in.
Rjúpan er nú friðuð á stór-
um svæðum í kringum höf-
uðborgarsvæðið. Eins og
flestir vafalaust vita, hefur
rjúpnastofninn víða átt undir
högg að sækja og hafa veiði-
menn barmað sér yfir lítilli
veiði undanfarin ár. Bættar
samgöngur vestur á firði
bjóða hins vegar upp á
marga möguleika og vest-
firska rjúpan er víst ekkert
síðri en sú sunnlenska.
Baráttan við kerfið getur tekið á sig ýmsar myndir eins og
Kristjana B. Marthensdóttir Olsen á Ísafirði hefur fengið að reyna
Hefur staðið í baráttu við
Mannanafnanefnd í tíu ár
– drengurinn má heita Marteinn, Martin og Marten, bara ekki Marthen eftir afa sínum
Það getur verið vandaverk
að finna nafn á nýja barnið og
margir foreldrar standa þar
frammi fyrir erfiðu vali. Fyrir
aðra er málið mun einfaldara,
einkum fyrir þá sem eru fyrir-
fram ákveðnir að láta börnin
bera nöfn ættingja eða vina.
Lengi hefur tíðkast hérlendis
jafnt sem erlendis að skíra í
höfuðið á ömmum og öfum
eða eftir þeim. Íslenskar reglur
um mannanöfn hafa hins veg-
ar gert þeim erfitt fyrir sem
viðhalda vilja nöfnum sem lif-
að hafa í fjölskyldunni.
Kristjana B. Marthensdóttir
Olsen á Ísafirði eignaðist son
fyrir tíu árum og var hann
skírður Marteinn. Ætlunin
hafði verið að skíra hann
Marthen eftir föður Kristjönu
sem var norskur að ætt, sonur
Símonar Olsen, sem á sér stór-
merkan sess í atvinnusögu Ís-
firðinga og Íslendinga við
upphaf rækjuveiða hérlendis.
Mannanafnanefnd hafði sitt-
hvað við nafnið Marthen að
athuga og neitaði algerlega
að drengurinn fengi að bera
það. Nöfnin Marteinn eða
Martin (enskt en ekki norskt)
voru í lagi en Marthen gat
hann ekki heitið. Kristjana
segist að sjálfsögðu ekki hafa
verið sátt við þetta og hefur
síðustu tíu árin barist fyrir því
að pilturinn fái að bera nafn
föður hennar.
Ekki alls fyrir löngu voru
reglur um mannanöfn rýmk-
aðar, sérstaklega vegna þess
að fólk hafði lent í vandræðum
með gömul, hefðbundin fjöl-
skyldunöfn. Ítrekaði Kristjana
þá beiðni sína enn einu sinni
og nefndin tók málið enn til
skoðunar. Að vandlega athug-
uðu máli varð niðurstaða
hennar sú að pilturinn gæti
borið nafnið Marthen sem
millinafn en þar sem ekki væri
löng hefð fyrir nafninu innan
fjölskyldunnar væri ekki hægt
að samþykkja það sem aðal-
nafn. Hins vegar mætti hann
nú bera nafnið Marten en ekki
samrýmdist reglum að staf-
setja það með hái, þ.e. Marth-
en, og þar við sat.
Kristjana hefur þó ekki gef-
ist upp og enn er málið fyrir
nefndinni. Enda segist Krist-
jana ekki sjá hvers vegna
nefndin ætti að hafna nafninu
Marthen þegar hún leyfir
nafnið Martha. Kristjana segir
að það skipti drenginn miklu
að fá að bera sitt rétta nafn og
kveðst bjartsýn á að niður-
staða nefndarinnar verði já-
kvæð að þessu sinni.
Kristjana B. Marthensdóttir Olsen ásamt syninum.
Arnar G. Hinriksson hdl.
Silfurtorgi 1 • Ísafirði • Sími: 456 4144 • Fax: 456 4243
Fasteignaviðskipti
Eftirtaldar eignir eru einungis sýnishorn úr sölu-
skrá okkar, leitið nánari upplýsinga á skrifstofu.
Húsið er byggt 1982. Frágangi þess
að öllu lokið. Nýjar eldhúsinnrétt-
ingar, fallegur garður og sólpallur.
Húsið getur losnað fljótlega. Verð kr.
8.600.00.
PATREKSFJÖRÐUR:
Sigtún 6: Tvílyft einb.hús. Verð kr.
4.800.000,-. Húsið er laust.
Stekkjar 14: 173m² tvílyft ein-
býlishús. Verð 4.700.000. Laust.
Dalbraut 12: 113m² einbýlishús.
Laust.
BÍLDUDALUR:
ÞINGEYRI:
Fjarðargata 34a: rúmlega 100m²
parhús. Húsið er laust.
Verð kr. 1.700.000,-
ÍSAFJÖRÐUR:
Austurvegur 12: Tæplega 60 m² 3ja
herb. íbúð á annarri hæð.
Austurvegur 13: Efri hæð og ris.
Verð kr. 6.500.000,-
Grundargata 2: Rúml. 60m² 2ja
herb. íbúð á 1. hæð.
Verð kr. 3.000.000.- Laus.
Hlíðarvegur 14: Einbýlishús -
kjallari, hæð og óinnréttað ris.
Grunnflötur ca. 90m². Húsið er
nýuppgert að mestu.
Verð tilboð.
Hlíðarvegur 16: Lítil 3ja herb. íbúð
á 2. hæð í tvíbýlishúsi. Verð kr.
3.800.000,- Laus þ. 1/11 nk.
Mánagata 6: Efri hæð 155m² 5-6
herbergja. Laus fljótlega.
Smiðjugata 11a, rúmlega 150m²
einbýlishús, tvær hæðir, ris og kjallari
ásamt litlum bílskúr.
Stórholt 13: 4ra herb. íbúð á 2. hæð
ásamt bílskúr. Skipti á ódýrari eign
eða jafnvel bíl koma til greina. Íbúðin
er laus. Verð kr. 7.800.000
Stórholt 13: 80 m² 3ja herb. íbúð á
2. hæð t.h. Góð lán áhvílandi. Gott
útsýni. Verð kr. 5.500.000,-
Strandgata 5: Hnífsdal, 2ja herb.
íbúð 65 m² á 2. hæð í sambýlishúsi.
Íbúðin er laus. Verð kr. 1.000.000,-
Fjarðarstræti 14: 4ra herb. íbúð
á 1. hæð, 100 m², 60m² kjallari og
geymsluskúr 38m².
Verð kr. 5.800.000,- BOLUNGARVÍK:
Þjóðólfsvegur 16: 2ja herbergja
íbúð á 3. hæð. Laus. Verð kr.
1.300.000,-
Skólastígur 19: Rúmlega 100m²
íbúð á efri hæð í parhúsi. Verð kr.
4.200.000,-. Bein sala, en skipti á
einb.húsi koma til gr.
Stigahlíð 2 og 4: 2ja og 3ja herb.
íbúðir. Verð: 1,5 til 3 milljónir.
Vitastígur 21: 3ja herbergja íbúð á
efri hæð.
Höfðastígur 6: Rúmlega 170m² íbúð
á efri hæð og séríbúð í kjall-ara.
Getur selst sitt í hvoru lagi.
Traðarland 29, Bolungarvík: Tvílyft
steinhús 182 m2 með innb. bílskúr.
Suðurtangi 2: 160 m² iðnaðarhúsnæði á jarðhæð, 123 m² íbúð á 2. hæð og
64,5 m² íbúð á jarðhæð.
Sætún 8, Suðureyri: 190 m² raðhús.
SUÐUREYRI:
Hjallavegur 7: Húsið er 176m². Á
jarðhæð er séríbúð ca 60 fm. Selst í
einu lagi. Húsið er laust.
Ólafstún 12 og 14, Flateyri: 113
m² einbýlishús. Laus.
Verð: Ólafstún 12, kr. 6.200.000,-
Ólafstún 14, kr. 5.000.000,-.
FLATEYRI:
Túngata 18: 90 m² 4 herb. íbúð á 3.
hæð. Laus fljótlega. Verð kr.
6.900.000,-
Hlíf II: Rúmlega 50 m² íbúð á 3ju
hæð. Laus fljótlega.
Urðarvegur 70: Raðhús með inn-
byggðum bílskúr alls um 195m².
Laust eftir samkomulagi. Verð tilboð.
Seljaland 9, Ísafirði: Einbýlishús, byggt
úr lerki 1995, 154,8 m2 auk bílskúrs,
garðhúss og svala. Verð tilboð.
44.PM5 19.4.2017, 09:466