Bæjarins besta


Bæjarins besta - 21.11.2001, Blaðsíða 1

Bæjarins besta - 21.11.2001, Blaðsíða 1
Barátta í Bolungarvík – rætt við Ólaf Kristjánsson, bæjarstjóra um atvinnumál liðinna ára og stöðuna í dag, einkum í ljósi fólksfækkunar og Orkubúspeninga. Sjá nánar miðopnu Miðvikudagur 21. nóvember 2001 • 47. tbl. • 18. árg. ÓHÁÐ Á VESTFJÖRÐUMFRÉTTABLAÐ Stofnað 14. nóvember 1984 • Sími 456 4560 • Fax 456 4564 • Netfang: bb@bb.is • Verð kr. 200 m/vsk Sjálfstæðisflokkurinn í Ísafjarðarbæ Viðhefur prófkjör fyrir kosningarnar Fulltrúaráð sjálfstæðisfé- laganna í Ísafjarðarbæ hefur samþykkt að viðhaft skuli prófkjör vegna framboðs til bæjarstjórnarkosninganna í vor. Prófkjörið verður hald- ið laugardaginn 19. janúar en framboðsfrestur í kjörinu er til 3. janúar. Þátttaka í prófkjörinu er heimil félagsbundnu sjálf- stæðisfólki í Ísafjarðarbæ og þeim ófélagsbundnum sem undirrita stuðningsyfir- lýsingu við Sjálfstæðis- flokkinn. Formaður full- trúaráðsins í Ísafjarðarbæ og jafnframt formaður kjör- nefndar er Unnur Brá Kon- ráðsdóttir, lögfræðingur á Ísafirði. Unnur Brá Konráðsdóttir. Veltitankur settur í Júlíus Geirmundsson ÍS Dregur mjög úr hreyfingum Þegar Júlíus Geirmundsson ÍS, frystitogari Hraðfrysti- hússins-Gunnvarar hf. í Hnífs- dal, kom til Ísafjarðar úr túr í síðustu viku var ráðist í að koma fyrir veltitanki um borð í skipinu. Sverrir Pétursson útgerðarstjóri segir að þarna sé um andveltigeymi að ræða sem þjóni þeim tilgangi að róa hreyfingar skipsins úti á sjó. Tankurinn er um níu tonn að þyngd og er hægt að dæla inn í hann allt að 20-30 tonn- um af sjó og stórdregur þá úr hreyfingum skipsins. Góð reynsla er af svona veltitönkum og eru mörg skip komin með þennan útbúnað. Sverrir segir að nokkurn tíma taki að koma tanknum fyrir og festa hann niður og fyrirséð að ekki náist að fulltengja hann fyrr en næst þegar skipið verður í höfn. Tankurinn er smíðaður hjá Velasalan Nauta í Póllandi. Hann var fluttur til landsins með ísfisktogaranum Fram- nesi ÍS 708 sem einnig er í eigu Hraðfrystihússins-Gunn- varar hf., og kom fyrir stuttu heim eftir viðgerðir í Póllandi. Sverrir segir með veltitankin- um stórbatni vinnuaðstaða um borð og vinnslan batni og ár- angurinn sé betri afurðir. Veltitankurinn hífður um borð í Júlíus Geirmundsson. 47.PM5 19.4.2017, 09:481

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.